Að lágmarki fjórir Íslendingar á vellinum hverju sinni í körfuboltanum næsta vetur Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 11:35 Nýjar reglur setja skorður á fjölda erlendra leikmanna í Subway-deildunum frá og með næstu leiktíð. vísir/bára Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur, í samræmi við óskir félaganna í Subway-deildunum, samþykkt nýjar reglur um hlutgengi erlendra leikmanna. Reglurnar taka gildi fyrir næstu leiktíð. Karfan.is greindi frá þessu og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Nýju regluna mætti kalla 3+2 reglu en samkvæmt henni skulu að minnsta kosti tveir íslenskir leikmenn vera inni á vellinum í hvoru liði, hverju sinni. Einn leikmaður frá landi utan ESB má vera inni á vellinum hverju sinni en allt að þrír leikmenn frá löndum innan ESB. Þó geta eins og fyrr segir ekki verið fleiri en þrír erlendir leikmenn inni á vellinum, í hvoru liði, hverju sinni. Þá mun áfram gilda sú regla að leikmenn sem búið hafa á landinu í þrjú ár geta áfram talist sem íslenskir leikmenn. Sömu reglur munu gilda í bikarkeppni KKÍ. Stjórn KKÍ samþykkti nýju reglurnar á fundi sínum í gær og eru þær í samræmi við ósk mikils meirihluta félaganna í Subway-deildunum. Stjórnin hafði skipað þriggja manna vinnunefnd í febrúar til að fara yfir þessi mál og 23. mars fékk sú nefnd í hendurnar tillögu frá ellefu af fjórtán liðum sem eiga fulltrúa í Subway-deildunum í vetur. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem verið hafði á Íslandi, þar sem liðum var aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Hannes segir hins vegar ekkert að óttast varðandi það hvort að eins fari varðandi nýju reglurnar: „Ég óttast það á engan hátt. Þetta eru reglur sem eru sambærilegar reglum á hinum Norðurlöndunum. Þau eru öll með svona reglur og það getur ekki verið að það sé ólöglegt á Íslandi. Við höfum haft þetta mjög opið síðustu árin en flest lönd í Evrópu hafa sett sér strangar reglur,“ sagði Hannes. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Karfan.is greindi frá þessu og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Nýju regluna mætti kalla 3+2 reglu en samkvæmt henni skulu að minnsta kosti tveir íslenskir leikmenn vera inni á vellinum í hvoru liði, hverju sinni. Einn leikmaður frá landi utan ESB má vera inni á vellinum hverju sinni en allt að þrír leikmenn frá löndum innan ESB. Þó geta eins og fyrr segir ekki verið fleiri en þrír erlendir leikmenn inni á vellinum, í hvoru liði, hverju sinni. Þá mun áfram gilda sú regla að leikmenn sem búið hafa á landinu í þrjú ár geta áfram talist sem íslenskir leikmenn. Sömu reglur munu gilda í bikarkeppni KKÍ. Stjórn KKÍ samþykkti nýju reglurnar á fundi sínum í gær og eru þær í samræmi við ósk mikils meirihluta félaganna í Subway-deildunum. Stjórnin hafði skipað þriggja manna vinnunefnd í febrúar til að fara yfir þessi mál og 23. mars fékk sú nefnd í hendurnar tillögu frá ellefu af fjórtán liðum sem eiga fulltrúa í Subway-deildunum í vetur. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem verið hafði á Íslandi, þar sem liðum var aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Hannes segir hins vegar ekkert að óttast varðandi það hvort að eins fari varðandi nýju reglurnar: „Ég óttast það á engan hátt. Þetta eru reglur sem eru sambærilegar reglum á hinum Norðurlöndunum. Þau eru öll með svona reglur og það getur ekki verið að það sé ólöglegt á Íslandi. Við höfum haft þetta mjög opið síðustu árin en flest lönd í Evrópu hafa sett sér strangar reglur,“ sagði Hannes. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira