Lífið

„Af hverju þarft þú að tala svona mikið?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð spaugilegt atriði í þættinum um samskipti kynjanna. 
Nokkuð spaugilegt atriði í þættinum um samskipti kynjanna. 

Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir.

Sólborg sá um Instagram reikninginn Fávitar á árunum 2016-2020, sem var átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi og má segja að þættirnir hafi orðið til í kjölfarið.

Um er að ræða kynfræðsluþætti fyrir fólk á öllum aldri. Þættirnir eru framleiddir af Ketchup Creative.

Í fjórða þættinum er fjallað um samskipti í kynlífi og hvernig þau geta verið mismunandi. Eins og vanalega eru sketsar í hverjum þætti til að varpa ljósi á umfjöllunarefnið.

Einn slíkur var í fjórða þættinum þar sem karlmaður talar um mjög óvenjulega hluti í miðjum klíðum.

Klippa: Af hverju þarft þú að tala svona mikið?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×