Fjarskipti yfir farsíma í sveitum og þéttbýli Íslands Jón Frímann Jónsson skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður. Það eru að verða miklar breytingar á farsímum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Tími farsíma með takka og engra möguleika er að renna sitt skeið á enda. Þeir verða í gangi nokkur ár í viðbót en munu síðan hverfa. Ástæðan er lokun 2G (GSM) og 3G kerfanna á Íslandi og allstaðar um heiminn. Lönd eru misjafnlega langt kominn í þessu ferli en í sumum ríkjum er ekkert 2G og 3G samband lengur. Þar er aðeins í boði 4G og 5G farsímasamband. Á Íslandi er það landslag sem kemur í veg fyrir að merki frá farsímasendum nái til sveitabæja sem eru staðsettir þannig að þeir eru í skugga frá öllum hliðum. Þetta er gamalt vandamál og hefur á tímum komið í veg fyrir að fólk nái jafnvel útvarpi og sjónvarpi heima hjá sér. Alveg þangað til fyrir nokkrum árum síðan. Þegar farið var að skipta yfir í ljósleiðara úr gamla heimasímanum yfir kopar. Þá gat fólk fengið sér útvarp sem virkar yfir internetið og þannig náð öllum íslensku útvarpsstöðvunum. Það sama gilti um íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar, núna er hægt að ná þessu öllu saman yfir ljósleiðara (gegn áskriftargjaldi) án nokkura vandamála. Tími loftneta og lélegs sjónvarps og útvarpsmerkis eru hluti fortíðar í sveitum Íslands. Nema þegar það kemur af farsímum. Á Íslandi virðist hafa verið tekin sú stefna að keyra öll farsíma fjarskipti í gegnum sendakerfi símafyrirtækjanna. Alveg þó svo að slíkt kosti aukalega milljónir króna. Í staðinn fyrir að fara ódýrari leiðina og keyra hluta af þessum fjarskiptum í gegnum þráðlaus netkerfi í heimilum íslendinga og fyrirtækja. Bæði mundi tryggja gott samband farsíma innanhúss til að hringja og taka á móti og senda sms, sem er einnig hægt yfir venjulegt WiFi í þessari stillingu, samkvæmt minni bestur þekkingu núna. Þetta er ekki tengt þjónustu sem Google býður upp á og kallast Google RCS (Rich Communication Services) eða álíka (Google Message service er einnig notað held ég). GSMA sem stjórnar stöðlum í farsímum stjórnar einnig þróun RCS en í flestum Android farsímum er það Google sem tengir þessa þjónustu, ekki það fyrirtæki sem þú kaupir farsímaþjónustu af. Þetta er samt mismunandi milli landa og fyrirtækja og því ekki eitt ákveðið form á þessari þjónustu hjá notendum. Þetta mun þróast í framtíðinni, hvernig sú þróun verður veit ég ekki. Þegar 5G verður komið í almennilega þjónustu eftir nokkur ár. Þá verður einnig í boði 5G Voice, eða Vo5G eins og það verður kallað. Eins og með VoLTE og VoWiFi þá verður öll talþjónusta yfir IP netkerfi á þessum farsímakerfum. Þetta er einnig sú þróun sem er núna að eiga sér stað í heimasímanum, hjá þeim sem eru með slíkan síma í dag. Öll símtöl munu í lok árs 2022 fara í gengum VoIP yfir netkerfi (þarf ekki að vera yfir internetið) ef ég skil áætlanir símafyrirtækjanna rétt. Það er dýrt að setja og reka farsímasenda á Íslandi. Sérstaklega þar sem byggð er dreifð og landslag erfitt. Því skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki fjárfest í tækni þar sem símtalið fer yfir WiFi frekar en farsímasenda. Þetta gildir einnig á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæði lokar eða takmarkar farsímamerki innanhúss. Af þessum ástæðum skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið VoWiFi tækninni fagnandi og tekið hana í notkun fyrir mörgum árum síðan. Sama má segja um VoLTE tækninni, sem aðeins eitt eða tvö fjarskiptafyrirtæki hafa tekið í notkun á Íslandi. Önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi senda farsímasímtöl ennþá yfir úrelt 2G (GSM) og 3G kerfi sem verður slökkt á fljótlega til þess að rýma fyrir 4G og 5G tækninni. Heimildir: 1. https://www.gsma.com/futurenetworks/ip_services/vowifi/ 2. https://en.wikipedia.org/wiki/Rich_Communication_Services Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður. Það eru að verða miklar breytingar á farsímum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Tími farsíma með takka og engra möguleika er að renna sitt skeið á enda. Þeir verða í gangi nokkur ár í viðbót en munu síðan hverfa. Ástæðan er lokun 2G (GSM) og 3G kerfanna á Íslandi og allstaðar um heiminn. Lönd eru misjafnlega langt kominn í þessu ferli en í sumum ríkjum er ekkert 2G og 3G samband lengur. Þar er aðeins í boði 4G og 5G farsímasamband. Á Íslandi er það landslag sem kemur í veg fyrir að merki frá farsímasendum nái til sveitabæja sem eru staðsettir þannig að þeir eru í skugga frá öllum hliðum. Þetta er gamalt vandamál og hefur á tímum komið í veg fyrir að fólk nái jafnvel útvarpi og sjónvarpi heima hjá sér. Alveg þangað til fyrir nokkrum árum síðan. Þegar farið var að skipta yfir í ljósleiðara úr gamla heimasímanum yfir kopar. Þá gat fólk fengið sér útvarp sem virkar yfir internetið og þannig náð öllum íslensku útvarpsstöðvunum. Það sama gilti um íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar, núna er hægt að ná þessu öllu saman yfir ljósleiðara (gegn áskriftargjaldi) án nokkura vandamála. Tími loftneta og lélegs sjónvarps og útvarpsmerkis eru hluti fortíðar í sveitum Íslands. Nema þegar það kemur af farsímum. Á Íslandi virðist hafa verið tekin sú stefna að keyra öll farsíma fjarskipti í gegnum sendakerfi símafyrirtækjanna. Alveg þó svo að slíkt kosti aukalega milljónir króna. Í staðinn fyrir að fara ódýrari leiðina og keyra hluta af þessum fjarskiptum í gegnum þráðlaus netkerfi í heimilum íslendinga og fyrirtækja. Bæði mundi tryggja gott samband farsíma innanhúss til að hringja og taka á móti og senda sms, sem er einnig hægt yfir venjulegt WiFi í þessari stillingu, samkvæmt minni bestur þekkingu núna. Þetta er ekki tengt þjónustu sem Google býður upp á og kallast Google RCS (Rich Communication Services) eða álíka (Google Message service er einnig notað held ég). GSMA sem stjórnar stöðlum í farsímum stjórnar einnig þróun RCS en í flestum Android farsímum er það Google sem tengir þessa þjónustu, ekki það fyrirtæki sem þú kaupir farsímaþjónustu af. Þetta er samt mismunandi milli landa og fyrirtækja og því ekki eitt ákveðið form á þessari þjónustu hjá notendum. Þetta mun þróast í framtíðinni, hvernig sú þróun verður veit ég ekki. Þegar 5G verður komið í almennilega þjónustu eftir nokkur ár. Þá verður einnig í boði 5G Voice, eða Vo5G eins og það verður kallað. Eins og með VoLTE og VoWiFi þá verður öll talþjónusta yfir IP netkerfi á þessum farsímakerfum. Þetta er einnig sú þróun sem er núna að eiga sér stað í heimasímanum, hjá þeim sem eru með slíkan síma í dag. Öll símtöl munu í lok árs 2022 fara í gengum VoIP yfir netkerfi (þarf ekki að vera yfir internetið) ef ég skil áætlanir símafyrirtækjanna rétt. Það er dýrt að setja og reka farsímasenda á Íslandi. Sérstaklega þar sem byggð er dreifð og landslag erfitt. Því skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki fjárfest í tækni þar sem símtalið fer yfir WiFi frekar en farsímasenda. Þetta gildir einnig á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæði lokar eða takmarkar farsímamerki innanhúss. Af þessum ástæðum skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið VoWiFi tækninni fagnandi og tekið hana í notkun fyrir mörgum árum síðan. Sama má segja um VoLTE tækninni, sem aðeins eitt eða tvö fjarskiptafyrirtæki hafa tekið í notkun á Íslandi. Önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi senda farsímasímtöl ennþá yfir úrelt 2G (GSM) og 3G kerfi sem verður slökkt á fljótlega til þess að rýma fyrir 4G og 5G tækninni. Heimildir: 1. https://www.gsma.com/futurenetworks/ip_services/vowifi/ 2. https://en.wikipedia.org/wiki/Rich_Communication_Services Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun