Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 27-28 | Gestirnir unnu gríðarlega mikilvægan sigur Andri Már Eggertsson skrifar 22. apríl 2022 22:40 Vilius Rasimas var frábær í marki Selfyssinga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Selfoss lagði FH í Kaplakrika í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Bæði lið ætla sér langt en ljóst er að annað liðið lýkur leik eftir þessa rimmu. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. FH-ingar byrjuðu leikinn töluvert betur en Selfyssingar. Heimamenn komust snemma í fjögurra marka forystu og var varnarleikur Selfyssinga hreinasta hörmung. FH-ingar skoruðu úr fyrstu sex sóknunum sínum. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé í stöðunni 6-2 og þá vöknuðu heimamenn. Gestirnir jöfnuðu leikinn í 10-10 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og var leikurinn í járnum eftir það. Það mátti sjá að það var langt síðan bæði lið spiluðu. Það var mikið um tapaða bolta hjá báðum liðum og margir ansi klaufalegir. FH tapaði sjö boltum sem var einum bolta minna en Selfoss í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson jafnaði leikinn á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Atli Ævar reyndist FH-ingum erfiður í fyrri hálfleik þar sem hann gerði 5 mörk úr jafn mörgum skotum. Staðan í hálfleik var 12-12. Ólíkt fyrri hálfleik þá voru það gestirnir sem byrjuðu betur. Í stöðunni 15-13 gerðu Selfyssingar fimm mörk í röð og var staðan 15-18 þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé. Þegar ellefu mínútur voru eftir var staðan 20-25 og ekkert sem benti til þess að heimamenn myndu koma til baka. Heimamenn fundu síðan sinn takt og söxuðu forskot Selfoss niður í eitt marka þegar fjórar mínútur voru eftir. FH fékk tvö færi til að jafna leikinn undir lokin en Vilius Rasimas varði frábærlega frá bæði Leonharð og Jakob Martin. Selfoss vann á endanum 27-28. Af hverju vann Selfoss? Það munaði aðeins einu marki í kvöld. Þetta var leikur margra áhlaupa en Vilius Rasimas var hetja Selfyssinga þegar hann varði tvö dauðafæri á síðustu mínútunni. Hverjir stóðu upp úr? Vilius Rasimas, markmaður Selfoss, varði ellefu skot sem er ekkert rosalegt en síðustu tvö skotin sem hann varði taldi ansi mikið. Atli Ævar Ingólfsson átti góðan leik á línunni. Atli skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Ásbjörn Friðriksson var besti leikmaður FH. Ásbjörn skoraði 10 mörk og var duglegur að skapa færi fyrir liðsfélaga sína. Hvað gekk illa? Richard Sæþór Sigurðsson var stálheppinn að fá aðeins tveggja mínútna brottvísun þegar hann þrumaði Leonharð niður í gólfið þegar hann var að hoppa inn í teig. Þarna átti Richard að fá rautt spjald. Selfoss byrjaði með Hergeir fyrir framan í vörn sem gekk afar illa. FH skoraði sex mörk úr fyrstu sex sóknunum sínum. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á mánudaginn í Set-höllinni klukkan 19:30. „Erum ekki á þeim stað sóknarlega sem ég vill að við séum á“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var afar svekktur eftir leik og hafði fá svör við eins marks tapi gegn Selfoss. „Það er erfitt að ná utan um það núna hvað ég hefði viljað sjá mína menn gera betur. Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og þurftum að hafa svolítið fyrir mörkunum okkar. Það var leiðinlegt hvernig þetta fór,“ sagði Sigursteinn Arndal beint eftir leik. Selfoss gerði fimm mörk í röð í upphafi síðari hálfleiks og var Sigursteinn óviss hvað vantaði upp á hjá hans mönnum. „Núna er ég ekki með svörin hvað klikkaði þar en við gáfum eftir á því augnabliki og sóknarlega erum við ekki á þeim stað sem við viljum vera.“ Næsti leikur er á mánudaginn það sem allt er undir hjá FH-ingum. „Við þurfum að safna kröftum fyrir næsta leik og við munum mæta í Set-höllina til að vinna,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH UMF Selfoss
Selfoss lagði FH í Kaplakrika í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Bæði lið ætla sér langt en ljóst er að annað liðið lýkur leik eftir þessa rimmu. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. FH-ingar byrjuðu leikinn töluvert betur en Selfyssingar. Heimamenn komust snemma í fjögurra marka forystu og var varnarleikur Selfyssinga hreinasta hörmung. FH-ingar skoruðu úr fyrstu sex sóknunum sínum. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé í stöðunni 6-2 og þá vöknuðu heimamenn. Gestirnir jöfnuðu leikinn í 10-10 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og var leikurinn í járnum eftir það. Það mátti sjá að það var langt síðan bæði lið spiluðu. Það var mikið um tapaða bolta hjá báðum liðum og margir ansi klaufalegir. FH tapaði sjö boltum sem var einum bolta minna en Selfoss í fyrri hálfleik. Atli Ævar Ingólfsson jafnaði leikinn á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Atli Ævar reyndist FH-ingum erfiður í fyrri hálfleik þar sem hann gerði 5 mörk úr jafn mörgum skotum. Staðan í hálfleik var 12-12. Ólíkt fyrri hálfleik þá voru það gestirnir sem byrjuðu betur. Í stöðunni 15-13 gerðu Selfyssingar fimm mörk í röð og var staðan 15-18 þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé. Þegar ellefu mínútur voru eftir var staðan 20-25 og ekkert sem benti til þess að heimamenn myndu koma til baka. Heimamenn fundu síðan sinn takt og söxuðu forskot Selfoss niður í eitt marka þegar fjórar mínútur voru eftir. FH fékk tvö færi til að jafna leikinn undir lokin en Vilius Rasimas varði frábærlega frá bæði Leonharð og Jakob Martin. Selfoss vann á endanum 27-28. Af hverju vann Selfoss? Það munaði aðeins einu marki í kvöld. Þetta var leikur margra áhlaupa en Vilius Rasimas var hetja Selfyssinga þegar hann varði tvö dauðafæri á síðustu mínútunni. Hverjir stóðu upp úr? Vilius Rasimas, markmaður Selfoss, varði ellefu skot sem er ekkert rosalegt en síðustu tvö skotin sem hann varði taldi ansi mikið. Atli Ævar Ingólfsson átti góðan leik á línunni. Atli skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Ásbjörn Friðriksson var besti leikmaður FH. Ásbjörn skoraði 10 mörk og var duglegur að skapa færi fyrir liðsfélaga sína. Hvað gekk illa? Richard Sæþór Sigurðsson var stálheppinn að fá aðeins tveggja mínútna brottvísun þegar hann þrumaði Leonharð niður í gólfið þegar hann var að hoppa inn í teig. Þarna átti Richard að fá rautt spjald. Selfoss byrjaði með Hergeir fyrir framan í vörn sem gekk afar illa. FH skoraði sex mörk úr fyrstu sex sóknunum sínum. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á mánudaginn í Set-höllinni klukkan 19:30. „Erum ekki á þeim stað sóknarlega sem ég vill að við séum á“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var afar svekktur eftir leik og hafði fá svör við eins marks tapi gegn Selfoss. „Það er erfitt að ná utan um það núna hvað ég hefði viljað sjá mína menn gera betur. Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og þurftum að hafa svolítið fyrir mörkunum okkar. Það var leiðinlegt hvernig þetta fór,“ sagði Sigursteinn Arndal beint eftir leik. Selfoss gerði fimm mörk í röð í upphafi síðari hálfleiks og var Sigursteinn óviss hvað vantaði upp á hjá hans mönnum. „Núna er ég ekki með svörin hvað klikkaði þar en við gáfum eftir á því augnabliki og sóknarlega erum við ekki á þeim stað sem við viljum vera.“ Næsti leikur er á mánudaginn það sem allt er undir hjá FH-ingum. „Við þurfum að safna kröftum fyrir næsta leik og við munum mæta í Set-höllina til að vinna,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti