Nýtum kosningaréttinn Mjöll Matthíasdóttir skrifar 29. apríl 2022 14:01 Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn. Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Markmiðið með stofnun KÍ fyrir 22 árum var „að sterkari værum við saman“. Það á jafn vel við nú. Kjör og starfsaðstæður kennara eiga að vera sambærileg kjörum sérfræðinga á almennum markaði. Ekki verður lengur undan vikist að hefja þá leiðréttingu launa sem lofað var þegar breytt skipan lífeyrismála tók gildi 2017. Jöfnun launa milli markaða átti að ná á 6-10 árum! Nú þurfa þær lausnir að líta dagsljós. Kennarar allra skólastiga þurfa saman að sækja þessa leiðréttingu. Traust verður að ríkja í samstarfi aðildarfélaga KÍ. Ég gef kost á mér í formannskjöri FG. Ákvörðun um það var tekin að vel athuguðu máli. Hvatning og ósk kennara um að hafa val í kjörinu skipti miklu.Ég þekki vel til uppbyggingar félagasamtaka okkar kennara. Hef setið í stjórn og samninganefnd FG og er formaður svæðafélags. Þau sem farið hafa fyrir félaginu síðustu ár boðuðu breytingar þegar þau voru kjörin. Hvernig til hefur tekist verður hver að dæma fyrir sig. Mér hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til félagsmanna og samráð. Á vettvangi félagsins finnst mér lítið rúm fyrir ólíkar skoðanir eða rökræður. Þessu þarf að breyta. Forysta FG þarf að afla sér traustrar þekkingar á starfsaðstæðum félagsmanna. Hver er afstaða þeirra til breytinga eða úrbóta? Hvert vilja félagsmenn stefna? Með lifandi og virku samtali innan félagsins verðum við sterkari.Ég vil sjá félagið styðja betur við trúnaðarmenn. Þeir þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Ég vil sjá félagið veita félagsmönnum skilvirka og öfluga þjónustu. Þar kemur til kasta samstarfs við önnur aðildarfélög KÍ og þeirrar þjónustu sem miðlæg skrifstofa styður við. Að vera kennari er fjölbreytt og gefandi starf. Okkur er treyst fyrir mikilvægu verkefni. Menntun þjóðar. Stöndum vörð um réttindi okkar og kjör. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Stéttarfélög Félagasamtök Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn. Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Markmiðið með stofnun KÍ fyrir 22 árum var „að sterkari værum við saman“. Það á jafn vel við nú. Kjör og starfsaðstæður kennara eiga að vera sambærileg kjörum sérfræðinga á almennum markaði. Ekki verður lengur undan vikist að hefja þá leiðréttingu launa sem lofað var þegar breytt skipan lífeyrismála tók gildi 2017. Jöfnun launa milli markaða átti að ná á 6-10 árum! Nú þurfa þær lausnir að líta dagsljós. Kennarar allra skólastiga þurfa saman að sækja þessa leiðréttingu. Traust verður að ríkja í samstarfi aðildarfélaga KÍ. Ég gef kost á mér í formannskjöri FG. Ákvörðun um það var tekin að vel athuguðu máli. Hvatning og ósk kennara um að hafa val í kjörinu skipti miklu.Ég þekki vel til uppbyggingar félagasamtaka okkar kennara. Hef setið í stjórn og samninganefnd FG og er formaður svæðafélags. Þau sem farið hafa fyrir félaginu síðustu ár boðuðu breytingar þegar þau voru kjörin. Hvernig til hefur tekist verður hver að dæma fyrir sig. Mér hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til félagsmanna og samráð. Á vettvangi félagsins finnst mér lítið rúm fyrir ólíkar skoðanir eða rökræður. Þessu þarf að breyta. Forysta FG þarf að afla sér traustrar þekkingar á starfsaðstæðum félagsmanna. Hver er afstaða þeirra til breytinga eða úrbóta? Hvert vilja félagsmenn stefna? Með lifandi og virku samtali innan félagsins verðum við sterkari.Ég vil sjá félagið styðja betur við trúnaðarmenn. Þeir þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Ég vil sjá félagið veita félagsmönnum skilvirka og öfluga þjónustu. Þar kemur til kasta samstarfs við önnur aðildarfélög KÍ og þeirrar þjónustu sem miðlæg skrifstofa styður við. Að vera kennari er fjölbreytt og gefandi starf. Okkur er treyst fyrir mikilvægu verkefni. Menntun þjóðar. Stöndum vörð um réttindi okkar og kjör. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun