Hækkun íslenskra framlaga til UN Women, UNICEF og UNFPA Heimsljós 27. apríl 2022 13:25 Frá Úganda gunnisal Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women, UNICEF og UNFPA. Á fundum utanríkisráðherra með framkvæmdastjórum stofnananna í gær var greint frá því að kjarnaframlög til UN Women hækki um 12 prósent, um 15 prósent til UNICEF og um rúmlega 70 prósent til UNFPA. Ísland veitir árlega kjarnaframlög til stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women, ásamt því að veita framlög í verkefni stofnunarinnar í Palestínu og Malaví og stuðning við griðarstaði sýrlenskra kvenna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Undanfarin ár hefur kjarnaframlag Íslands til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, numið 130 milljónum króna, en verður á þessu ári 150 milljónir króna. Stærstu samstarfsverkefni Íslands og UNICEF hafa verið vatns- og hreinlætisverkefni í samstarfslöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, og þá veittu íslensk stjórnvöld 250 milljónum króna í mannúðarákall UNICEF vegna flutnings á COVID-19 bóluefnum innan þróunarríkja. Á fundi með framkvæmdastjóra Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, skrifaði ráðherra undir nýjan samning við stofnunina um stuðning um 200 þúsund Bandaríkjadali á ári til samstarfsverkefnis UNICEF og UNFPA um afnám limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna. Ísland hefur aukið kjarnaframlög sín til stofnunarinnar umtalsvert á síðustu árum, úr 31,5 milljón króna árlega á árunum 2017-2020 í 70 milljónir árið 2021. Nú hefur verið ákveðið að hækka kjarnaframlög Íslands til UNFPA í 120 milljón króna á þessu ári. Nýlega veitti Ísland fimmtíu milljón króna framlag til mannúðarverkefna UNFPA í Úkraínu og fjörtíu milljónir króna til UNFPA í Afganistan. Þá hafa UNFPA og utanríkisráðuneytið nýlega sett af stað nýtt samstarfsverkefni í Síerra Leóne sem hefur það að markmiði að útrýma fæðingarfistli í landinu á næstu árum. „Ástæða þess að við hækkum framlög okkar til þessara mikilvægu stofnana Sameinuðu þjóðanna er meðal annars til þess að bregðast við þeirri neyð sem víða blasir við, þar á meðal í Úkraínu og Afganistan. Ísland hefur lagt áherslu á að veita óeyrnamerkt kjarnaframlög til þess að tryggja fyrirsjáanleika og að stofnanirnar geti brugðist við þar sem neyðin er mest hverju sinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Palestína Malaví Úganda Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Ísland veitir árlega kjarnaframlög til stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women, ásamt því að veita framlög í verkefni stofnunarinnar í Palestínu og Malaví og stuðning við griðarstaði sýrlenskra kvenna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Undanfarin ár hefur kjarnaframlag Íslands til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, numið 130 milljónum króna, en verður á þessu ári 150 milljónir króna. Stærstu samstarfsverkefni Íslands og UNICEF hafa verið vatns- og hreinlætisverkefni í samstarfslöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, og þá veittu íslensk stjórnvöld 250 milljónum króna í mannúðarákall UNICEF vegna flutnings á COVID-19 bóluefnum innan þróunarríkja. Á fundi með framkvæmdastjóra Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, skrifaði ráðherra undir nýjan samning við stofnunina um stuðning um 200 þúsund Bandaríkjadali á ári til samstarfsverkefnis UNICEF og UNFPA um afnám limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna. Ísland hefur aukið kjarnaframlög sín til stofnunarinnar umtalsvert á síðustu árum, úr 31,5 milljón króna árlega á árunum 2017-2020 í 70 milljónir árið 2021. Nú hefur verið ákveðið að hækka kjarnaframlög Íslands til UNFPA í 120 milljón króna á þessu ári. Nýlega veitti Ísland fimmtíu milljón króna framlag til mannúðarverkefna UNFPA í Úkraínu og fjörtíu milljónir króna til UNFPA í Afganistan. Þá hafa UNFPA og utanríkisráðuneytið nýlega sett af stað nýtt samstarfsverkefni í Síerra Leóne sem hefur það að markmiði að útrýma fæðingarfistli í landinu á næstu árum. „Ástæða þess að við hækkum framlög okkar til þessara mikilvægu stofnana Sameinuðu þjóðanna er meðal annars til þess að bregðast við þeirri neyð sem víða blasir við, þar á meðal í Úkraínu og Afganistan. Ísland hefur lagt áherslu á að veita óeyrnamerkt kjarnaframlög til þess að tryggja fyrirsjáanleika og að stofnanirnar geti brugðist við þar sem neyðin er mest hverju sinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Palestína Malaví Úganda Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent