Oddvitaáskorunin: Tekin fyrir að fara yfir á grænu ljósi Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2022 09:01 Hópur frambjóðenda af B-listanum í Dalvíkurbyggð. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, leiðir lista Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Katrín hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988 en er uppalin á Glitstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd. Þau eiga 3 börn sem öll eru búsett á Dalvík, Írisi f.1987, Snorra Eldjárn f.1991 og Svein Margeir f.2001. Barnabörnin eru fimm. Hún var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista Framsóknarmanna. Katrín vann lengst af hjá Sölku-Fiskmiðlun hf. útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum frá 1994 og sem framkvæmdastjóri frá árinu 2004-2018. Síðustu fjögur árin hefur hún gegnt stöðu sveitarstjóra hjá Dalvíkurbyggð. Helstu áhugamálin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum, handavinna og íþróttir, þá helst fótbolti og blak. Katrín er með einlægan áhuga á sveitarstjórnarmálum og vill hag Dalvíkurbyggðar sem mestan. Þetta eru nokkur mál sem verða í forgangi ef B-listinn fær góða kosningu þann 14. maí nk. Áframhaldandi ráðdeild og hagsýni í rekstri. Mótun stefnu um þjónustustig. Unnin í samráði við íbúa sveitarfélagsins. Velferðartækni sé í auknum mæli notuð í félagsþjónustu. Eftirfylgni nýsamþykktrar menntastefnu Dalvíkurbyggðar í samstarfi við RHA. Menningarstígar til samtengingar heilsueflingar og menningarsögu sveitarfélagsins. Ljúka deiliskipulagsvinnu kringum Dalbæ, tryggja þannig nýjar lóðir fyrir minni eignir. Deiliskipuleggja ný íbúðahverfi og tryggja fjölbreyttar lóðir til nýbygginga. Skapa aðstöðu fyrir fjarvinnslu, virkjun hugvits og nýsköpun . Gerðar verði reglur um styrki vegna varmadæluvæðingar á köldum svæðum. Ljúka athugunum á kostum smávirkjunar á Brimnesdal og er stefnan sett á að reisa virkjun sem tryggir sjálfbærni sveitarfélagsins í raforku. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Arnarholtsvöllur á góðum sumardegi og við Norðurá, við Glanna og Paradísarlaut. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég myndi vilja uppræta illgresi og ágengar plöntur eins og lúpínu og kerfil á svæðum þar sem slíkt veður yfir náttúruleg landssvæði. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mér finnst gaman að búa til texta við lög, búin að gera nokkra fyrir blakfélagið Rima. Svo er það þetta hefðbundnar, handavinna, útsaumur og prjón. Líka hvers konar hugarleikfimi, krossgátur, púsluspil o.fl. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Tekin fyrir að fara yfir á grænu ljósi. Lögreglan var í bið á rauðu ljósi á gagnstæðri götu, tók U-beygju á eftir mér með bláu ljósin á og uppástóð að ég hefði farið yfir á rauðu. Ég var vægast sagt önug þegar lögreglan gaf sig ekki og heimtaði nöfn lögreglumannanna því ég hefði farið yfir á grænu. Sem reyndist svo rétt því ljósin voru tímastillt með grænt lengur í þá átt sem ég ók. Þannig að allt fór vel að lokum. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku og ananas (fyrirgefðu Guðni). Hvaða lag peppar þig mest? Rimalögin á blakmótum. Öll íslensk hress lög sem hægt er að syngja með og dansa við. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Örugglega 30 eða fleiri, þ.e. upp við vegg. Á Fiskidaginn mikla með eiginmanninum, Hauki Snorrasyni. Göngutúr eða skokk? Góð ganga er gulli betri. Uppáhalds brandari? Get hlegið að öllu sem kemur frá Venna Páer, tek dæmi: Ég er búinn að mæla mig þrisvar sinnum í dag. Í morgun var ég með 36,7 í hádeginu 37,2 og núna rétt áðan 33,1 en ég held að ég hafi mismælt mig í seinasta skiptið. Hvað er þitt draumafríi? Fjölskylduferðir á hálendið og ferðir um víðerni Íslands. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Eiginlega bara bæði betra. Með Rimum á blakmóti á Neskaupsstað 2015. Uppáhalds tónlistarmaður? Heimatríóið - Friðrik Ómar, Eyþór Ingi, Matti Matt. Og svo auðvitað börnin mín og barnabörn. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Flest skrítið sem ég man eftir tengist ferðum mínum til Nígeríu sem eru líklega um 30 talsins á ævinni. Margt óraunverulegt þegar ég hugsa til baka, oft mjög skrítnar og krefjandi aðstæður. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sólveig Arnardóttir. Hefur þú verið í verbúð? Nei, er sveitastelpa og fór aldrei á verbúð. Síðla vetrar við Laxfoss í Norðurá með dótturinni, Írisi Hauksdóttur. Áhrifamesta kvikmyndin? Góðar teiknimyndir eins og Lion King og Frozen. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ekki þessara í sjónvarpinu en mínir eigin nágrannar eru söknuðar virði. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Í Borgarbyggð í mína heimasveit. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Klárlega Traustur vinur með Upplyftingu. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Dalvíkurbyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Fengu gistingu í anddyrinu á lögreglustöðinni við Hlemm Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 29. apríl 2022 09:00 Oddvitaáskorunin: Heimsótti Bubba og þóttist taka viðtal við hann Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. apríl 2022 15:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, leiðir lista Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Katrín hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988 en er uppalin á Glitstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd. Þau eiga 3 börn sem öll eru búsett á Dalvík, Írisi f.1987, Snorra Eldjárn f.1991 og Svein Margeir f.2001. Barnabörnin eru fimm. Hún var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista Framsóknarmanna. Katrín vann lengst af hjá Sölku-Fiskmiðlun hf. útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum frá 1994 og sem framkvæmdastjóri frá árinu 2004-2018. Síðustu fjögur árin hefur hún gegnt stöðu sveitarstjóra hjá Dalvíkurbyggð. Helstu áhugamálin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum, handavinna og íþróttir, þá helst fótbolti og blak. Katrín er með einlægan áhuga á sveitarstjórnarmálum og vill hag Dalvíkurbyggðar sem mestan. Þetta eru nokkur mál sem verða í forgangi ef B-listinn fær góða kosningu þann 14. maí nk. Áframhaldandi ráðdeild og hagsýni í rekstri. Mótun stefnu um þjónustustig. Unnin í samráði við íbúa sveitarfélagsins. Velferðartækni sé í auknum mæli notuð í félagsþjónustu. Eftirfylgni nýsamþykktrar menntastefnu Dalvíkurbyggðar í samstarfi við RHA. Menningarstígar til samtengingar heilsueflingar og menningarsögu sveitarfélagsins. Ljúka deiliskipulagsvinnu kringum Dalbæ, tryggja þannig nýjar lóðir fyrir minni eignir. Deiliskipuleggja ný íbúðahverfi og tryggja fjölbreyttar lóðir til nýbygginga. Skapa aðstöðu fyrir fjarvinnslu, virkjun hugvits og nýsköpun . Gerðar verði reglur um styrki vegna varmadæluvæðingar á köldum svæðum. Ljúka athugunum á kostum smávirkjunar á Brimnesdal og er stefnan sett á að reisa virkjun sem tryggir sjálfbærni sveitarfélagsins í raforku. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Arnarholtsvöllur á góðum sumardegi og við Norðurá, við Glanna og Paradísarlaut. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég myndi vilja uppræta illgresi og ágengar plöntur eins og lúpínu og kerfil á svæðum þar sem slíkt veður yfir náttúruleg landssvæði. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mér finnst gaman að búa til texta við lög, búin að gera nokkra fyrir blakfélagið Rima. Svo er það þetta hefðbundnar, handavinna, útsaumur og prjón. Líka hvers konar hugarleikfimi, krossgátur, púsluspil o.fl. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Tekin fyrir að fara yfir á grænu ljósi. Lögreglan var í bið á rauðu ljósi á gagnstæðri götu, tók U-beygju á eftir mér með bláu ljósin á og uppástóð að ég hefði farið yfir á rauðu. Ég var vægast sagt önug þegar lögreglan gaf sig ekki og heimtaði nöfn lögreglumannanna því ég hefði farið yfir á grænu. Sem reyndist svo rétt því ljósin voru tímastillt með grænt lengur í þá átt sem ég ók. Þannig að allt fór vel að lokum. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku og ananas (fyrirgefðu Guðni). Hvaða lag peppar þig mest? Rimalögin á blakmótum. Öll íslensk hress lög sem hægt er að syngja með og dansa við. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Örugglega 30 eða fleiri, þ.e. upp við vegg. Á Fiskidaginn mikla með eiginmanninum, Hauki Snorrasyni. Göngutúr eða skokk? Góð ganga er gulli betri. Uppáhalds brandari? Get hlegið að öllu sem kemur frá Venna Páer, tek dæmi: Ég er búinn að mæla mig þrisvar sinnum í dag. Í morgun var ég með 36,7 í hádeginu 37,2 og núna rétt áðan 33,1 en ég held að ég hafi mismælt mig í seinasta skiptið. Hvað er þitt draumafríi? Fjölskylduferðir á hálendið og ferðir um víðerni Íslands. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Eiginlega bara bæði betra. Með Rimum á blakmóti á Neskaupsstað 2015. Uppáhalds tónlistarmaður? Heimatríóið - Friðrik Ómar, Eyþór Ingi, Matti Matt. Og svo auðvitað börnin mín og barnabörn. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Flest skrítið sem ég man eftir tengist ferðum mínum til Nígeríu sem eru líklega um 30 talsins á ævinni. Margt óraunverulegt þegar ég hugsa til baka, oft mjög skrítnar og krefjandi aðstæður. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sólveig Arnardóttir. Hefur þú verið í verbúð? Nei, er sveitastelpa og fór aldrei á verbúð. Síðla vetrar við Laxfoss í Norðurá með dótturinni, Írisi Hauksdóttur. Áhrifamesta kvikmyndin? Góðar teiknimyndir eins og Lion King og Frozen. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ekki þessara í sjónvarpinu en mínir eigin nágrannar eru söknuðar virði. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Í Borgarbyggð í mína heimasveit. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Klárlega Traustur vinur með Upplyftingu. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Dalvíkurbyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Fengu gistingu í anddyrinu á lögreglustöðinni við Hlemm Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 29. apríl 2022 09:00 Oddvitaáskorunin: Heimsótti Bubba og þóttist taka viðtal við hann Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. apríl 2022 15:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Fengu gistingu í anddyrinu á lögreglustöðinni við Hlemm Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 29. apríl 2022 09:00
Oddvitaáskorunin: Heimsótti Bubba og þóttist taka viðtal við hann Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 28. apríl 2022 15:01