Að lágmarki fjórir Íslendingar á vellinum hverju sinni í körfuboltanum næsta vetur Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 11:35 Nýjar reglur setja skorður á fjölda erlendra leikmanna í Subway-deildunum frá og með næstu leiktíð. vísir/bára Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur, í samræmi við óskir félaganna í Subway-deildunum, samþykkt nýjar reglur um hlutgengi erlendra leikmanna. Reglurnar taka gildi fyrir næstu leiktíð. Karfan.is greindi frá þessu og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Nýju regluna mætti kalla 3+2 reglu en samkvæmt henni skulu að minnsta kosti tveir íslenskir leikmenn vera inni á vellinum í hvoru liði, hverju sinni. Einn leikmaður frá landi utan ESB má vera inni á vellinum hverju sinni en allt að þrír leikmenn frá löndum innan ESB. Þó geta eins og fyrr segir ekki verið fleiri en þrír erlendir leikmenn inni á vellinum, í hvoru liði, hverju sinni. Þá mun áfram gilda sú regla að leikmenn sem búið hafa á landinu í þrjú ár geta áfram talist sem íslenskir leikmenn. Sömu reglur munu gilda í bikarkeppni KKÍ. Stjórn KKÍ samþykkti nýju reglurnar á fundi sínum í gær og eru þær í samræmi við ósk mikils meirihluta félaganna í Subway-deildunum. Stjórnin hafði skipað þriggja manna vinnunefnd í febrúar til að fara yfir þessi mál og 23. mars fékk sú nefnd í hendurnar tillögu frá ellefu af fjórtán liðum sem eiga fulltrúa í Subway-deildunum í vetur. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem verið hafði á Íslandi, þar sem liðum var aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Hannes segir hins vegar ekkert að óttast varðandi það hvort að eins fari varðandi nýju reglurnar: „Ég óttast það á engan hátt. Þetta eru reglur sem eru sambærilegar reglum á hinum Norðurlöndunum. Þau eru öll með svona reglur og það getur ekki verið að það sé ólöglegt á Íslandi. Við höfum haft þetta mjög opið síðustu árin en flest lönd í Evrópu hafa sett sér strangar reglur,“ sagði Hannes. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Sjá meira
Karfan.is greindi frá þessu og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Nýju regluna mætti kalla 3+2 reglu en samkvæmt henni skulu að minnsta kosti tveir íslenskir leikmenn vera inni á vellinum í hvoru liði, hverju sinni. Einn leikmaður frá landi utan ESB má vera inni á vellinum hverju sinni en allt að þrír leikmenn frá löndum innan ESB. Þó geta eins og fyrr segir ekki verið fleiri en þrír erlendir leikmenn inni á vellinum, í hvoru liði, hverju sinni. Þá mun áfram gilda sú regla að leikmenn sem búið hafa á landinu í þrjú ár geta áfram talist sem íslenskir leikmenn. Sömu reglur munu gilda í bikarkeppni KKÍ. Stjórn KKÍ samþykkti nýju reglurnar á fundi sínum í gær og eru þær í samræmi við ósk mikils meirihluta félaganna í Subway-deildunum. Stjórnin hafði skipað þriggja manna vinnunefnd í febrúar til að fara yfir þessi mál og 23. mars fékk sú nefnd í hendurnar tillögu frá ellefu af fjórtán liðum sem eiga fulltrúa í Subway-deildunum í vetur. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem verið hafði á Íslandi, þar sem liðum var aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Hannes segir hins vegar ekkert að óttast varðandi það hvort að eins fari varðandi nýju reglurnar: „Ég óttast það á engan hátt. Þetta eru reglur sem eru sambærilegar reglum á hinum Norðurlöndunum. Þau eru öll með svona reglur og það getur ekki verið að það sé ólöglegt á Íslandi. Við höfum haft þetta mjög opið síðustu árin en flest lönd í Evrópu hafa sett sér strangar reglur,“ sagði Hannes. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Sjá meira