Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. apríl 2022 19:01 Fyrirsætan Blac Chyna er ekki að eiga sjö dagana sæla. Getty/Michael Tran Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. Blac Chyna byrjaði með Rob Kardashian árið 2016. Þau trúlofuðu sig fljótt og eignuðust dótturina Dream Kardashian í nóvember sama ár. Þá byrjuðu þau með sinn eigin raunveruleikaþátt á sjónvarpsstöðinni E! sem bar heitið Rob & Chyna. Sambandið entist þó ekki lengi, því í febrúar árið 2017 slitu þau trúlofuninni og má segja að í kjölfarið hafi allt farið í háaloft þeirra á milli. Sjá: Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Rob hefur sakað Chyna um áfengis- og lyfjamisnotkun og framhjáhald. En hann er sagður hafa hefnt sín á henni með því að deila nektarmyndum af henni á netinu. Árið 2017 höfðaði Chyna því mál gegn Rob og sótti um nálgunarbann. Rob Kardashian og Blac Chyna voru trúlofuð árið 2016.Getty/Gabe Ginsberg Segir mæðgurnar hafa látið taka þáttinn af dagskrá Á þriðjudaginn hófust svo réttarhöld í Los Angeles í máli sem Chyna höfðaði gegn móður Robs og systrum, þeim Kris Jenner, Kim Kardashian, Khloé Kardashian og Kylie Jenner. Chyna sakar þær mæðgur um að hafa notað áhrif sín innan bransans til þess að eyðileggja orðspor sitt með þeim afleiðingum að þátturinn Rob & Chyna hafi verið tekinn af dagskrá. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í tíu daga en á meðal vitna er sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest sem var einn af framleiðendum þáttanna. Segir Chyna hafa hótað að drepa Kylie Kris Jenner bar vitni í gær en þar greindi hún frá því að Chyna hafi hótað að drepa dóttur sína Kylie Jenner sem var á þeim tíma í sambandi með rapparanum Tyga sem er barnsfaðir Chyna. Chyna hafi einnig beitt Tyga ofbeldi. Kris Jenner segir fjölskylduna ekki hafa tilkynnt þetta til lögreglu þar sem hún hafi viljað halda þessu innan fjölskyldunnar. Hún hafi ekki haft miklar áhyggjur af þessari hótun þar sem það hafi verið margt annað í gangi hjá fjölskyldunni á þessum tíma. „Það var bara mikið drama í gangi, sem ég er vön í minni fjölskyldu,“ sagði Kris Jenner fyrir framan kviðdóminn í Los Angeles. Systurnar Kim, Kylie og Khloé og móðir þeirra Kris hafa staðið í réttarhöldum síðustu daga.Getty/Charley Galley Reyndi að ná athygli Robs með því að vefja snúru um háls hans Í réttarhöldunum í vikunni hefur einnig komið fram atvik þar sem Chyna er sögð hafa miðað hlaðinni byssu að höfði Robs. Chyna hefur viðurkennt athæfið en segist aldrei hafa sett fingurinn á gikkinn. Byssan hafi verið óhlaðin og hún hafi aðeins verið að grínast. Chyna viðurkennir að hún hafi reiðst eitt skiptið sem Rob læsti sig inni í herbergi með síma hennar, með þeim afleiðingum að hún fleygði piparkökuhúsi og skemmdi sjónvarp þeirra. Þá hefur komið fram annað atvik þar sem Chyna er sökuð um að hafa reynt að kyrkja Rob með iPhone snúru. Chyna segist aftur á móti aðeins hafa verið að reyna ná athygli Robs sem hafi verið niðursokkinn í tölvuleik. Réttarhöldin hafa ekki komið vel út fyrir Chyna, að minnsta kosti ekki fram að þessu. Hún segist aftur á móti hafa orðið fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni eftir að þáttur hennar var tekinn af dagskrá. Því krefst hún þess að Kardashian fjölskyldan greiði henni 100 milljónir Bandaríkjadollara í skaðabætur. Hollywood Tengdar fréttir Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Blac Chyna á Íslandi Bandaríska athafnarkonan og fyrirsætan Blac Chyna er stödd hér á landi og gistir hún í einni af lúxussvítum Bláa Lónsins. 7. desember 2018 10:30 Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Það er margt búið að gerast í þessu stutta sambandi sem fór úr böndunum seinustu helgi. 23. desember 2016 11:15 Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Þetta er fyrsta barn parsins en Chyna átti áður dreng með rapparanum Tyga. 10. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira
Blac Chyna byrjaði með Rob Kardashian árið 2016. Þau trúlofuðu sig fljótt og eignuðust dótturina Dream Kardashian í nóvember sama ár. Þá byrjuðu þau með sinn eigin raunveruleikaþátt á sjónvarpsstöðinni E! sem bar heitið Rob & Chyna. Sambandið entist þó ekki lengi, því í febrúar árið 2017 slitu þau trúlofuninni og má segja að í kjölfarið hafi allt farið í háaloft þeirra á milli. Sjá: Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Rob hefur sakað Chyna um áfengis- og lyfjamisnotkun og framhjáhald. En hann er sagður hafa hefnt sín á henni með því að deila nektarmyndum af henni á netinu. Árið 2017 höfðaði Chyna því mál gegn Rob og sótti um nálgunarbann. Rob Kardashian og Blac Chyna voru trúlofuð árið 2016.Getty/Gabe Ginsberg Segir mæðgurnar hafa látið taka þáttinn af dagskrá Á þriðjudaginn hófust svo réttarhöld í Los Angeles í máli sem Chyna höfðaði gegn móður Robs og systrum, þeim Kris Jenner, Kim Kardashian, Khloé Kardashian og Kylie Jenner. Chyna sakar þær mæðgur um að hafa notað áhrif sín innan bransans til þess að eyðileggja orðspor sitt með þeim afleiðingum að þátturinn Rob & Chyna hafi verið tekinn af dagskrá. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í tíu daga en á meðal vitna er sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest sem var einn af framleiðendum þáttanna. Segir Chyna hafa hótað að drepa Kylie Kris Jenner bar vitni í gær en þar greindi hún frá því að Chyna hafi hótað að drepa dóttur sína Kylie Jenner sem var á þeim tíma í sambandi með rapparanum Tyga sem er barnsfaðir Chyna. Chyna hafi einnig beitt Tyga ofbeldi. Kris Jenner segir fjölskylduna ekki hafa tilkynnt þetta til lögreglu þar sem hún hafi viljað halda þessu innan fjölskyldunnar. Hún hafi ekki haft miklar áhyggjur af þessari hótun þar sem það hafi verið margt annað í gangi hjá fjölskyldunni á þessum tíma. „Það var bara mikið drama í gangi, sem ég er vön í minni fjölskyldu,“ sagði Kris Jenner fyrir framan kviðdóminn í Los Angeles. Systurnar Kim, Kylie og Khloé og móðir þeirra Kris hafa staðið í réttarhöldum síðustu daga.Getty/Charley Galley Reyndi að ná athygli Robs með því að vefja snúru um háls hans Í réttarhöldunum í vikunni hefur einnig komið fram atvik þar sem Chyna er sögð hafa miðað hlaðinni byssu að höfði Robs. Chyna hefur viðurkennt athæfið en segist aldrei hafa sett fingurinn á gikkinn. Byssan hafi verið óhlaðin og hún hafi aðeins verið að grínast. Chyna viðurkennir að hún hafi reiðst eitt skiptið sem Rob læsti sig inni í herbergi með síma hennar, með þeim afleiðingum að hún fleygði piparkökuhúsi og skemmdi sjónvarp þeirra. Þá hefur komið fram annað atvik þar sem Chyna er sökuð um að hafa reynt að kyrkja Rob með iPhone snúru. Chyna segist aftur á móti aðeins hafa verið að reyna ná athygli Robs sem hafi verið niðursokkinn í tölvuleik. Réttarhöldin hafa ekki komið vel út fyrir Chyna, að minnsta kosti ekki fram að þessu. Hún segist aftur á móti hafa orðið fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni eftir að þáttur hennar var tekinn af dagskrá. Því krefst hún þess að Kardashian fjölskyldan greiði henni 100 milljónir Bandaríkjadollara í skaðabætur.
Hollywood Tengdar fréttir Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Blac Chyna á Íslandi Bandaríska athafnarkonan og fyrirsætan Blac Chyna er stödd hér á landi og gistir hún í einni af lúxussvítum Bláa Lónsins. 7. desember 2018 10:30 Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Það er margt búið að gerast í þessu stutta sambandi sem fór úr böndunum seinustu helgi. 23. desember 2016 11:15 Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Þetta er fyrsta barn parsins en Chyna átti áður dreng með rapparanum Tyga. 10. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira
Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30
Blac Chyna á Íslandi Bandaríska athafnarkonan og fyrirsætan Blac Chyna er stödd hér á landi og gistir hún í einni af lúxussvítum Bláa Lónsins. 7. desember 2018 10:30
Stormasamt samband Rob Kardashian og Blac Chyna Það er margt búið að gerast í þessu stutta sambandi sem fór úr böndunum seinustu helgi. 23. desember 2016 11:15
Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Þetta er fyrsta barn parsins en Chyna átti áður dreng með rapparanum Tyga. 10. nóvember 2016 18:00