Enginn í bann en ummæli Björgvins Páls fara fyrir aganefnd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2022 16:46 Stjórn HSÍ var ekki sátt með ummæli Björgvins Páls Gústavssonar, markvarðar Vals, eftir leikinn gegn Fram. vísir/Hulda Margrét Þeir þrír leikmenn sem fengu rautt spjald í leikjunum í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í gær sluppu allir við bann. Ummæli Björgvins Páls Gústavssonar, markvarðar Vals, eftir leikinn gegn Fram fara hins vegar fyrir aganefnd. Eftir leikinn gegn Fram, sem Valur vann með tíu marka mun, 34-24, gaf Björgvin Páll í skyn að leikmenn Fram hefðu skotið viljandi í höfuð sitt. „Ég átti von á að þeir myndu berja okkur í andlitið og ég átti von á því að þeir fengju rautt spjald. Ég átti von á því að fá boltann yfir hausinn og í hausinn. Þetta er það sama og gerðist í síðasta leik og það eru skýr skilaboð. Þeir ætla að fara þannig út,“ sagði Björgvin við mbl.is eftir leikinn á Hlíðarenda í gær. „Annaðhvort gera þeir þetta viljandi eða eru svona lélegir. Ég veit þeir eru góðir handboltamenn, svo það hlýtur að vera það fyrra. Ég er búinn að fá fjögur skot í hausinn frá þeim í tveimur leikjum. Þeir vita að ég fékk skot í hausinn um daginn og það er um að gera að keyra á það þá. Þetta er mjög skynsamlegt hjá þeim. Það eru skýr skilaboð að skjóta yfir hausinn á mér eða í hausinn á mér. Þeir verða að svara fyrir það.“ Framkvæmdastjóri HSÍ sendi erindi fyrir hönd stjórnar sambandsins til aganefndar vegna ummæla Björgvins. Handknattleiksdeild Vals hefur frest til klukkan 11:00 til að skila inn greinargerð vegna málsins. Annar leikur Vals og Fram verður í Safamýrinni á sunnudaginn kemur. Ef allt fer á versta veg gæti Björgvin Páll misst af leiknum. Með sigri í honum tryggja Valsmenn sér sæti í undanúrslitum. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Arnór Snær Óskarsson fengu báðir rautt spjald í leiknum á Hlíðarenda en sleppa við leikbann. Sömu sögu er að segja af Degi Arnarssyni, leikmanni ÍBV, sem var rekinn út af í sigrinum á Stjörnunni, 35-26, í Eyjum í gær. Olís-deild karla Valur Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Eftir leikinn gegn Fram, sem Valur vann með tíu marka mun, 34-24, gaf Björgvin Páll í skyn að leikmenn Fram hefðu skotið viljandi í höfuð sitt. „Ég átti von á að þeir myndu berja okkur í andlitið og ég átti von á því að þeir fengju rautt spjald. Ég átti von á því að fá boltann yfir hausinn og í hausinn. Þetta er það sama og gerðist í síðasta leik og það eru skýr skilaboð. Þeir ætla að fara þannig út,“ sagði Björgvin við mbl.is eftir leikinn á Hlíðarenda í gær. „Annaðhvort gera þeir þetta viljandi eða eru svona lélegir. Ég veit þeir eru góðir handboltamenn, svo það hlýtur að vera það fyrra. Ég er búinn að fá fjögur skot í hausinn frá þeim í tveimur leikjum. Þeir vita að ég fékk skot í hausinn um daginn og það er um að gera að keyra á það þá. Þetta er mjög skynsamlegt hjá þeim. Það eru skýr skilaboð að skjóta yfir hausinn á mér eða í hausinn á mér. Þeir verða að svara fyrir það.“ Framkvæmdastjóri HSÍ sendi erindi fyrir hönd stjórnar sambandsins til aganefndar vegna ummæla Björgvins. Handknattleiksdeild Vals hefur frest til klukkan 11:00 til að skila inn greinargerð vegna málsins. Annar leikur Vals og Fram verður í Safamýrinni á sunnudaginn kemur. Ef allt fer á versta veg gæti Björgvin Páll misst af leiknum. Með sigri í honum tryggja Valsmenn sér sæti í undanúrslitum. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Arnór Snær Óskarsson fengu báðir rautt spjald í leiknum á Hlíðarenda en sleppa við leikbann. Sömu sögu er að segja af Degi Arnarssyni, leikmanni ÍBV, sem var rekinn út af í sigrinum á Stjörnunni, 35-26, í Eyjum í gær.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira