BYKO hlýtur Kuðung umhverfisráðuneytisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2022 13:05 Forstjóri BYKO vonar að viðurkenningin verði líka öðrum fyrirtækjum í byggingariðnaðargreininni hvatning til að nota vistvæn byggingarefni. Vísir/Egill Íslenska byggingavöruverslunin BYKO hlýtur Kuðunginn í ár en það er umhverfisviðurkenning umhverfis-og loftslagsmálaráðuneytisins en hún er veitt í dag, á degi umhverfisins. Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, segir í samtali við fréttastofu að verk sé að vinna innan byggingariðnaðarins því hann standi fyrir gríðarstóru kolefnisspori. Hann vonar að fleiri fyrirtæki innan greinarinnar taki upp vistvæn byggingarefni. Sigurður segir að umhverfisstefna verslunarkeðjunnar sé af tvennum toga. „Annars vegar okkar innra starf; sorpflokkunin, orkuskiptin og hvernig við högum okkur og hvernig við náum niður okkar eigin kolefnisspori og síðan er það hinn vængurinn, sem er ekki síður mikilvægur, og það er að hafa áhrif út á við; til okkar viðskiptavina, hönnuða, arkítekta og fleiri með því að bjóða vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi eins og BREEAM, merki svansins, Evrópublómið og svo framvegis.“ Síðustu ár hafi heilmikil þekking um umhverfis-og loftslagsmál skapast innan Byko. „Við höfum byggt upp heilmikla þekkingu og ráðgjöf innandyra hjá okkur. Við erum með vottaðan BREEAM sérfræðing sem kemur að borðinu með hönnuðum og verktökum. Við erum að hafa mikil áhrif út á við og inn í samfélagið þegar kemur að byggingum.“ Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, tók við viðurkenningunni.Vísir/Egill Viðurkenningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir starfsfólk BYKO. „Fyrst og fremst er hún staðfesting á að við erum á réttri leið og hún hvetur okkur enn frekar áfram. Ég vona svo sannarlega að viðurkenningin muni hafa áhrif á aðra sem koma að byggingariðnaði vegna þess að staðreyndin er sú að byggingariðnaðurinn stendur undir 40% af kolefnisspori heimsins og þar er verk að vinna. Ég segi það oft að ólíkt neysluvörunni þá hefur neytandinn ótal tækifæri til að breyta sinni hegðun en byggingar lifa í hundrað ár og það er ólíklegt að óvistvæn bygging verði vistvæn á líftíma sínum.“ Liður í því minnka kolefnisspor BYKO er að hafa þann háttinn á að flutningar á timbri verði með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Í síðustu viku kom flutningaskip í beinni siglingu frá Lettlandi til hafnar á Akureyri með timbur sem stendur til að nýta til uppbyggingar á Norðurlandi. Að sögn forsvarsmanna BYKO sparar þessi nýbreytni m.a. siglingu meðfram Suðurlandi til Reykjavíkur og akstur flutningabíla frá höfuðborginni og norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður. Nemendur útnefndir Varðliðar umhverfisins Nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins í dag. Vísir/egill Við þetta sama tækifæri voru nemendur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Nemendurnir eru í 7. Bekk og unnu verkefnið Hvað get ég gert? En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu. Byggingariðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Sjá meira
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, segir í samtali við fréttastofu að verk sé að vinna innan byggingariðnaðarins því hann standi fyrir gríðarstóru kolefnisspori. Hann vonar að fleiri fyrirtæki innan greinarinnar taki upp vistvæn byggingarefni. Sigurður segir að umhverfisstefna verslunarkeðjunnar sé af tvennum toga. „Annars vegar okkar innra starf; sorpflokkunin, orkuskiptin og hvernig við högum okkur og hvernig við náum niður okkar eigin kolefnisspori og síðan er það hinn vængurinn, sem er ekki síður mikilvægur, og það er að hafa áhrif út á við; til okkar viðskiptavina, hönnuða, arkítekta og fleiri með því að bjóða vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi eins og BREEAM, merki svansins, Evrópublómið og svo framvegis.“ Síðustu ár hafi heilmikil þekking um umhverfis-og loftslagsmál skapast innan Byko. „Við höfum byggt upp heilmikla þekkingu og ráðgjöf innandyra hjá okkur. Við erum með vottaðan BREEAM sérfræðing sem kemur að borðinu með hönnuðum og verktökum. Við erum að hafa mikil áhrif út á við og inn í samfélagið þegar kemur að byggingum.“ Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, tók við viðurkenningunni.Vísir/Egill Viðurkenningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir starfsfólk BYKO. „Fyrst og fremst er hún staðfesting á að við erum á réttri leið og hún hvetur okkur enn frekar áfram. Ég vona svo sannarlega að viðurkenningin muni hafa áhrif á aðra sem koma að byggingariðnaði vegna þess að staðreyndin er sú að byggingariðnaðurinn stendur undir 40% af kolefnisspori heimsins og þar er verk að vinna. Ég segi það oft að ólíkt neysluvörunni þá hefur neytandinn ótal tækifæri til að breyta sinni hegðun en byggingar lifa í hundrað ár og það er ólíklegt að óvistvæn bygging verði vistvæn á líftíma sínum.“ Liður í því minnka kolefnisspor BYKO er að hafa þann háttinn á að flutningar á timbri verði með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Í síðustu viku kom flutningaskip í beinni siglingu frá Lettlandi til hafnar á Akureyri með timbur sem stendur til að nýta til uppbyggingar á Norðurlandi. Að sögn forsvarsmanna BYKO sparar þessi nýbreytni m.a. siglingu meðfram Suðurlandi til Reykjavíkur og akstur flutningabíla frá höfuðborginni og norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður. Nemendur útnefndir Varðliðar umhverfisins Nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins í dag. Vísir/egill Við þetta sama tækifæri voru nemendur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Nemendurnir eru í 7. Bekk og unnu verkefnið Hvað get ég gert? En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu.
Byggingariðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Sjá meira