„Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka?“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. apríl 2022 13:08 Bjarna virtist síður en svo skemmt yfir spurningu Björns Levís á fundi fjárlaganefndar í morgun. vísir/vilhelm Nokkur pirringur var í mörgum nefndarmönnum fjárlaganefndar á opnum fundi hennar í morgun þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum. Ráðherranum misbauð ein spurning nefndarmanns Pírata og sagði hann fara fram með áróður. Á fundinum gafst öllum nefndarmönnum færi á að spyrja ráðherrann út í þau atriði sem tengjast útboðsferlinu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í lok síðasta mánaðar. Útboðið hefur orðið ansi umdeilt og vakið hörð viðbrögð almennings. Eitt af því sem hefur vakið reiði í samfélaginu er sú staðreynd að faðir Bjarna var einn þeirra fjárfesta sem bauðst að kaupa hlut í útboðinu. Bjarni hefur sjálfur sagst ekki hafa haft hugmynd um að faðir hans væri á meðal þeirra sem keyptu í útboðinu og að hann hefði kosið að fjölskylda hans hefði ekki komið nálægt því. Á fundinum í morgun gerði Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður Pírata, þetta að efni spurningar sinnar til Bjarna: „Bjarni, heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem að á undan er gengið?“ spurði Björn Leví og vísaði svo til Vafningsmálsins, sölu Bjarna á hluti sínum í Sjóð 9 í Glitni rétt fyrir hrun og fleiri mál sem hafa þótt erfið fyrir Bjarna í tíð hans sem ráðherra. „Eftir allt þetta vesen sem að þú og flokkurinn þinn eruð búin að láta þjóðina ganga í gegn um á undanförnum áratug... Allir aðrir stjórnmálamenn, myndi maður halda, sem hafa bara snefil af virðingu fyrir siðmenntuðu samfélagi væru búnir að segja af sér út af hverju einasta máli í þessu. Heldurðu í alvöru að þú komist upp með þetta?“ spurði Björn Leví. Þessi spurning vakti litla ánægju Bjarna: „Þetta er bara áróður sem þú ert að þylja hér upp og þú flytur hann hingað inn í þessa nefnd líka,“ sagði Bjarni. Hann hefði margoft svarað fyrir þau mál sem Björn taldi upp, bæði fyrir Birni og öðrum pólitískum andstæðingum sínum en einnig kjósendum í landinu. „Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður og nú gengum við til kosninga í september síðastliðnum og það var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur annar sem fékk kosningu í þeim alþingiskosningum og það er sá sem þú ert að tala við núna,“ sagði Bjarni. Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vafningsmálið Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Á fundinum gafst öllum nefndarmönnum færi á að spyrja ráðherrann út í þau atriði sem tengjast útboðsferlinu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í lok síðasta mánaðar. Útboðið hefur orðið ansi umdeilt og vakið hörð viðbrögð almennings. Eitt af því sem hefur vakið reiði í samfélaginu er sú staðreynd að faðir Bjarna var einn þeirra fjárfesta sem bauðst að kaupa hlut í útboðinu. Bjarni hefur sjálfur sagst ekki hafa haft hugmynd um að faðir hans væri á meðal þeirra sem keyptu í útboðinu og að hann hefði kosið að fjölskylda hans hefði ekki komið nálægt því. Á fundinum í morgun gerði Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður Pírata, þetta að efni spurningar sinnar til Bjarna: „Bjarni, heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem að á undan er gengið?“ spurði Björn Leví og vísaði svo til Vafningsmálsins, sölu Bjarna á hluti sínum í Sjóð 9 í Glitni rétt fyrir hrun og fleiri mál sem hafa þótt erfið fyrir Bjarna í tíð hans sem ráðherra. „Eftir allt þetta vesen sem að þú og flokkurinn þinn eruð búin að láta þjóðina ganga í gegn um á undanförnum áratug... Allir aðrir stjórnmálamenn, myndi maður halda, sem hafa bara snefil af virðingu fyrir siðmenntuðu samfélagi væru búnir að segja af sér út af hverju einasta máli í þessu. Heldurðu í alvöru að þú komist upp með þetta?“ spurði Björn Leví. Þessi spurning vakti litla ánægju Bjarna: „Þetta er bara áróður sem þú ert að þylja hér upp og þú flytur hann hingað inn í þessa nefnd líka,“ sagði Bjarni. Hann hefði margoft svarað fyrir þau mál sem Björn taldi upp, bæði fyrir Birni og öðrum pólitískum andstæðingum sínum en einnig kjósendum í landinu. „Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður og nú gengum við til kosninga í september síðastliðnum og það var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur annar sem fékk kosningu í þeim alþingiskosningum og það er sá sem þú ert að tala við núna,“ sagði Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vafningsmálið Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53
Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent