Domino‘s kostar æfingagjöld barna hjá Leikni Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2022 20:33 Markmiðið er að fjölga iðkendum Leiknis um að lágmarki 50% á samningstímanum. Vísir/Hulda Margrét Domino’s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar. Markmið verkefnisins er að fjölga iðkendum um að lágmarki 50% á samningstímanum og lækka þannig hlutfall barna sem eru óvirk í frístundastarfi í hverfinu, en nýting frístundakortsins er lægst í Efra-Breiðholti af öllum hverfum Reykjavíkur. „Domino’s hefur í rúm 20 ár rekið höfuðstöðvar sínar, þar með talið skrifstofur, þjónustuver og framleiðslu, auk útsölustaðar við Lóuhóla 2-6 í Efra Breiðholti. Í gegnum árin höfum við bundist hverfinu sterkum böndum og notið þess að fá öflugt starfsfólk úr hverfinu og gerum enn,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s á Íslandi. Hann segir að þeim hafi verið kunnugt um þær áskoranir sem eru fyrir hendi í hverfinu hvað varðar þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. „Við erum stolt af þessum samningi en með honum vonumst við til þess að styrkja nærumhverfi okkar með beinum hætti og stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi enda hefur slíkt óumdeild jákvæð áhrif á velferð þeirra,“ segir Magnús enn fremur. Gjaldfrjálst að æfa fyrir 6-16 ára út árið 2023 Átaksverkefnið nær út árið 2023 og nær til barna á aldrinum 6-16 ára sem búsett eru í hverfinu. Sérstök áhersla verður á að miðla upplýsingum um verkefnið á fjölbreyttum tungumálum með það að markmiði að ná til sem flestra fjölskyldna í Efra-Breiðholti. Oscar Clausen, formaður Leiknis, segir framtak Domino’s styrkja nærumhverfi þeirra. „Forganga Domino’s í þessu máli er einsdæmi og öðrum til eftirbreytni. Fyrst og fremst kemur þetta börnum og unglingum í hverfinu til góða og vonumst við til þess að sjá þau hópast á æfingar hjá Leikni.“ Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Reykjavík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Markmið verkefnisins er að fjölga iðkendum um að lágmarki 50% á samningstímanum og lækka þannig hlutfall barna sem eru óvirk í frístundastarfi í hverfinu, en nýting frístundakortsins er lægst í Efra-Breiðholti af öllum hverfum Reykjavíkur. „Domino’s hefur í rúm 20 ár rekið höfuðstöðvar sínar, þar með talið skrifstofur, þjónustuver og framleiðslu, auk útsölustaðar við Lóuhóla 2-6 í Efra Breiðholti. Í gegnum árin höfum við bundist hverfinu sterkum böndum og notið þess að fá öflugt starfsfólk úr hverfinu og gerum enn,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s á Íslandi. Hann segir að þeim hafi verið kunnugt um þær áskoranir sem eru fyrir hendi í hverfinu hvað varðar þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. „Við erum stolt af þessum samningi en með honum vonumst við til þess að styrkja nærumhverfi okkar með beinum hætti og stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi enda hefur slíkt óumdeild jákvæð áhrif á velferð þeirra,“ segir Magnús enn fremur. Gjaldfrjálst að æfa fyrir 6-16 ára út árið 2023 Átaksverkefnið nær út árið 2023 og nær til barna á aldrinum 6-16 ára sem búsett eru í hverfinu. Sérstök áhersla verður á að miðla upplýsingum um verkefnið á fjölbreyttum tungumálum með það að markmiði að ná til sem flestra fjölskyldna í Efra-Breiðholti. Oscar Clausen, formaður Leiknis, segir framtak Domino’s styrkja nærumhverfi þeirra. „Forganga Domino’s í þessu máli er einsdæmi og öðrum til eftirbreytni. Fyrst og fremst kemur þetta börnum og unglingum í hverfinu til góða og vonumst við til þess að sjá þau hópast á æfingar hjá Leikni.“
Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Reykjavík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira