Er þingmennska ævistarf? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. apríl 2022 08:01 Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði. Í ljósi nýjasta útspils formanna ríkisstjórnarflokkanna, þar sem þeir ætla að fórna undirmönnum og reyna sitja sjálfir sem fastast, þá þykir mér fullt tilefni til að rýna aðeins í starfsaldur sitjandi þingmanna. *Útreikningur byggir á upplýsingum um þingsetu af heimasíðu Alþingis, sirkað er að heilu ári í útreikningum (T.d. Starfsaldur frá kosningum 2021 talinn sem eitt ár). Taflan að ofan tekur saman upplýsingar um meðalstarfsaldur þingmanna sem og fjölda þingmanna eftir því á þingi númer hvað þeir eru (m.v. að „venjulegt“ þing sé fjögur ár). Við sjáum að fjörtíu og fimm þingmenn eru á sínu fyrsta eða öðru þingi, sem rýmar ágætlega við að meðalstarfsaldur á þingi er sex ár. Hinsvegar er tæplega fimmtungur þingmanna, tólf þingmenn, á sínu fjórða eða fimmta þingi og fjögur þeirra verða komin vel yfir tuttugu ár hvert ef þetta þing stendur yfir í fjögur ár! Í fljóti bragði mætti hugsa að það sé talsverð nýliðun á þinginu, stór hluti þingmanna sem kemur og er eitt eða tvö kjörtímabil og snýr sér síðan annað. Hinsvegar virðist svo vera annar hópur sem gerir þingmennsku að sínu ævistarfi. Er ásættanlegt að þingmennska sé ævistarf? Þingmenn eru allir lýðræðislega kjörnir og því má vel færa rök fyrir því að þetta sé það fólk sem þjóðin vill helst hafa á þingi. Það er þó undir þingflokkunum sjálfum komið hvernig þeir stilla upp sínum listum, sem kann að vera öllu minna lýðræðislegt ferli. Á kjörstað geta kjósendur flokks svo strikað út frambjóðendur á listanum ef þeim líst illa á þá, en það kerfi er þó þannig uppbyggt að það hefur nánast engin áhrif heilt á litið. Í kerfi sem þessu, þar sem kjósendum kann að þykja að þeir eigi samleið með einum eða fáum flokkum, geta þeir endað með að sitja fastir með vel tengda flokksmenn ofarlega á lista jafnvel áratugum saman. Í fjölda landa þykir ekki gott að þjóðhöfðingar sitji of lengi og því er sett hámark á fjölda kjörtímabila sem þeir mega sitja. Það er gjarnan gert til þess að viðkomandi geti ekki sölsað til sín of miklum völdum og orðið óbeinir einræðisherrar. Sumstaðar gildir slíkt hið sama um þingmenn, til að mynda tók Mexíkó upp tveggja kjörtímabila hámark (12 ár samtals) fyrir öldungardeildar þingmenn árið 2018, en samskonar úrræði hafa verið notuð á ýmsum stöðum allt aftur til forn Grikkja. Sömu rök eiga þar við og fyrir þjóðhöfðingjana, að ákveðnir aðilar geti ekki setið langtímum saman í valdamiklum embættum og komið sér og sínum í sífellt meiri völd og mikilvægari stöður. En það þarf ekki að hugsa slíkar takmarkanir út frá valdabrölti. Velta má fyrir sér hvort það sé sama gagn fyrir þjóðina af atvinnupólitíkusum og hún hefur af nýliðum. Fyrir mitt leiti tel ég að eldmóður flestra sem koma á þing dugi ekki áratugum saman, og jafnvel ef hann gerir það þá tel ég að þeir hafi flestir komið sínum hugmyndum á framfæri á fyrsta áratug þingmennskunnar. Svo ekki sé minnst á þá áhættu að þingmenn séu sífellt að vinna að endurkjöri fyrir næsta kjörtímabil, að spila leikinn rétt, í stað þess að taka slaginn núna. Heilt á litið hugsa ég að hættan á óæskilegu valdabrölti, fallandi notagildi og langsetu atvinnuþingmanna í óþökk kjósenda sé of mikil. Að sú hætta trompi allt tal um að gagn þingmanna aukist því betur sem þeir kunna á kerfið og starfið, eða að þeir séu eilífðar uppsprettur gagnlegra hugmynd og laga. Svo hvernig væri að velta fyrir okkur af alvöru möguleikanum á hámarkstíma á þingi? Mætti t.d. segja þrjú kjörtímabil, fjögur ár hvert. Eða kannski almennt tólf ára hámark og að ekki megi bjóða sig fram eftir setu í meira en tíu ár*, kjörtímabil eiga jú til að vera mislöng á Íslandi. Höfundur hefur áhyggjur af skaðsemi atvinnuþingmanna. * Toppurinn væri þá 9 ár + 4 ár = 13 ár, ef kjörtímabilin raðast þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Alþingi Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði. Í ljósi nýjasta útspils formanna ríkisstjórnarflokkanna, þar sem þeir ætla að fórna undirmönnum og reyna sitja sjálfir sem fastast, þá þykir mér fullt tilefni til að rýna aðeins í starfsaldur sitjandi þingmanna. *Útreikningur byggir á upplýsingum um þingsetu af heimasíðu Alþingis, sirkað er að heilu ári í útreikningum (T.d. Starfsaldur frá kosningum 2021 talinn sem eitt ár). Taflan að ofan tekur saman upplýsingar um meðalstarfsaldur þingmanna sem og fjölda þingmanna eftir því á þingi númer hvað þeir eru (m.v. að „venjulegt“ þing sé fjögur ár). Við sjáum að fjörtíu og fimm þingmenn eru á sínu fyrsta eða öðru þingi, sem rýmar ágætlega við að meðalstarfsaldur á þingi er sex ár. Hinsvegar er tæplega fimmtungur þingmanna, tólf þingmenn, á sínu fjórða eða fimmta þingi og fjögur þeirra verða komin vel yfir tuttugu ár hvert ef þetta þing stendur yfir í fjögur ár! Í fljóti bragði mætti hugsa að það sé talsverð nýliðun á þinginu, stór hluti þingmanna sem kemur og er eitt eða tvö kjörtímabil og snýr sér síðan annað. Hinsvegar virðist svo vera annar hópur sem gerir þingmennsku að sínu ævistarfi. Er ásættanlegt að þingmennska sé ævistarf? Þingmenn eru allir lýðræðislega kjörnir og því má vel færa rök fyrir því að þetta sé það fólk sem þjóðin vill helst hafa á þingi. Það er þó undir þingflokkunum sjálfum komið hvernig þeir stilla upp sínum listum, sem kann að vera öllu minna lýðræðislegt ferli. Á kjörstað geta kjósendur flokks svo strikað út frambjóðendur á listanum ef þeim líst illa á þá, en það kerfi er þó þannig uppbyggt að það hefur nánast engin áhrif heilt á litið. Í kerfi sem þessu, þar sem kjósendum kann að þykja að þeir eigi samleið með einum eða fáum flokkum, geta þeir endað með að sitja fastir með vel tengda flokksmenn ofarlega á lista jafnvel áratugum saman. Í fjölda landa þykir ekki gott að þjóðhöfðingar sitji of lengi og því er sett hámark á fjölda kjörtímabila sem þeir mega sitja. Það er gjarnan gert til þess að viðkomandi geti ekki sölsað til sín of miklum völdum og orðið óbeinir einræðisherrar. Sumstaðar gildir slíkt hið sama um þingmenn, til að mynda tók Mexíkó upp tveggja kjörtímabila hámark (12 ár samtals) fyrir öldungardeildar þingmenn árið 2018, en samskonar úrræði hafa verið notuð á ýmsum stöðum allt aftur til forn Grikkja. Sömu rök eiga þar við og fyrir þjóðhöfðingjana, að ákveðnir aðilar geti ekki setið langtímum saman í valdamiklum embættum og komið sér og sínum í sífellt meiri völd og mikilvægari stöður. En það þarf ekki að hugsa slíkar takmarkanir út frá valdabrölti. Velta má fyrir sér hvort það sé sama gagn fyrir þjóðina af atvinnupólitíkusum og hún hefur af nýliðum. Fyrir mitt leiti tel ég að eldmóður flestra sem koma á þing dugi ekki áratugum saman, og jafnvel ef hann gerir það þá tel ég að þeir hafi flestir komið sínum hugmyndum á framfæri á fyrsta áratug þingmennskunnar. Svo ekki sé minnst á þá áhættu að þingmenn séu sífellt að vinna að endurkjöri fyrir næsta kjörtímabil, að spila leikinn rétt, í stað þess að taka slaginn núna. Heilt á litið hugsa ég að hættan á óæskilegu valdabrölti, fallandi notagildi og langsetu atvinnuþingmanna í óþökk kjósenda sé of mikil. Að sú hætta trompi allt tal um að gagn þingmanna aukist því betur sem þeir kunna á kerfið og starfið, eða að þeir séu eilífðar uppsprettur gagnlegra hugmynd og laga. Svo hvernig væri að velta fyrir okkur af alvöru möguleikanum á hámarkstíma á þingi? Mætti t.d. segja þrjú kjörtímabil, fjögur ár hvert. Eða kannski almennt tólf ára hámark og að ekki megi bjóða sig fram eftir setu í meira en tíu ár*, kjörtímabil eiga jú til að vera mislöng á Íslandi. Höfundur hefur áhyggjur af skaðsemi atvinnuþingmanna. * Toppurinn væri þá 9 ár + 4 ár = 13 ár, ef kjörtímabilin raðast þannig.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun