Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2022 19:30 Skrifað var undir samkomulag um byggingu 176 íbúða í Vesturbugt í maí 2017 og áttu framkvæmdir að hefjast haustið 2018. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Grímur M. Jónasson, framkvæmdastjóri VSÓ og Bjarki A. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Vesturbugtar skrifuðu undir samninginn í maí 2017.Reykjavíkurborg Í maí 2017 skrifuðu borgarstjóri, framkvæmdastjóri VSÓ og framkvæmdastjóri Vesturbugtar undir samkomulag um byggingu 176 íbúða í Vesturbugt og áttu framkvæmdir að hefjast innan fimmtán mánaða fráundirritun, eða haustið 2018. Ekkert hefur hins vega orðið að framkvæmdum. Í viðtali við fréttastofuna hinn 17. september 2020 sagði Jónas Þór Þorvaldsson þáverandi framkvæmdastjóri byggingafélagsins Kaldalóns að verkinu hefði seinkað vegna breytinga á áformunum, meðal annars með fjölgun íbúða. Stefnt væri að því að hefja framkvæmdir vorið 2021. „Það verða væntanlega um það bil 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata 1 og 70 íbúðir austan meginn á Hlésgötu 2,“ sagði Jónas Þór. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Gert var ráð fyrir fjölbreyttum stærðum og gerðum íbúða í Vesturbugt. Samkvæmt upprunalegum áformum átti Reykjavíkurborg að fá 74 íbúðir til úthlutunar í félagslega kerfinu.Reykjavíkurborg Ekki skorti á glæsileika áætlananna, íbúðir af öllum stærðum í fimmtán húsum þar sem borgin átti að fá um fjögur þúsund fermetra undir félagslegar íbúðir og stúdentaíbúðir. „Ef það gengur að komast af stað með fyrsta áfangann í byrjun næsta árs (2021) þá er hann kominn 2023. Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta búið vonandi öðru hvoru meginn við 2024-25 ef allt gengur upp,“ sagði Jónas Þór. Ef áætlanir ganga eftir verður gjörbreyting á svæðinu vesta Marina hótelins við hlið slippsins. Í dag er þetta svæði að mestu notað undir bílastæði.Reykjavíkurborg En það er greinilegt að allar þessar áætlanir hafa brugðist. Ekki einni skóflu verið stungið niður í Vesturbugtinni, á einni verðmætustu lóð borgarinnar, þar sem tæplega tvö hundruð íbúðir ættu að hafa risið nú þegar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að staðfesta verði fyrir lok maímánaðar að framkvæmdir hefjist á lóðinni á þessu ári.Stöð 2/Arnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að rekið hafi verið markvisst á eftir lóðahöfum vegna stöðunnar á húsnæðismarkaðnum. „Það eru að mér skilst góð samtöl í gangi. En við höfum gefið aðilum tíma út næsta mánuðinn til að ganga frá öllu og fara af stað á þessu ári,“ segir borgarstjóri. Að öðrum kosti verði lóðin kölluð til baka. „Já, þetta byggir á samningum sem gerðir voru á sínum tíma. Þeir geta ekki varað endalaust ef það er ekki farið af stað að byggja. Við erum nú í eftirrekstri hér og á nokkrum öðrum stöðum til að tryggja að eins mikið fari í gang á þessu ári og hægt er,“ segir Dagur B. Eggertsson. Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Saka borgaryfirvöld um að beita blekkingum Íbúasamtök Vesturbæjar hafa stofnað til undirskriftalista vegna deiliskipulags við Vesturbugt, nýs hverfis sem reisa á gamla hafnarsvæðinu, milli Sjómannasafnsins og Slippsins. 22. september 2013 21:10 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Grímur M. Jónasson, framkvæmdastjóri VSÓ og Bjarki A. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Vesturbugtar skrifuðu undir samninginn í maí 2017.Reykjavíkurborg Í maí 2017 skrifuðu borgarstjóri, framkvæmdastjóri VSÓ og framkvæmdastjóri Vesturbugtar undir samkomulag um byggingu 176 íbúða í Vesturbugt og áttu framkvæmdir að hefjast innan fimmtán mánaða fráundirritun, eða haustið 2018. Ekkert hefur hins vega orðið að framkvæmdum. Í viðtali við fréttastofuna hinn 17. september 2020 sagði Jónas Þór Þorvaldsson þáverandi framkvæmdastjóri byggingafélagsins Kaldalóns að verkinu hefði seinkað vegna breytinga á áformunum, meðal annars með fjölgun íbúða. Stefnt væri að því að hefja framkvæmdir vorið 2021. „Það verða væntanlega um það bil 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata 1 og 70 íbúðir austan meginn á Hlésgötu 2,“ sagði Jónas Þór. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Gert var ráð fyrir fjölbreyttum stærðum og gerðum íbúða í Vesturbugt. Samkvæmt upprunalegum áformum átti Reykjavíkurborg að fá 74 íbúðir til úthlutunar í félagslega kerfinu.Reykjavíkurborg Ekki skorti á glæsileika áætlananna, íbúðir af öllum stærðum í fimmtán húsum þar sem borgin átti að fá um fjögur þúsund fermetra undir félagslegar íbúðir og stúdentaíbúðir. „Ef það gengur að komast af stað með fyrsta áfangann í byrjun næsta árs (2021) þá er hann kominn 2023. Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta búið vonandi öðru hvoru meginn við 2024-25 ef allt gengur upp,“ sagði Jónas Þór. Ef áætlanir ganga eftir verður gjörbreyting á svæðinu vesta Marina hótelins við hlið slippsins. Í dag er þetta svæði að mestu notað undir bílastæði.Reykjavíkurborg En það er greinilegt að allar þessar áætlanir hafa brugðist. Ekki einni skóflu verið stungið niður í Vesturbugtinni, á einni verðmætustu lóð borgarinnar, þar sem tæplega tvö hundruð íbúðir ættu að hafa risið nú þegar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að staðfesta verði fyrir lok maímánaðar að framkvæmdir hefjist á lóðinni á þessu ári.Stöð 2/Arnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að rekið hafi verið markvisst á eftir lóðahöfum vegna stöðunnar á húsnæðismarkaðnum. „Það eru að mér skilst góð samtöl í gangi. En við höfum gefið aðilum tíma út næsta mánuðinn til að ganga frá öllu og fara af stað á þessu ári,“ segir borgarstjóri. Að öðrum kosti verði lóðin kölluð til baka. „Já, þetta byggir á samningum sem gerðir voru á sínum tíma. Þeir geta ekki varað endalaust ef það er ekki farið af stað að byggja. Við erum nú í eftirrekstri hér og á nokkrum öðrum stöðum til að tryggja að eins mikið fari í gang á þessu ári og hægt er,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Saka borgaryfirvöld um að beita blekkingum Íbúasamtök Vesturbæjar hafa stofnað til undirskriftalista vegna deiliskipulags við Vesturbugt, nýs hverfis sem reisa á gamla hafnarsvæðinu, milli Sjómannasafnsins og Slippsins. 22. september 2013 21:10 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20
Saka borgaryfirvöld um að beita blekkingum Íbúasamtök Vesturbæjar hafa stofnað til undirskriftalista vegna deiliskipulags við Vesturbugt, nýs hverfis sem reisa á gamla hafnarsvæðinu, milli Sjómannasafnsins og Slippsins. 22. september 2013 21:10