Opið bréf til stjórnar VM Guðmundur Ragnarsson skrifar 28. apríl 2022 12:01 Um þessar mundir er mikil og hávær umræða í samfélaginu vegna sölu ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka. Þar eru notuð sterk lýsingarorð um siðleysi, blekkingar og lögbrot. Almenningur upplifir sömu hlutina aftur og aftur, ástandið er farið að minna á dagana fyrir hrun. Stjórnmálamenn hafa ítrekað lofað og jafnvel staðhæft að búið sé að taka á hlutunum og koma í veg fyrir þá spillingu sem áður viðgekkst. Erindi mitt við stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna er einfalt, ég er að upplifa sömu spillinguna í mínu stéttarfélagi eins og lýst er hér að framan. Alla tíð síðan ég fór að hafa afskipti af verkalýðsmálum og fór að sinna trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið mitt, fyrst Vélstjórafélag Íslands og síðan VM, hefur það verið staðföst trú mín að stéttarfélögin ættu að vera til fyrirmyndar til að sýna stjórnvöldum og öðrum aðilum samfélagsins aðhald, þegar almenningi er ofboðið. Til þess að svo geti orðið verða stéttarfélögin að sýna gott fordæmi, vinna af heiðarleika og segja satt og rétt frá til að ávinna sér það traust sem þarf til að hafa rétt á að gagnrýna aðra. Sem betur fer er það raunin í flestum tilfellum. Hins vegar hafa orðið mjög neikvæðar breytingar síðustu ár hjá VM og það hefur verið gert með því að blekkja stjórnarmenn og félagsmenn. Óheiðarleg vinnubrögð eru að ná fótfestu í mínu stéttarfélagi og ný stjórn verður að henda út þeim sem eru búnir að koma þessum breyttu vinnubrögðum á. Öll siðferðisgildi brotin Það var sorglegt í þátttöku minni í nýafstöðnu formannskjöri hjá VM, að þurfta að horfa upp á öll siðferðisgildi vera brotin hjá stéttarfélaginu mínu. Núverandi formaður fór fram í skjóli síðustu stjórnar félagsins með ósannindi í fjölmiðlum og sagði ítrekað að allt það sem var gagnrýnt væri lygi, þar á meðal ítrekuð lögbrot og blekkingar. Núverandi formaður ásamt stjórn lagði sig fram við að svara ekki spurningum og birti ekki þau gögn sem óskað var eftir eftir að yrðu birt. Varamenn í stjórn fengu jafnvel ekki svör. Það kom aldrei fram hvað af því sem sett var fram væri lygi og geri ég þá kröfu að núverandi stjórn upplýsi um það. Til viðbótar fékk formaður VM formenn annarra stéttarfélaga til að fara fram með ósannindi í blaðagrein til að styðja sig. Það var ótrúlegt að verða vitni að öllum þeim blekkingum og siðleysi sem beitt var í þessum kosningum til að núverandi formaður fengi haldið sæti sínu. Lög félagsins hafa ítrekað verið brotin og meðferð fjármuna félagsins ekki samkvæmt lögum, fyrirspurnum stjórnarmanna ekki svarað og að mínu viti verður siðferðið í einu stéttarfélagi ekki verra. Formaður VM verður að standa skil á gjörðum sínum. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að ný stjórn VM láti gera lögfræðiúttekt þeim ásökunum sem settar hafa verið fram um lögbrot í þremur tilfellum, ekki fengu stjórnarmenn þær þó kallað væri eftir þeim. Varðandi lagalega stöðu um 2F ríkir enn mikil óvissa og engin framtíðarsýn hefur verið lögð fram um framtíð VM. Af hverju formaður félagsins þurfti að beita öllum þessum blekkingum á fyrrverandi stjórn og félagsmenn er mörgum óskiljanlegt. Af hverju þurfti að blekkja og brjóta lög félagsins ítrekað, það er lágmarkskrafa að stjórnin svari því. Voru hagsmunir formannsins teknir fram yfir hagsmuni félagsmanna og framtíð VM? Viljum við vera á þessum stað? Þegar stéttarfélögin eru komin á þennan stað þá erum við orðin illa stödd sem samfélag.Siðferði samfélagsins okkar verður varla verra, þegar félagsmennirnir eru hættir að gera þá grundvallarkröfu að stéttarfélagið þeirra fari eftir sínum eigin lögum. Eða kannski er öllum sama?Hvernig ætlar mitt stéttarfélag að koma á framfæri gagnrýni eftir það sem er búið að eiga sér stað hjá VM? Í mínum huga er svo komið að stjórn VM og formaður í nafni félagsins eru algerlega óhæf til að gagnrýna eitt eða neitt í samfélaginu. Það hefur verið mín skoðun lengi að óheiðarleikinn og mannvonskan sem hefur verið að grafa um sig í verkalýðshreyfingunni með nýrri forystu sem hefur enga framtíðarsýn eða lausnir mun á endanum skaða hagsmuni launafólks. Ég kvíði því að ég hafi rétt fyrir mér. Við erum með stéttarfélög í dag þar sem siðleysið er svo mikið að menn veigra sér ekki við að fara frjálsri hendi inn í sjúkrasjóði félaganna, ná þar í fjármuni til að reka félögin, til að geta lækkað félagsgjöld í samkeppni við önnur stéttarfélög. Svona félög eru að verða aðal samstarfsfélög VM. Enda á máltækið vel við þarna um að líkir sækja líka heim. Það sorglega er að allir þeir fjármunir sem teknir eru út úr sjúkrasjóðnum í önnur verkefni en þau sem sjóðurinn á að sinna, bitnar á félagsmönnum viðkomandi félags sem mest þurfa á aðstoð að halda út af veikindum og slysum, með lægri dagpeningum og styrkjum fyrir hinn almenna félagsmann. Þegar óheiðarleikinn og siðleysið tekur völdin Að mitt stéttarfélag skuli vera komið á þetta plan er sorglegt. Það er aðeins ein leið til að snúa þessari þróun við hjá VM en hún er að núverandi formaður segi af sér vegna framferði síns og kosið verði aftur til formanns til að byggja upp traust á félagið. Að öðrum kosti mun VM skrapa botninn með öðrum siðspilltum stéttarfélögum á Íslandi sem fáir bera virðingu fyrir sem til þekkja. Það er sorgleg staða fyrir okkur félagsmenn VM að þurfa að horfa upp á þetta. Það verður ekki hægt að stoppa þetta nema halda áfram að benda á og ýta á stjórn félagsins að taka á þessum málum.Hver þörfin var að fara fram hjá lögum félagsins er mér óskiljanlegt og hvað margir félagsmenn voru tilbúnir að styðja svona lögbrot, blekkingar og siðleysi. Vill ítreka skoðun mína að í lýðræðislegu og opnu stéttarfélagi eru hlutirnir ræddir og erindum svarað. Komi þær frá stjórnarmönnum ber formanni að svara annað er lögbrot. Að lokum krefst ég að stjórn VM hreinsi mig af þeim ásökunum sem fyrrverandi stjórn og núverandi formaður félagsins báru upp á mig að ég hafi farið með ósannindi fram í fjölmiðlum eða annarri framsetningu minni í framboði mínu til formanns VM. Kveðja, Guðmundur Ragnarssonfélagsmaður í VM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Stéttarfélög Félagasamtök Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er mikil og hávær umræða í samfélaginu vegna sölu ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka. Þar eru notuð sterk lýsingarorð um siðleysi, blekkingar og lögbrot. Almenningur upplifir sömu hlutina aftur og aftur, ástandið er farið að minna á dagana fyrir hrun. Stjórnmálamenn hafa ítrekað lofað og jafnvel staðhæft að búið sé að taka á hlutunum og koma í veg fyrir þá spillingu sem áður viðgekkst. Erindi mitt við stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna er einfalt, ég er að upplifa sömu spillinguna í mínu stéttarfélagi eins og lýst er hér að framan. Alla tíð síðan ég fór að hafa afskipti af verkalýðsmálum og fór að sinna trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið mitt, fyrst Vélstjórafélag Íslands og síðan VM, hefur það verið staðföst trú mín að stéttarfélögin ættu að vera til fyrirmyndar til að sýna stjórnvöldum og öðrum aðilum samfélagsins aðhald, þegar almenningi er ofboðið. Til þess að svo geti orðið verða stéttarfélögin að sýna gott fordæmi, vinna af heiðarleika og segja satt og rétt frá til að ávinna sér það traust sem þarf til að hafa rétt á að gagnrýna aðra. Sem betur fer er það raunin í flestum tilfellum. Hins vegar hafa orðið mjög neikvæðar breytingar síðustu ár hjá VM og það hefur verið gert með því að blekkja stjórnarmenn og félagsmenn. Óheiðarleg vinnubrögð eru að ná fótfestu í mínu stéttarfélagi og ný stjórn verður að henda út þeim sem eru búnir að koma þessum breyttu vinnubrögðum á. Öll siðferðisgildi brotin Það var sorglegt í þátttöku minni í nýafstöðnu formannskjöri hjá VM, að þurfta að horfa upp á öll siðferðisgildi vera brotin hjá stéttarfélaginu mínu. Núverandi formaður fór fram í skjóli síðustu stjórnar félagsins með ósannindi í fjölmiðlum og sagði ítrekað að allt það sem var gagnrýnt væri lygi, þar á meðal ítrekuð lögbrot og blekkingar. Núverandi formaður ásamt stjórn lagði sig fram við að svara ekki spurningum og birti ekki þau gögn sem óskað var eftir eftir að yrðu birt. Varamenn í stjórn fengu jafnvel ekki svör. Það kom aldrei fram hvað af því sem sett var fram væri lygi og geri ég þá kröfu að núverandi stjórn upplýsi um það. Til viðbótar fékk formaður VM formenn annarra stéttarfélaga til að fara fram með ósannindi í blaðagrein til að styðja sig. Það var ótrúlegt að verða vitni að öllum þeim blekkingum og siðleysi sem beitt var í þessum kosningum til að núverandi formaður fengi haldið sæti sínu. Lög félagsins hafa ítrekað verið brotin og meðferð fjármuna félagsins ekki samkvæmt lögum, fyrirspurnum stjórnarmanna ekki svarað og að mínu viti verður siðferðið í einu stéttarfélagi ekki verra. Formaður VM verður að standa skil á gjörðum sínum. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að ný stjórn VM láti gera lögfræðiúttekt þeim ásökunum sem settar hafa verið fram um lögbrot í þremur tilfellum, ekki fengu stjórnarmenn þær þó kallað væri eftir þeim. Varðandi lagalega stöðu um 2F ríkir enn mikil óvissa og engin framtíðarsýn hefur verið lögð fram um framtíð VM. Af hverju formaður félagsins þurfti að beita öllum þessum blekkingum á fyrrverandi stjórn og félagsmenn er mörgum óskiljanlegt. Af hverju þurfti að blekkja og brjóta lög félagsins ítrekað, það er lágmarkskrafa að stjórnin svari því. Voru hagsmunir formannsins teknir fram yfir hagsmuni félagsmanna og framtíð VM? Viljum við vera á þessum stað? Þegar stéttarfélögin eru komin á þennan stað þá erum við orðin illa stödd sem samfélag.Siðferði samfélagsins okkar verður varla verra, þegar félagsmennirnir eru hættir að gera þá grundvallarkröfu að stéttarfélagið þeirra fari eftir sínum eigin lögum. Eða kannski er öllum sama?Hvernig ætlar mitt stéttarfélag að koma á framfæri gagnrýni eftir það sem er búið að eiga sér stað hjá VM? Í mínum huga er svo komið að stjórn VM og formaður í nafni félagsins eru algerlega óhæf til að gagnrýna eitt eða neitt í samfélaginu. Það hefur verið mín skoðun lengi að óheiðarleikinn og mannvonskan sem hefur verið að grafa um sig í verkalýðshreyfingunni með nýrri forystu sem hefur enga framtíðarsýn eða lausnir mun á endanum skaða hagsmuni launafólks. Ég kvíði því að ég hafi rétt fyrir mér. Við erum með stéttarfélög í dag þar sem siðleysið er svo mikið að menn veigra sér ekki við að fara frjálsri hendi inn í sjúkrasjóði félaganna, ná þar í fjármuni til að reka félögin, til að geta lækkað félagsgjöld í samkeppni við önnur stéttarfélög. Svona félög eru að verða aðal samstarfsfélög VM. Enda á máltækið vel við þarna um að líkir sækja líka heim. Það sorglega er að allir þeir fjármunir sem teknir eru út úr sjúkrasjóðnum í önnur verkefni en þau sem sjóðurinn á að sinna, bitnar á félagsmönnum viðkomandi félags sem mest þurfa á aðstoð að halda út af veikindum og slysum, með lægri dagpeningum og styrkjum fyrir hinn almenna félagsmann. Þegar óheiðarleikinn og siðleysið tekur völdin Að mitt stéttarfélag skuli vera komið á þetta plan er sorglegt. Það er aðeins ein leið til að snúa þessari þróun við hjá VM en hún er að núverandi formaður segi af sér vegna framferði síns og kosið verði aftur til formanns til að byggja upp traust á félagið. Að öðrum kosti mun VM skrapa botninn með öðrum siðspilltum stéttarfélögum á Íslandi sem fáir bera virðingu fyrir sem til þekkja. Það er sorgleg staða fyrir okkur félagsmenn VM að þurfa að horfa upp á þetta. Það verður ekki hægt að stoppa þetta nema halda áfram að benda á og ýta á stjórn félagsins að taka á þessum málum.Hver þörfin var að fara fram hjá lögum félagsins er mér óskiljanlegt og hvað margir félagsmenn voru tilbúnir að styðja svona lögbrot, blekkingar og siðleysi. Vill ítreka skoðun mína að í lýðræðislegu og opnu stéttarfélagi eru hlutirnir ræddir og erindum svarað. Komi þær frá stjórnarmönnum ber formanni að svara annað er lögbrot. Að lokum krefst ég að stjórn VM hreinsi mig af þeim ásökunum sem fyrrverandi stjórn og núverandi formaður félagsins báru upp á mig að ég hafi farið með ósannindi fram í fjölmiðlum eða annarri framsetningu minni í framboði mínu til formanns VM. Kveðja, Guðmundur Ragnarssonfélagsmaður í VM
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar