Innlent

Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Aðeins fáir starfsmenn Eflingar hafa mætt á skrifstofu félagsins eftir að þeim var sagt upp. Sjálf hefur Sólveig Anna ekki verið á staðnum en segist munu mæta þegar þess er þörf.
Aðeins fáir starfsmenn Eflingar hafa mætt á skrifstofu félagsins eftir að þeim var sagt upp. Sjálf hefur Sólveig Anna ekki verið á staðnum en segist munu mæta þegar þess er þörf. Vísir/Sigurjón

Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi félagsmönnum í gærkvöldi. 

Það var Morgunblaðið sem greindi frá. 

Vísir sagði frá því í gærkvöldi að samkvæmt heimildum fréttastofu stæði til að leggja til vantrauststillögu á hendur Sólveigu Önnu á fundinum. 

Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segir dagskrá fundarins opna en félagsmenn eigi skilið að fá útskýringar á hópuppsögn starfsmanna félagsins.

„Hún er bara að reyna að losna við alla sem eru á annarri skoðun en hún. Allir eru hneykslaðir út af þessu, þetta er bara svívirðilegt,“ segir Agnieszka um formanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×