Hafnarfjörður getur orðið ríkasta sveitarfélag landsins Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. apríl 2022 09:31 Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. Skip verða sífellt stærri og hafnir á Íslandi eru ekki tilbúnar til þess að þjónusta djúprist risaskip. Einn hagkvæmasti kostur stórskipahafnar fyrir Suðvesturhornið er að Óttastöðum, handan Straumsvíkur. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana. Við í Viðreisn höfum horft til þeirra tækifæra sem eru að myndast með stækkun flutningaskipa og hagræðingar sem því fylgir. Í náinni framtíð mun SV hornið þurfa að fara í staðarval vegna stórskipahafnar, en hafnir landsins eru að verða of litlar til að þjónusta stærri flutningaskip. Einn vænlegasti kosturinn eru Óttastaðir. Þar er dýpið nægjanlegt, efni til að byggja hafnargarð er til staðar og plássið sem losnar, ef álverið kýs að fara,myndi nýtast vel sem geymslusvæði tengt hafnarstarfsemi. Við gætum rafvætt höfnina og gert hana þá umhverfisvænustu á byggðu bóli. Við þetta færist töluvert af hafnarstarfsemi frá núverandi hafnarsvæði og því þarf að huga að breyttri notkun á því frábæra landsvæði í hjarta Hafnarfjarðar, mögulega myndi þar rísa glæsilegasta bryggjuhverfi landsins. Önnur tækifæri á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, líftækni og grænum lausnum eru handan við hornið. Svona risaverkefni gerast þó ekki að sjálfu sér. Ef þetta tækifæri á að raungerast, öllum landsmönnum til hagsbóta, þurfa bæjaryfirvöld að taka frumkvæði í málinu, hafa skýra afstöðu og róa að því öllum árum að gera aðstæður hér í bænum þannig að erfitt verði að horfa framhjá okkur þegar ákvarðanir verða teknar. Viðreisn óskaði eftir því í júní 2019 að Hafnarfjarðarbær myndi taka fyrsta skrefið og gera hagræna úttekt á áhrifum slíkrar framkvæmdar því það er ljóst að fjárhagslegur og efnahagslegur ávinningur verður talinn í milljörðum á ári. Ekkert bólar á þessari úttekt sem sýnir best afstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til þessa tækifæris. Fulltrúar Viðreisnar hafa einir flokka haft samband við fulltrúa eigenda Óttastaða og átt óformlegar samræður um þá möguleika sem staðsetningin býður upp á. Nú þegar eru aðilar að stefna á stórskipahöfn við Þorlákshöfn, það sýnir að samkeppnin um þessa mikilvægu innviðauppbyggingu er hafin. Ákvarðanir dagsins í dag móta samkeppnishæfni Hafnarfjarðar í framtíðinni. Ráð er ekki nema í tíma sé tekið. Eitt af hlutverkum bæjarstjórnar er að hugsa langt inn í framtíðina, greina tækifæri og gera sveitarfélagið eins vel í stakk búið og hægt er til að grípa gæsina þegar hún gefst. Lykillinn að góðum árangri liggur í undirbúningi. Það er mikilvægt að hefjast strax handa við þetta verkefni og Hafnarfjörður á að hafa frumkvæði í málinu. Viðreisn mun taka þetta mál föstum tökum á næsta kjörtímabili og ég vona að sem flestir Hafnfirðingar sjái möguleikana í þessu einstaka tækifæri. Meiri framsýni, meiri velmegun, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. Skip verða sífellt stærri og hafnir á Íslandi eru ekki tilbúnar til þess að þjónusta djúprist risaskip. Einn hagkvæmasti kostur stórskipahafnar fyrir Suðvesturhornið er að Óttastöðum, handan Straumsvíkur. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana. Við í Viðreisn höfum horft til þeirra tækifæra sem eru að myndast með stækkun flutningaskipa og hagræðingar sem því fylgir. Í náinni framtíð mun SV hornið þurfa að fara í staðarval vegna stórskipahafnar, en hafnir landsins eru að verða of litlar til að þjónusta stærri flutningaskip. Einn vænlegasti kosturinn eru Óttastaðir. Þar er dýpið nægjanlegt, efni til að byggja hafnargarð er til staðar og plássið sem losnar, ef álverið kýs að fara,myndi nýtast vel sem geymslusvæði tengt hafnarstarfsemi. Við gætum rafvætt höfnina og gert hana þá umhverfisvænustu á byggðu bóli. Við þetta færist töluvert af hafnarstarfsemi frá núverandi hafnarsvæði og því þarf að huga að breyttri notkun á því frábæra landsvæði í hjarta Hafnarfjarðar, mögulega myndi þar rísa glæsilegasta bryggjuhverfi landsins. Önnur tækifæri á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, líftækni og grænum lausnum eru handan við hornið. Svona risaverkefni gerast þó ekki að sjálfu sér. Ef þetta tækifæri á að raungerast, öllum landsmönnum til hagsbóta, þurfa bæjaryfirvöld að taka frumkvæði í málinu, hafa skýra afstöðu og róa að því öllum árum að gera aðstæður hér í bænum þannig að erfitt verði að horfa framhjá okkur þegar ákvarðanir verða teknar. Viðreisn óskaði eftir því í júní 2019 að Hafnarfjarðarbær myndi taka fyrsta skrefið og gera hagræna úttekt á áhrifum slíkrar framkvæmdar því það er ljóst að fjárhagslegur og efnahagslegur ávinningur verður talinn í milljörðum á ári. Ekkert bólar á þessari úttekt sem sýnir best afstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til þessa tækifæris. Fulltrúar Viðreisnar hafa einir flokka haft samband við fulltrúa eigenda Óttastaða og átt óformlegar samræður um þá möguleika sem staðsetningin býður upp á. Nú þegar eru aðilar að stefna á stórskipahöfn við Þorlákshöfn, það sýnir að samkeppnin um þessa mikilvægu innviðauppbyggingu er hafin. Ákvarðanir dagsins í dag móta samkeppnishæfni Hafnarfjarðar í framtíðinni. Ráð er ekki nema í tíma sé tekið. Eitt af hlutverkum bæjarstjórnar er að hugsa langt inn í framtíðina, greina tækifæri og gera sveitarfélagið eins vel í stakk búið og hægt er til að grípa gæsina þegar hún gefst. Lykillinn að góðum árangri liggur í undirbúningi. Það er mikilvægt að hefjast strax handa við þetta verkefni og Hafnarfjörður á að hafa frumkvæði í málinu. Viðreisn mun taka þetta mál föstum tökum á næsta kjörtímabili og ég vona að sem flestir Hafnfirðingar sjái möguleikana í þessu einstaka tækifæri. Meiri framsýni, meiri velmegun, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun