Leggja áherslu á samgöngu- og húsnæðismál: „Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. apríl 2022 17:55 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og borgarstjóri, segir stefnu flokksins skýra. Mynd/Berglaug Samfylkingin í Reykjavík kynnti í dag áherslur sínar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði en helstu áherslumálin eru húsnæðissáttmáli, fjárfestingar í hverfinu, Borgarlína og betri borg fyrir börnin. Dagur B. Eggertsson, oddviti og borgarstjóri, kynnti kosningaáherslur flokksins í Gamla bíó en hann segir stefnuna skýra. Þá sé fólk sammála því að Reykjavík sé á réttri leið með Samfylkinguna í broddi fylkingar. Að hans sögn munu komandi kosningar snúast um hvort nýjar lausnir í samgöngumálum á borð við Borgarlínu nái fram að ganga eða hvort þær stöðvist, hvernig framtíð Miklubrautar og Sæbrautar í stokk verður. Hönnun Borgarlínu sé þegar vel á veg komin og framkvæmdir við hana hefjast innan árs. Þá snúist kosningarnar um hvort uppbygging óhagnaðadrifins húsnæðis haldi áfram. „Hvort við höldum áfram kraftmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis eða hvort það verði rifið í handbremsuna með því að dreifa byggð,“ segir Dagur. Í tilkynningu um málið er vísað til þess að nú þegar hafi verið gerðum samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið en nú þurfi húsnæðissáttmála. Samfylkingin vill tvöfalda fyrri áætlanir um uppbyggingu með því að byggja tíu þúsund óbúðir á næstu fimm árum. Takist það verði það met en flokkurinn segir það mögulegt með samstilltu átaki. Það var líf og fjör í Gamla bíó þegar áherslumálin voru kynnt. Mynd/Berglaug Þar að auki verði tekist á um hvort það eigi að fjárfesta í hverfum í formi íþróttamannvirkja, skóla og sundlauga. „Eða hvort allt það fjármagn verði sogað í burtu og sett í að byggja ný hverfi frá grunni utan borgarmarkanna,“ segir Dagur. „Við höfum einbeitt okkur að því á undanförnum árum að byggja upp þétta, líflega og áhugaverða borg fyrir alla Reykvíkinga. Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best til að halda áfram á réttri leið,“ segir hann enn fremur. Kosningaáherslurnar má finna í heild sinni hér. Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti og borgarstjóri, kynnti kosningaáherslur flokksins í Gamla bíó en hann segir stefnuna skýra. Þá sé fólk sammála því að Reykjavík sé á réttri leið með Samfylkinguna í broddi fylkingar. Að hans sögn munu komandi kosningar snúast um hvort nýjar lausnir í samgöngumálum á borð við Borgarlínu nái fram að ganga eða hvort þær stöðvist, hvernig framtíð Miklubrautar og Sæbrautar í stokk verður. Hönnun Borgarlínu sé þegar vel á veg komin og framkvæmdir við hana hefjast innan árs. Þá snúist kosningarnar um hvort uppbygging óhagnaðadrifins húsnæðis haldi áfram. „Hvort við höldum áfram kraftmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis eða hvort það verði rifið í handbremsuna með því að dreifa byggð,“ segir Dagur. Í tilkynningu um málið er vísað til þess að nú þegar hafi verið gerðum samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið en nú þurfi húsnæðissáttmála. Samfylkingin vill tvöfalda fyrri áætlanir um uppbyggingu með því að byggja tíu þúsund óbúðir á næstu fimm árum. Takist það verði það met en flokkurinn segir það mögulegt með samstilltu átaki. Það var líf og fjör í Gamla bíó þegar áherslumálin voru kynnt. Mynd/Berglaug Þar að auki verði tekist á um hvort það eigi að fjárfesta í hverfum í formi íþróttamannvirkja, skóla og sundlauga. „Eða hvort allt það fjármagn verði sogað í burtu og sett í að byggja ný hverfi frá grunni utan borgarmarkanna,“ segir Dagur. „Við höfum einbeitt okkur að því á undanförnum árum að byggja upp þétta, líflega og áhugaverða borg fyrir alla Reykvíkinga. Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best til að halda áfram á réttri leið,“ segir hann enn fremur. Kosningaáherslurnar má finna í heild sinni hér.
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira