Club Brugge notar QR-kóða gegn kynþáttafordómum Atli Arason skrifar 21. apríl 2022 10:00 Jan Breydel leikvangurinn rúmar alls 29.062 áhorfendur. Getty Images Belgíska félagsliðið Club Brugge ætlar að fara nýjar leiðir í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Félagið hefur prentað út rúmlega 24.000 QR-kóða sem verða límdir aftan á sæti á heimavelli félagsins, Jan Breydel vellinum. „Ekki hjá okkur“ er nýja slagorð félagsins og Club Brugge biður alla stuðningsmenn félagsins að taka þátt í aðgerð með þeim gegn kynþáttafordómum og að þaga ekki yfir óviðeigandi hegðun annara. „Það er lítill minnihlutahópur sem er að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Bob Madou, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Brugge. Uppsprettan á þessari aðgerð eru kynþáttafordómar sem Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Anderlecht, og leikmenn hans urðu fyrir þann 19. desember síðastliðinn þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Jan Breydel vellinum. Kompany gaf tilfinningaþrungið viðtal í kjölfar leiksins þar sem honum sárnaði mjög að stuðningsmenn Brugge komu að honum og hörundsdökkum leikmönnum Anderlecht, sögðu þeim að fara heim og kölluðu þá svarta apa allan leikinn. „Það hafa mjög margir áhorfendur kvartað yfir þessu og látið okkur vita að þau vilja ekki tengja sig við svona hegðun en þannig horfum við líka á þetta. Sá sem verður vís af kynþáttafordómum er ekki velkominn hér,“ bætti Madou við. Mál Kompany og leikmanna Anderlecht hefur verið í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu en það reynist erfitt að finna þá sökudólga sem áttu hlut að máli vegna skorts á sönnunargögnum. Þess vegna hefur félagið nú tekið til þess ráðs að setja QR-kóða aftan á sæti á leikvellinum svo aðrir áhorfendur sem verða vitni af þessari hegðun geta skannað kóðan og í leiðinni tilkynnt þessa hegðun svo starfsfólk vallarins geti brugðist strax við. „Með þessu viljum við höfða til ábyrgðar annara áhorfenda,“ sagði Madou. „Þá verður auðveldara fyrir þá að tilkynna óviðeigandi hegðun. Það hafa verið margar herferðir gegn kynþáttafordómum en þær ná ekki alltaf til þeirra sem þeim er ætlað. Svo þetta er ekki herferð gegn kynþáttafordómum heldur aðgerð,“ sagði framkvæmdastjóri viðskipta hjá Club Brugge, Bob Madou. Belgía Kynþáttafordómar Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
„Ekki hjá okkur“ er nýja slagorð félagsins og Club Brugge biður alla stuðningsmenn félagsins að taka þátt í aðgerð með þeim gegn kynþáttafordómum og að þaga ekki yfir óviðeigandi hegðun annara. „Það er lítill minnihlutahópur sem er að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Bob Madou, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Brugge. Uppsprettan á þessari aðgerð eru kynþáttafordómar sem Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Anderlecht, og leikmenn hans urðu fyrir þann 19. desember síðastliðinn þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Jan Breydel vellinum. Kompany gaf tilfinningaþrungið viðtal í kjölfar leiksins þar sem honum sárnaði mjög að stuðningsmenn Brugge komu að honum og hörundsdökkum leikmönnum Anderlecht, sögðu þeim að fara heim og kölluðu þá svarta apa allan leikinn. „Það hafa mjög margir áhorfendur kvartað yfir þessu og látið okkur vita að þau vilja ekki tengja sig við svona hegðun en þannig horfum við líka á þetta. Sá sem verður vís af kynþáttafordómum er ekki velkominn hér,“ bætti Madou við. Mál Kompany og leikmanna Anderlecht hefur verið í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu en það reynist erfitt að finna þá sökudólga sem áttu hlut að máli vegna skorts á sönnunargögnum. Þess vegna hefur félagið nú tekið til þess ráðs að setja QR-kóða aftan á sæti á leikvellinum svo aðrir áhorfendur sem verða vitni af þessari hegðun geta skannað kóðan og í leiðinni tilkynnt þessa hegðun svo starfsfólk vallarins geti brugðist strax við. „Með þessu viljum við höfða til ábyrgðar annara áhorfenda,“ sagði Madou. „Þá verður auðveldara fyrir þá að tilkynna óviðeigandi hegðun. Það hafa verið margar herferðir gegn kynþáttafordómum en þær ná ekki alltaf til þeirra sem þeim er ætlað. Svo þetta er ekki herferð gegn kynþáttafordómum heldur aðgerð,“ sagði framkvæmdastjóri viðskipta hjá Club Brugge, Bob Madou.
Belgía Kynþáttafordómar Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti