Biðlistavæðingin nær nýjum víddum Halldór Víglundsson skrifar 22. apríl 2022 08:31 - Velkominn til starfa kæri heilbrigðisráðherra. Eftir að hafa tínt greinarnar eftir vorklippinguna í garðinum, hugsað ýmislegt djúpt og grynnra, fannst mér nauðsynlegt að rita nokkrar línur um þetta málefni sem blandast mikið í mína daglegu iðju. Það er kominn tím á ný, því miður. Línurnar verða af sömu miður ástæðu allt of margar. Undirritaður hefur nokkrum sinnum áður snert á stöðu og þróun heilbrigðiskerfisins. Títtnefndur heimsfaraldur hefur nú síðustu misseri haft að áliti sumra stöðu sakbornings um hvernig heilbrigðiskerfi Íslands er fyrirkomið. Þar skulum við halda til haga fyrri stöðu kerfisins. Ég ætla ekki að gera lítið úr því að ófyrirséð völtun þessa faraldurs yfir okkur sem aðrar þjóðir heims hefur reynt á öll þanmörk og úrræði kerfis sem er því miður til margra ára byggt á algjörum fúastoðum líkt og ég hef áður skrifað um. Ekki þarf að tíunda ótrúlega þrautseigju heilbrigðisstarfsfólks sem við eigum síðan eftir að sjá hvernig spjarar sig eftir þetta áreynslutímabili sem hefur þanið allan mannskap í botn víðast hvar í kerfinu. Stoðirnar Fúastoðir kerfisins fyrir febrúarmánuð árið 2020 höfðu eins og gefur að skilja ekkert með heimsfaraldur Covid-19 að gera. Það er hreinlega verkefni aldarinnar fyrir þig kæri heilbrigðisráðherra að reisa þetta kerfi við með verulegu pólitísku hugrekki og skynsemi meðal annars. Ráðgjöf frá fagaðilum í heilbrigðisstéttum í meira mæli væri m.a. ráðlegt að mati undirritaðs. Það hefur nýlega reynst ágætlega. Öflug landsframleiðsla og framleiðni innlends vinnuafls, betri lýðheilsa og sjálfbærni yngri, eldri og elstu borgara landsins byggist á skilvirkni þessa kerfis sem er alls ekki til staðar í dag með tilliti til þessara krafna. Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína að embættisbraut fyrri heilbrigðisráðherra er úttröðkuð ógæfusporum að mínu mati. Ég geri mér grein fyrir að þetta eru stór orð en ég er tilbúin að standa undir þeim. Það er algjörlega lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag í heild að moka kerfið upp úr þeirri djúpu holu sem það er í. Ástandið á því hefur m.a. stórversnað vegna þráhyggju fyrri ráðherra fyrir útilokun á útvistun úrræða til sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnana og fyrirtækja. Sérfræðilæknar koma fyrst upp í hugann varðandi stoðkerfissviðið. Þessi árátta hefur þó snúist algjörlega í höndunum á fyrri ráðherra til fullkomins tvöfalds heilbrigðiskerfis á nokkrum sviðum. Það er hreint með ólíkindum að slíkt geti náð þeim hæðum sem raun er á vakt Vinstri græns ráðherra heilbrigðismála. Notendur kerfisins sem hafa fjárráð til að fara fram fyrir biðlista með eigin kostun á t.d. nauðsynlegum aðgerðum eins og liðskiptaaðgerðum. Nú er það svo að ég starfa sem starfsmaður á plani sem sérfræðingur á mínu sviði í sjúkraþjálfun. Biðlistar til for- og endurhæfingar á starfsstofum okkar sjúkraþjálfara, og síðan mun lengri listar eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi en fyrir nokkrum árum síðan, er raunin. Við erum á fimmta hundrað sjúkraþjálfara sem störfum á starfsstofum okkar í nærumhverfi skjólstæðinga við forvarnarstarf, fræðslu, forhæfingu (prehabilitation) og endurhæfingu okkar skjólstæðinga svo það helsta sé nefnt. Hvað er ég að reyna að gera til gagns Forvarnarstarf mitt persónulega felst að mestu í að sporna við lífstíls-sjúkdómum og -einkennum, fræðslu um rétta og betri beitingu við vinnu, þjálfun og fleiri mikilvæga þætti í iðju okkar skjólstæðinga burtséð frá aldri þeiraa. Íþróttaiðkendur á öllum stigum frá þeim yngstu með vaxtaverkjavandamál til afreksíþróttamanna sem þurfa leiðbeiningar við álagsstillingu og kjörframmistöðu við hluta-atvinnumennsku og einnig elítu íþróttafólk í fullri atvinnumennsku. Fyrst ég er farinn að nefna á fimmta hundrað kollega mína þá er best að árétta að ég hef við mína sérfræðivinnu þessi forvarnarverkefni helst en þau geta verið margt um fleiri og misjöfn eftir áherslum og sérþekkingu sjúkraþjálfara á starfsstofum okkar um landið allt. Forhæfing (prehabilitation) í okkar starfi verður nú, með æ lengri biðlistum eftir liðskiptiaðgerðum, veglegur starfsþáttur til viðbótar við fyrri næg verkefni. Forvarnarstarf til að hindra frekari afleidd stoðkerfisvandamál hjá þeim skjólstæðingum er stór partur af forhæfingu. Önnur markmiðsvinna við þessa forhæfingu í praksís er að halda eldri skjólstæðingum í ástandi með ásættanlegt verkjaástand, lágmarksgetu til virkni daglegs lífs og uppbyggingar að því marki sem raunhæft er. Getustigi við almenna vinnuástundun og iðjufærni heima og heiman er haldið uppi ef það er raunhæfur kostur. LOKAMARKMIÐ forhæfingar í þessum vandamálum er að skila skjólstæðingum til aðgerðar þannig að sem mest gagn verði af aðgerðarinngripi til endurbyggingar á yfirleitt þungaberandi liðsvæðum eins og mjöðmum og hnjám. Semsagt kjörástand til áhrifaríkrar og helst stuttrar endurhæfingar sem grundvallast af góðum undirbúningi fyrir liðskiptiaðgerðir. Eins og titill greinarinnar gefur til kynna er nú kalt mat að bið eftir liðskiptiaðgerðum hefur lengst um líklega allt að hálft ár til viðbótar eftir gervilið í mjöðmum miðað við síðastliðin misseri. Þannig er biðtíminn eftir maðmarliðsskiptum líklega orðinn í kringum eitt ár. Erfiðara er fyrir undirritaðan að segja nákvæmlega til um bið eftir hnjáliðskiptum. Ýmislegt bendir til að raunbið eftir nauðsynlegum hnjáliðskiptum sé nú orðin vel á annað ár sé horft til aðgerða hérlendis. Það get ég sagt út frá þeim skjólstæðingum sem ég sinni vikulega að þetta er BIÐIN ENDALAUSA fyrir fleiri en færri þeirra. Andlegt og líkamlegt ástand fer ekki vel á þessum biðtíma fyrir þessa eldri einstaklinga get ég fullyrt. Það getur hrundið af stað ýmsum krónískum vandamálum. Langvarandi svefnvandamál er dæmi um slíka afleiðu af ofangreindum liðverkjavandamálum sem bíða liðskipta. Þar er á ferð vandamál sem getur verið ein af rótum alls ills því miður. Endurhæfing er síðan grunnstarf okkar við greiningu, meðhöndlun, sérhæfða sjúkraþjálfun og leiðbeinandi sjálfsþjálfun skjólstæðinga okkar við minni og stærri stoðkerfisvandamál og verkjavandamál á mismunandi forsendum til endurhæfingar og útskriftar. Viðhald ástands við langvarandi stoðkerfisvandamál sem ekki verða bætt að marki. Þar skiptir mestu máli að ástand versni ekki frekar til að halda getustigi einstaklinga uppi við verkefni daglegs lífs og sjálfsbjörg við eigin búsetu eins lengi og unnt er. Kerfislæg vandamál eru einnig í verulegu mæli frá taugakerfi, hjarta- og lungnavandamál, gigtarvandamál. Endurhæfing krabbameinssjúklinga eykst einnig á okkar starfsvettvangi. Samtal er oft byrjun á góðum samstarfsgrunni Nú er það svo kæri heilbrigðisráðherra að ég ræddi það í haust við kollega minn og Framsóknarmann að ég bæri verulegar væntingar til þín að stuðla að afar nauðsynlegri og skynsamlegri uppbyggingu þessa kerfis. Hann sagði sem svo að það yrði ekki byggt upp á einni nóttu en hafði væntingar til þess líkt og ég. Því get ég verið hjartanlega sammála með eina nóttina. En nú eru nokkrar nætur liðnar, líklega um hundrað og fimmtíu eða svo. Það sem ég bið um og þess vegna vil ég ýta á viðbrögð þín nú að ekki líði þúsund og ein nótt áður en verkin byrja að tala af þinni hálfu. Þá væri komið korter í næstu kosningar og dýrmætur tími liðinn. Sjúkratryggingar Íslands á fleygiferð í samstarfi við fagaðila heilbrigðiskerfisins Ég sem starfsmaður á plani hef ekki heyrt eitt orð um samningamál okkar við Sjúkratrygginar Íslands (SÍ) síðan ég veit ekki hvenær. Varðandi stjórn þeirrar stofnunar og framferði samninganefnda þar með niðurstöður um víðtækt samningaleysi við marga og stóra veitendur þjónustu í kerfinu eins og ég hef áður nefnt verð ég að telja algjört þrot þar á bæ. Bendir það sterklega til lélegrar framtíðarsýnar á breyttar og auknar þarfir í þjónustu heilbrigðiskerfisins að mínu mati. Samningamál þessi hafa í raun verið í ólestri frá því árið 2019, á fjórða ár, við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Á ný vísa ég í fyrri skrif mín varðandi framgöngu SÍ í þeim málum. Ríkið/SÍ hefur æ síðan látið skjólstæðinga sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara borga mismuninn af verðlagshækkunum og gjaldfallandi úreltri verðskrá SÍ. Sömu aðilar hafa þannig einir grætt á því nú til lengri tíma bókstaflega á kostnað þeirra þegna landsins sem þurfa að nota þjónustu okkar. Boðleg og trúverðug vinnubrögð er fyrsta krafa Til marks um þetta verð ég að lýsa síðustu orðum fyrrverandi heilbrigðisráðherra á sinni starfstíð í beinni útsendingu þar sem hann var spurður um árangur sinn sem heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir sagði eitthvað á þá leið að ein leiðin til að meta árangurinn væri að skoða kostnaðarhlutdeild einstaklinga við notkun heilbrigðiskerfisins hér á landi. Þetta var hennar val til að svara þessari spurningu. Hún nefndi ákveðna lækkun í prósentum á kostnaðarhlutdeild einstaklinga milli ára eða lengri tímabila. Það er eins kristaltært eins og ég sit hér og rita þessa grein að þáverandi heilbrigðisráðherra hafði ekki neinar forsendur til að vita raunverulegan meðalkostnað notenda kerfisins á þessum tímabilum eða milli síðustu ára. Augljósasta ástæða þeirrar fullyrðingar minnar er að notendur kerfisins hafa verið að borga ólík og margsskonar viðbótar-/aukagjöld síðustu misseri við hina ýmsu þjónustu allra mögulegra sérfræðilækna, sjúkraþjálfara og fleiri veitenda heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðisráðuneytið og eða Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki haft neinn möguleika á að hafa tiltakanlega yfirsýn um. Ég get ekki ætlað henni að hafa ekki vitað um þessi viðbótargjöld þar sem hún ætti að vera einna best meðvituð um víðtækt samningsleysi SÍ við margar og fjölmennar stéttir í heilbrigðiskerfinu. Mín ályktun verður því að vera sú að í besta falli er trúverðugleiki varðandi árangur heilbrigðisráðherra í lægstu lægðum sem er einfaldlega ótrúverðugt og ófaglegt framferði af hálfu Svandísar í embætti heilbrigðisráðherra. Sjúkratryggingar Íslands dæma sig síðan sjálfar með víðtækt samningsleysi, samninganefndir sem sækjast eftir afsláttum umfram gæði þjónustu sem er stærsti feill sem hægt er að hugsa sér að mínu mati til áhrifaríks starfs okkar. Það virðist vera meginmarkmið að pína þjónustuveitendur til þrotasamninga þar sem allir aðilar tapa á endanum, því miður. Veitendur, þiggjendur og samfélagið. 6 -7 milljarðar árlega af hálfu ríkisins/SÍ til samninga sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara er líkleg viðmiðunarspönn fjármagns sem nauðsynlegt er til þeirrar vinnu sem við þurfum að þjónusta kerfið í æ meira mæli líkt og ofan er útlistað. Þetta starf er eðlilega unnið við kjöraðstæður í nærumhverfi skjólstæðinga líkt og heilsugæslustöðvar landsins vítt og breytt. Þessir miklu fjármunir eru raunhæfir til áhrifaríks starfs okkar við síaukin ofangreind verkefni með uppbyggjandi sýn framávið og hagsmuni samfélagsins í forgrunni. Spönnin gefur til kynna hvar kostnaðarhlutdeild skjólstæðinga getur legið. Það verður að ákveðast pólitískt af stjórnvöldum kerfisins og SÍ. Til þess að við sem þjóð höfum efni á heilbrigðiskerfinu okkar er líklegt að hlutdeild kostnaðar hjá hverjum notanda þurfi að verða meiri en áður hefur verið, því miður. Ég hef áður sagt og segi á ný að þessum nægu fjármunum sem ég slæ á tölu með hér að ofan er mjög vel varið og litlir í raunsamhengi við fjárheimtur heilbrigðiskerfisins í heild. Sérþekking og grunnvinna að nauðsynlegum forvörnum, betri stoðkerfis- og lýðheilsu með hámarks sjálfbærni eldri og elstu borgara til framtíðar. Það er síðan AFAR BRÝNT að ofangreindir biðlistar styttist verulega næstu misseri til betri nýtingar á okkar starfskröftum og annarra í heilbrigðiskerfinu að auki við augljósa betri lýðheilsu sem því fylgir. Grátleg ráðstöfun yfirvaldsins sem verður að taka til baka Að lokum kæri heilbrigðisráðherra. Í vikunni hitti ég konu. Hún er 88 ára. Hún fór í brjóstabrottnámsaðgerð nú síðveturs vegna krabbameins í brjósti. Ég endurtek 88 ára. Hún fer nú fljótlega í geislameðferð sem henni er sagt að verði 16 -18 skipti. Hún býr óstudd í eigin húsnæði. Hún mætti beiðnalaus í síðasta tíma til mín. Beiðnin hennar rann semsagt út nú nýverið. Ég þurfti að útskýra fyrir henni að fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefði tekið út möguleika á bráðabeiðnaskiptum, 5 á ári eða svo ( til þess að brúa beiðnir eða gefa færi á skoðun og mati sjúkraþjálfara án beiðni með leiðbeinandi þörf á beiðni eður ei fyrir lækna) sem hún annars hefur verið vön að geta notað til að brúa tímabil milli beiðna. Ég þurfti að árétta við hana að án beiðni væri hún ekki sjúkratryggð og þyrfti að borga að fullu tímann hjá mér. Hún vaknaði eins og herforingi til að hringja á heilsugæslustöð sína kl. 08.00. Númer 20 í röðinni. Þegar loks að henni kom var það til þess eins að fá að heyra að læknirinn hennar væri veikur. Heilsuvera.is eða 6 vikna biðtími eftir læknatíma var svarið. Hún er 88 ára og tölvukunnáttan ekki með heilsuveru.is á hreinu. Óskar Reykdalson sem ég hef haft góðar mætur á hefur því miður farið niður í trúverðugleika ef hann trúir því virkilega sjálfur að bið eftir heimilislæknatíma sé í mesta lagi 2 – 4 vikur á höfuðborgarsvæðinu líkt og hann fullyrti í útvarpsviðtali fyrir skemmstu. Þessi mál eru sannarlega á hans forræði og yfirsýnin hans. Í guðanna bænum kæri ráðherra. Ertu til í að leysa hið snarasta úr álögum þessa bölvun á aflögn bráðabeiðnaúrræðis sem fyrrverandi kollegi þinn kom á fyrir rúmu ári síðan eða svo. Þetta er akkúrat eitt af ótalmörgum atriðum sem hægja á skilvirkni kerfisins sem þú stýrir. Þetta er einungis eitt af vikulegum viðlíka uppákomum hjá undirrituðum varðandi þetta afleita afkvæmi fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Um er að ræða ekkert nema bráðatímafyrirhöfn (sem er af mjög skornum hjá heimilislæknum) og kostnað fyrir alla viðkomandi aðila varðandi þessa hömlun á þjónustu okkar sjúkraþjálfara. Það er ekkert mál og eðlilegt að teygja það að skjólstæðingar verði sér út um beiðni á nokkrum vikum frá sínum heimilislækni eða öðrum frá því að önnur rennur út líkt og áður var gæfulega reyndin til nokkuð margra ára. Ef það er til ein röksemdarfærsla fyrir því að réttlæta og hafa þessa ráðstöfun áfram vil ég heyra hana frá þér og ræða. Að öðrum kosti bið ég þig einlæglega að afnema þessa áþján fyrir notendur og starfsfólk heilbrigðiskerfisins. Höfundur er sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis / MT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
- Velkominn til starfa kæri heilbrigðisráðherra. Eftir að hafa tínt greinarnar eftir vorklippinguna í garðinum, hugsað ýmislegt djúpt og grynnra, fannst mér nauðsynlegt að rita nokkrar línur um þetta málefni sem blandast mikið í mína daglegu iðju. Það er kominn tím á ný, því miður. Línurnar verða af sömu miður ástæðu allt of margar. Undirritaður hefur nokkrum sinnum áður snert á stöðu og þróun heilbrigðiskerfisins. Títtnefndur heimsfaraldur hefur nú síðustu misseri haft að áliti sumra stöðu sakbornings um hvernig heilbrigðiskerfi Íslands er fyrirkomið. Þar skulum við halda til haga fyrri stöðu kerfisins. Ég ætla ekki að gera lítið úr því að ófyrirséð völtun þessa faraldurs yfir okkur sem aðrar þjóðir heims hefur reynt á öll þanmörk og úrræði kerfis sem er því miður til margra ára byggt á algjörum fúastoðum líkt og ég hef áður skrifað um. Ekki þarf að tíunda ótrúlega þrautseigju heilbrigðisstarfsfólks sem við eigum síðan eftir að sjá hvernig spjarar sig eftir þetta áreynslutímabili sem hefur þanið allan mannskap í botn víðast hvar í kerfinu. Stoðirnar Fúastoðir kerfisins fyrir febrúarmánuð árið 2020 höfðu eins og gefur að skilja ekkert með heimsfaraldur Covid-19 að gera. Það er hreinlega verkefni aldarinnar fyrir þig kæri heilbrigðisráðherra að reisa þetta kerfi við með verulegu pólitísku hugrekki og skynsemi meðal annars. Ráðgjöf frá fagaðilum í heilbrigðisstéttum í meira mæli væri m.a. ráðlegt að mati undirritaðs. Það hefur nýlega reynst ágætlega. Öflug landsframleiðsla og framleiðni innlends vinnuafls, betri lýðheilsa og sjálfbærni yngri, eldri og elstu borgara landsins byggist á skilvirkni þessa kerfis sem er alls ekki til staðar í dag með tilliti til þessara krafna. Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína að embættisbraut fyrri heilbrigðisráðherra er úttröðkuð ógæfusporum að mínu mati. Ég geri mér grein fyrir að þetta eru stór orð en ég er tilbúin að standa undir þeim. Það er algjörlega lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag í heild að moka kerfið upp úr þeirri djúpu holu sem það er í. Ástandið á því hefur m.a. stórversnað vegna þráhyggju fyrri ráðherra fyrir útilokun á útvistun úrræða til sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnana og fyrirtækja. Sérfræðilæknar koma fyrst upp í hugann varðandi stoðkerfissviðið. Þessi árátta hefur þó snúist algjörlega í höndunum á fyrri ráðherra til fullkomins tvöfalds heilbrigðiskerfis á nokkrum sviðum. Það er hreint með ólíkindum að slíkt geti náð þeim hæðum sem raun er á vakt Vinstri græns ráðherra heilbrigðismála. Notendur kerfisins sem hafa fjárráð til að fara fram fyrir biðlista með eigin kostun á t.d. nauðsynlegum aðgerðum eins og liðskiptaaðgerðum. Nú er það svo að ég starfa sem starfsmaður á plani sem sérfræðingur á mínu sviði í sjúkraþjálfun. Biðlistar til for- og endurhæfingar á starfsstofum okkar sjúkraþjálfara, og síðan mun lengri listar eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi en fyrir nokkrum árum síðan, er raunin. Við erum á fimmta hundrað sjúkraþjálfara sem störfum á starfsstofum okkar í nærumhverfi skjólstæðinga við forvarnarstarf, fræðslu, forhæfingu (prehabilitation) og endurhæfingu okkar skjólstæðinga svo það helsta sé nefnt. Hvað er ég að reyna að gera til gagns Forvarnarstarf mitt persónulega felst að mestu í að sporna við lífstíls-sjúkdómum og -einkennum, fræðslu um rétta og betri beitingu við vinnu, þjálfun og fleiri mikilvæga þætti í iðju okkar skjólstæðinga burtséð frá aldri þeiraa. Íþróttaiðkendur á öllum stigum frá þeim yngstu með vaxtaverkjavandamál til afreksíþróttamanna sem þurfa leiðbeiningar við álagsstillingu og kjörframmistöðu við hluta-atvinnumennsku og einnig elítu íþróttafólk í fullri atvinnumennsku. Fyrst ég er farinn að nefna á fimmta hundrað kollega mína þá er best að árétta að ég hef við mína sérfræðivinnu þessi forvarnarverkefni helst en þau geta verið margt um fleiri og misjöfn eftir áherslum og sérþekkingu sjúkraþjálfara á starfsstofum okkar um landið allt. Forhæfing (prehabilitation) í okkar starfi verður nú, með æ lengri biðlistum eftir liðskiptiaðgerðum, veglegur starfsþáttur til viðbótar við fyrri næg verkefni. Forvarnarstarf til að hindra frekari afleidd stoðkerfisvandamál hjá þeim skjólstæðingum er stór partur af forhæfingu. Önnur markmiðsvinna við þessa forhæfingu í praksís er að halda eldri skjólstæðingum í ástandi með ásættanlegt verkjaástand, lágmarksgetu til virkni daglegs lífs og uppbyggingar að því marki sem raunhæft er. Getustigi við almenna vinnuástundun og iðjufærni heima og heiman er haldið uppi ef það er raunhæfur kostur. LOKAMARKMIÐ forhæfingar í þessum vandamálum er að skila skjólstæðingum til aðgerðar þannig að sem mest gagn verði af aðgerðarinngripi til endurbyggingar á yfirleitt þungaberandi liðsvæðum eins og mjöðmum og hnjám. Semsagt kjörástand til áhrifaríkrar og helst stuttrar endurhæfingar sem grundvallast af góðum undirbúningi fyrir liðskiptiaðgerðir. Eins og titill greinarinnar gefur til kynna er nú kalt mat að bið eftir liðskiptiaðgerðum hefur lengst um líklega allt að hálft ár til viðbótar eftir gervilið í mjöðmum miðað við síðastliðin misseri. Þannig er biðtíminn eftir maðmarliðsskiptum líklega orðinn í kringum eitt ár. Erfiðara er fyrir undirritaðan að segja nákvæmlega til um bið eftir hnjáliðskiptum. Ýmislegt bendir til að raunbið eftir nauðsynlegum hnjáliðskiptum sé nú orðin vel á annað ár sé horft til aðgerða hérlendis. Það get ég sagt út frá þeim skjólstæðingum sem ég sinni vikulega að þetta er BIÐIN ENDALAUSA fyrir fleiri en færri þeirra. Andlegt og líkamlegt ástand fer ekki vel á þessum biðtíma fyrir þessa eldri einstaklinga get ég fullyrt. Það getur hrundið af stað ýmsum krónískum vandamálum. Langvarandi svefnvandamál er dæmi um slíka afleiðu af ofangreindum liðverkjavandamálum sem bíða liðskipta. Þar er á ferð vandamál sem getur verið ein af rótum alls ills því miður. Endurhæfing er síðan grunnstarf okkar við greiningu, meðhöndlun, sérhæfða sjúkraþjálfun og leiðbeinandi sjálfsþjálfun skjólstæðinga okkar við minni og stærri stoðkerfisvandamál og verkjavandamál á mismunandi forsendum til endurhæfingar og útskriftar. Viðhald ástands við langvarandi stoðkerfisvandamál sem ekki verða bætt að marki. Þar skiptir mestu máli að ástand versni ekki frekar til að halda getustigi einstaklinga uppi við verkefni daglegs lífs og sjálfsbjörg við eigin búsetu eins lengi og unnt er. Kerfislæg vandamál eru einnig í verulegu mæli frá taugakerfi, hjarta- og lungnavandamál, gigtarvandamál. Endurhæfing krabbameinssjúklinga eykst einnig á okkar starfsvettvangi. Samtal er oft byrjun á góðum samstarfsgrunni Nú er það svo kæri heilbrigðisráðherra að ég ræddi það í haust við kollega minn og Framsóknarmann að ég bæri verulegar væntingar til þín að stuðla að afar nauðsynlegri og skynsamlegri uppbyggingu þessa kerfis. Hann sagði sem svo að það yrði ekki byggt upp á einni nóttu en hafði væntingar til þess líkt og ég. Því get ég verið hjartanlega sammála með eina nóttina. En nú eru nokkrar nætur liðnar, líklega um hundrað og fimmtíu eða svo. Það sem ég bið um og þess vegna vil ég ýta á viðbrögð þín nú að ekki líði þúsund og ein nótt áður en verkin byrja að tala af þinni hálfu. Þá væri komið korter í næstu kosningar og dýrmætur tími liðinn. Sjúkratryggingar Íslands á fleygiferð í samstarfi við fagaðila heilbrigðiskerfisins Ég sem starfsmaður á plani hef ekki heyrt eitt orð um samningamál okkar við Sjúkratrygginar Íslands (SÍ) síðan ég veit ekki hvenær. Varðandi stjórn þeirrar stofnunar og framferði samninganefnda þar með niðurstöður um víðtækt samningaleysi við marga og stóra veitendur þjónustu í kerfinu eins og ég hef áður nefnt verð ég að telja algjört þrot þar á bæ. Bendir það sterklega til lélegrar framtíðarsýnar á breyttar og auknar þarfir í þjónustu heilbrigðiskerfisins að mínu mati. Samningamál þessi hafa í raun verið í ólestri frá því árið 2019, á fjórða ár, við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Á ný vísa ég í fyrri skrif mín varðandi framgöngu SÍ í þeim málum. Ríkið/SÍ hefur æ síðan látið skjólstæðinga sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara borga mismuninn af verðlagshækkunum og gjaldfallandi úreltri verðskrá SÍ. Sömu aðilar hafa þannig einir grætt á því nú til lengri tíma bókstaflega á kostnað þeirra þegna landsins sem þurfa að nota þjónustu okkar. Boðleg og trúverðug vinnubrögð er fyrsta krafa Til marks um þetta verð ég að lýsa síðustu orðum fyrrverandi heilbrigðisráðherra á sinni starfstíð í beinni útsendingu þar sem hann var spurður um árangur sinn sem heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir sagði eitthvað á þá leið að ein leiðin til að meta árangurinn væri að skoða kostnaðarhlutdeild einstaklinga við notkun heilbrigðiskerfisins hér á landi. Þetta var hennar val til að svara þessari spurningu. Hún nefndi ákveðna lækkun í prósentum á kostnaðarhlutdeild einstaklinga milli ára eða lengri tímabila. Það er eins kristaltært eins og ég sit hér og rita þessa grein að þáverandi heilbrigðisráðherra hafði ekki neinar forsendur til að vita raunverulegan meðalkostnað notenda kerfisins á þessum tímabilum eða milli síðustu ára. Augljósasta ástæða þeirrar fullyrðingar minnar er að notendur kerfisins hafa verið að borga ólík og margsskonar viðbótar-/aukagjöld síðustu misseri við hina ýmsu þjónustu allra mögulegra sérfræðilækna, sjúkraþjálfara og fleiri veitenda heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðisráðuneytið og eða Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki haft neinn möguleika á að hafa tiltakanlega yfirsýn um. Ég get ekki ætlað henni að hafa ekki vitað um þessi viðbótargjöld þar sem hún ætti að vera einna best meðvituð um víðtækt samningsleysi SÍ við margar og fjölmennar stéttir í heilbrigðiskerfinu. Mín ályktun verður því að vera sú að í besta falli er trúverðugleiki varðandi árangur heilbrigðisráðherra í lægstu lægðum sem er einfaldlega ótrúverðugt og ófaglegt framferði af hálfu Svandísar í embætti heilbrigðisráðherra. Sjúkratryggingar Íslands dæma sig síðan sjálfar með víðtækt samningsleysi, samninganefndir sem sækjast eftir afsláttum umfram gæði þjónustu sem er stærsti feill sem hægt er að hugsa sér að mínu mati til áhrifaríks starfs okkar. Það virðist vera meginmarkmið að pína þjónustuveitendur til þrotasamninga þar sem allir aðilar tapa á endanum, því miður. Veitendur, þiggjendur og samfélagið. 6 -7 milljarðar árlega af hálfu ríkisins/SÍ til samninga sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara er líkleg viðmiðunarspönn fjármagns sem nauðsynlegt er til þeirrar vinnu sem við þurfum að þjónusta kerfið í æ meira mæli líkt og ofan er útlistað. Þetta starf er eðlilega unnið við kjöraðstæður í nærumhverfi skjólstæðinga líkt og heilsugæslustöðvar landsins vítt og breytt. Þessir miklu fjármunir eru raunhæfir til áhrifaríks starfs okkar við síaukin ofangreind verkefni með uppbyggjandi sýn framávið og hagsmuni samfélagsins í forgrunni. Spönnin gefur til kynna hvar kostnaðarhlutdeild skjólstæðinga getur legið. Það verður að ákveðast pólitískt af stjórnvöldum kerfisins og SÍ. Til þess að við sem þjóð höfum efni á heilbrigðiskerfinu okkar er líklegt að hlutdeild kostnaðar hjá hverjum notanda þurfi að verða meiri en áður hefur verið, því miður. Ég hef áður sagt og segi á ný að þessum nægu fjármunum sem ég slæ á tölu með hér að ofan er mjög vel varið og litlir í raunsamhengi við fjárheimtur heilbrigðiskerfisins í heild. Sérþekking og grunnvinna að nauðsynlegum forvörnum, betri stoðkerfis- og lýðheilsu með hámarks sjálfbærni eldri og elstu borgara til framtíðar. Það er síðan AFAR BRÝNT að ofangreindir biðlistar styttist verulega næstu misseri til betri nýtingar á okkar starfskröftum og annarra í heilbrigðiskerfinu að auki við augljósa betri lýðheilsu sem því fylgir. Grátleg ráðstöfun yfirvaldsins sem verður að taka til baka Að lokum kæri heilbrigðisráðherra. Í vikunni hitti ég konu. Hún er 88 ára. Hún fór í brjóstabrottnámsaðgerð nú síðveturs vegna krabbameins í brjósti. Ég endurtek 88 ára. Hún fer nú fljótlega í geislameðferð sem henni er sagt að verði 16 -18 skipti. Hún býr óstudd í eigin húsnæði. Hún mætti beiðnalaus í síðasta tíma til mín. Beiðnin hennar rann semsagt út nú nýverið. Ég þurfti að útskýra fyrir henni að fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefði tekið út möguleika á bráðabeiðnaskiptum, 5 á ári eða svo ( til þess að brúa beiðnir eða gefa færi á skoðun og mati sjúkraþjálfara án beiðni með leiðbeinandi þörf á beiðni eður ei fyrir lækna) sem hún annars hefur verið vön að geta notað til að brúa tímabil milli beiðna. Ég þurfti að árétta við hana að án beiðni væri hún ekki sjúkratryggð og þyrfti að borga að fullu tímann hjá mér. Hún vaknaði eins og herforingi til að hringja á heilsugæslustöð sína kl. 08.00. Númer 20 í röðinni. Þegar loks að henni kom var það til þess eins að fá að heyra að læknirinn hennar væri veikur. Heilsuvera.is eða 6 vikna biðtími eftir læknatíma var svarið. Hún er 88 ára og tölvukunnáttan ekki með heilsuveru.is á hreinu. Óskar Reykdalson sem ég hef haft góðar mætur á hefur því miður farið niður í trúverðugleika ef hann trúir því virkilega sjálfur að bið eftir heimilislæknatíma sé í mesta lagi 2 – 4 vikur á höfuðborgarsvæðinu líkt og hann fullyrti í útvarpsviðtali fyrir skemmstu. Þessi mál eru sannarlega á hans forræði og yfirsýnin hans. Í guðanna bænum kæri ráðherra. Ertu til í að leysa hið snarasta úr álögum þessa bölvun á aflögn bráðabeiðnaúrræðis sem fyrrverandi kollegi þinn kom á fyrir rúmu ári síðan eða svo. Þetta er akkúrat eitt af ótalmörgum atriðum sem hægja á skilvirkni kerfisins sem þú stýrir. Þetta er einungis eitt af vikulegum viðlíka uppákomum hjá undirrituðum varðandi þetta afleita afkvæmi fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Um er að ræða ekkert nema bráðatímafyrirhöfn (sem er af mjög skornum hjá heimilislæknum) og kostnað fyrir alla viðkomandi aðila varðandi þessa hömlun á þjónustu okkar sjúkraþjálfara. Það er ekkert mál og eðlilegt að teygja það að skjólstæðingar verði sér út um beiðni á nokkrum vikum frá sínum heimilislækni eða öðrum frá því að önnur rennur út líkt og áður var gæfulega reyndin til nokkuð margra ára. Ef það er til ein röksemdarfærsla fyrir því að réttlæta og hafa þessa ráðstöfun áfram vil ég heyra hana frá þér og ræða. Að öðrum kosti bið ég þig einlæglega að afnema þessa áþján fyrir notendur og starfsfólk heilbrigðiskerfisins. Höfundur er sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis / MT.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun