Viðreisn vill Reykjanesbrautina í stokk Karólína Helga Símonardóttir og Árni Stefán Guðjónsson skrifa 26. apríl 2022 09:01 Eitt stærsta mál Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga undanfarin ár hefur verið skýr framtíðarsýn á hvað skuli gera við Reykjanesbrautina og hvað sé hægt að gera við hana til að auka lífsgæði bæjarbúa. Umferðarþunginn á gatnamótunum við Lækjargötu annars vegar og við Kaplakrika hins vegar hefur aukist ár frá ári í takt við fjölgun erlendra ferðamanna og öllum ljóst fyrir löngu að hringtorgin tvö eru algjörlega sprungin og hreinlega hættuleg. Og svo má ekki gleyma að nefna umferðarljósin tvö á milli Setbergs og Kaplakrika sem mynda algjöran flöskuháls á álagstímum og er einu umferðarljósin frá Sprengisandi og upp á Keflavíkurflugvöll. Viðreisn hefur frá upphafi hér í Hafnarfirði talað fyrir því að Reykjanesbrautina skuli einfaldlega leggja í stokk og héldum við þessu máli vel á lofti fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Hafnarfirði fyrir fjórum árum síðan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bænum undanfarin átta ár og einnig verið kjölfesta í ríkisstjórn landsins á sama tíma, með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Maður hlýtur því að spyrja sig hvernig á því standi að ekkert hafi áunnist í málinu af hálfu meirihluta bæjarstjórnar undanfarin ár. Það er ljóst að um afar stóra framkvæmd er um að ræða sem þyrfti að skipuleggja vel til þess að halda kostnaði og raski í lágmarki fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. En ávinningur bæjarbúa og í raun allra þeirra sem keyra Reykjanesbrautina í gegnum bæinn yrði aftur á móti mjög mikill. Fyrir það fyrsta myndi skapast gríðarlega verðmætt byggingarland á besta stað í bænum. Lóðasala á því landi myndi ganga upp í kostnað framkvæmdarinnar og bæjarbúum myndi fjölga í framhaldinu, sem greiða sitt útsvar inn í sameiginlega sjóði okkar allra. Einnig myndum við í Viðreisn vilja að hluti þeirra lóða sem myndu skapast yrðu eyrnamerktar meðal annars fyrir þjónustuíbúðir eldri borgara og fatlaða. Myndi þetta allt tengja bæinn okkar betur saman, auka þjónustu og auðvelda fólki sem býr til að mynda í Setberginu að komast til og frá hverfinu sínu. Hávaða-, sjón- og síðast en ekki síst umhverfismengun af akstri á brautinni í gegnum bæinn myndi snarminnka og umferðaröryggi í gegnum bæinn yrði mun meira en það er í dag. Á svæðinu mætti gera ráð fyrir hjólastígum og vistvænu hverfi í nútímalegum stíl, þar sem stutt er í alla þjónustu. Þetta myndi að sjálfsögðu auka lífsgæði Hafnfirðinga töluvert, eitthvað sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Við í Viðreisn göngum því vongóð í brjósti inn í komandi kosningar og ætlum okkur að halda áfram að berjast fyrir málefnum Reykjanesbrautarinnar með ráðum og dáðum. Meiri lífsgæði, meira gegnsæi, meiri Viðreisn! Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta mál Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga undanfarin ár hefur verið skýr framtíðarsýn á hvað skuli gera við Reykjanesbrautina og hvað sé hægt að gera við hana til að auka lífsgæði bæjarbúa. Umferðarþunginn á gatnamótunum við Lækjargötu annars vegar og við Kaplakrika hins vegar hefur aukist ár frá ári í takt við fjölgun erlendra ferðamanna og öllum ljóst fyrir löngu að hringtorgin tvö eru algjörlega sprungin og hreinlega hættuleg. Og svo má ekki gleyma að nefna umferðarljósin tvö á milli Setbergs og Kaplakrika sem mynda algjöran flöskuháls á álagstímum og er einu umferðarljósin frá Sprengisandi og upp á Keflavíkurflugvöll. Viðreisn hefur frá upphafi hér í Hafnarfirði talað fyrir því að Reykjanesbrautina skuli einfaldlega leggja í stokk og héldum við þessu máli vel á lofti fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Hafnarfirði fyrir fjórum árum síðan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bænum undanfarin átta ár og einnig verið kjölfesta í ríkisstjórn landsins á sama tíma, með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Maður hlýtur því að spyrja sig hvernig á því standi að ekkert hafi áunnist í málinu af hálfu meirihluta bæjarstjórnar undanfarin ár. Það er ljóst að um afar stóra framkvæmd er um að ræða sem þyrfti að skipuleggja vel til þess að halda kostnaði og raski í lágmarki fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. En ávinningur bæjarbúa og í raun allra þeirra sem keyra Reykjanesbrautina í gegnum bæinn yrði aftur á móti mjög mikill. Fyrir það fyrsta myndi skapast gríðarlega verðmætt byggingarland á besta stað í bænum. Lóðasala á því landi myndi ganga upp í kostnað framkvæmdarinnar og bæjarbúum myndi fjölga í framhaldinu, sem greiða sitt útsvar inn í sameiginlega sjóði okkar allra. Einnig myndum við í Viðreisn vilja að hluti þeirra lóða sem myndu skapast yrðu eyrnamerktar meðal annars fyrir þjónustuíbúðir eldri borgara og fatlaða. Myndi þetta allt tengja bæinn okkar betur saman, auka þjónustu og auðvelda fólki sem býr til að mynda í Setberginu að komast til og frá hverfinu sínu. Hávaða-, sjón- og síðast en ekki síst umhverfismengun af akstri á brautinni í gegnum bæinn myndi snarminnka og umferðaröryggi í gegnum bæinn yrði mun meira en það er í dag. Á svæðinu mætti gera ráð fyrir hjólastígum og vistvænu hverfi í nútímalegum stíl, þar sem stutt er í alla þjónustu. Þetta myndi að sjálfsögðu auka lífsgæði Hafnfirðinga töluvert, eitthvað sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Við í Viðreisn göngum því vongóð í brjósti inn í komandi kosningar og ætlum okkur að halda áfram að berjast fyrir málefnum Reykjanesbrautarinnar með ráðum og dáðum. Meiri lífsgæði, meira gegnsæi, meiri Viðreisn! Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun