Skoðun

Bætt aðgengi allra í Fjarðabyggð

Eygerður Ósk Tómasdóttir skrifar

Mikilvægt er að gera betur í aðgengismálum í Fjarðabyggð. Að mínu mati er aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu verulega ábótavant og áríðandi er gera þar bragarbót.

Þjónusta við fatlaða á að miða að nauðsynlegum stuðningi svo þeir geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Með jöfnu og góðu aðgengi að þjónustu og mannvirkjum tryggjum við grundvallar réttindi fatlaðs fólks. Hlutverk okkar allra er að huga að því að öllum sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og þátttaka í samfélaginu sé óháð aðstæðum.

Þetta felur í sér að við sköpum fötluðum skilyrði til sjálfstæðs lífs með góðu aðgengi að mannvirkjum, aðstöðu, þjónustu og úrræðum sveitafélagsins. Þetta þýðir jafnan rétt allra til að komast í sund, eiga greiðan aðgang að fræðslustofnunum, göngustígum, náttúruperlum, söfnum og svo mætti áfram telja.

Hryggilegt er að fatlað fólk hafi ekki greiðan aðgang að mannvirkjum í Fjarðabyggð svo sem sundlaugunum. Úr þessu þarf að bæta.

Ég vil sjá átak í að bættu aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, í sundlaugum, á útivistarsvæðum og öðrum mannvirkjum. Fatlað fólk á að eiga greiðan aðgang að almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Fjarðabyggð hefur sem öflugt sveitarfélag alla burði til að standa sómasamlega að aðgengismálum. Hefjum róttækar aðgerðir og höfum þetta í lagi.

Höfundur starfar sem fíkniráðgjafi og sjúkraliði og skipar 14. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×