Club Brugge notar QR-kóða gegn kynþáttafordómum Atli Arason skrifar 21. apríl 2022 10:00 Jan Breydel leikvangurinn rúmar alls 29.062 áhorfendur. Getty Images Belgíska félagsliðið Club Brugge ætlar að fara nýjar leiðir í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Félagið hefur prentað út rúmlega 24.000 QR-kóða sem verða límdir aftan á sæti á heimavelli félagsins, Jan Breydel vellinum. „Ekki hjá okkur“ er nýja slagorð félagsins og Club Brugge biður alla stuðningsmenn félagsins að taka þátt í aðgerð með þeim gegn kynþáttafordómum og að þaga ekki yfir óviðeigandi hegðun annara. „Það er lítill minnihlutahópur sem er að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Bob Madou, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Brugge. Uppsprettan á þessari aðgerð eru kynþáttafordómar sem Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Anderlecht, og leikmenn hans urðu fyrir þann 19. desember síðastliðinn þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Jan Breydel vellinum. Kompany gaf tilfinningaþrungið viðtal í kjölfar leiksins þar sem honum sárnaði mjög að stuðningsmenn Brugge komu að honum og hörundsdökkum leikmönnum Anderlecht, sögðu þeim að fara heim og kölluðu þá svarta apa allan leikinn. „Það hafa mjög margir áhorfendur kvartað yfir þessu og látið okkur vita að þau vilja ekki tengja sig við svona hegðun en þannig horfum við líka á þetta. Sá sem verður vís af kynþáttafordómum er ekki velkominn hér,“ bætti Madou við. Mál Kompany og leikmanna Anderlecht hefur verið í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu en það reynist erfitt að finna þá sökudólga sem áttu hlut að máli vegna skorts á sönnunargögnum. Þess vegna hefur félagið nú tekið til þess ráðs að setja QR-kóða aftan á sæti á leikvellinum svo aðrir áhorfendur sem verða vitni af þessari hegðun geta skannað kóðan og í leiðinni tilkynnt þessa hegðun svo starfsfólk vallarins geti brugðist strax við. „Með þessu viljum við höfða til ábyrgðar annara áhorfenda,“ sagði Madou. „Þá verður auðveldara fyrir þá að tilkynna óviðeigandi hegðun. Það hafa verið margar herferðir gegn kynþáttafordómum en þær ná ekki alltaf til þeirra sem þeim er ætlað. Svo þetta er ekki herferð gegn kynþáttafordómum heldur aðgerð,“ sagði framkvæmdastjóri viðskipta hjá Club Brugge, Bob Madou. Belgía Kynþáttafordómar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
„Ekki hjá okkur“ er nýja slagorð félagsins og Club Brugge biður alla stuðningsmenn félagsins að taka þátt í aðgerð með þeim gegn kynþáttafordómum og að þaga ekki yfir óviðeigandi hegðun annara. „Það er lítill minnihlutahópur sem er að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Bob Madou, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Brugge. Uppsprettan á þessari aðgerð eru kynþáttafordómar sem Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Anderlecht, og leikmenn hans urðu fyrir þann 19. desember síðastliðinn þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Jan Breydel vellinum. Kompany gaf tilfinningaþrungið viðtal í kjölfar leiksins þar sem honum sárnaði mjög að stuðningsmenn Brugge komu að honum og hörundsdökkum leikmönnum Anderlecht, sögðu þeim að fara heim og kölluðu þá svarta apa allan leikinn. „Það hafa mjög margir áhorfendur kvartað yfir þessu og látið okkur vita að þau vilja ekki tengja sig við svona hegðun en þannig horfum við líka á þetta. Sá sem verður vís af kynþáttafordómum er ekki velkominn hér,“ bætti Madou við. Mál Kompany og leikmanna Anderlecht hefur verið í rannsókn hjá yfirvöldum í Belgíu en það reynist erfitt að finna þá sökudólga sem áttu hlut að máli vegna skorts á sönnunargögnum. Þess vegna hefur félagið nú tekið til þess ráðs að setja QR-kóða aftan á sæti á leikvellinum svo aðrir áhorfendur sem verða vitni af þessari hegðun geta skannað kóðan og í leiðinni tilkynnt þessa hegðun svo starfsfólk vallarins geti brugðist strax við. „Með þessu viljum við höfða til ábyrgðar annara áhorfenda,“ sagði Madou. „Þá verður auðveldara fyrir þá að tilkynna óviðeigandi hegðun. Það hafa verið margar herferðir gegn kynþáttafordómum en þær ná ekki alltaf til þeirra sem þeim er ætlað. Svo þetta er ekki herferð gegn kynþáttafordómum heldur aðgerð,“ sagði framkvæmdastjóri viðskipta hjá Club Brugge, Bob Madou.
Belgía Kynþáttafordómar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira