Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2022 23:16 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. segir að til lengri tíma litið myndi NATO-aðild Svíþjóðar og Finnlands tvímælalaust styrkja varnir Norðurlandanna og þar með einnig Íslands. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. Þetta sagði Baldur í samtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. Þar var möguleg NATO-aðild Svía og Finna meðal annars til umræðu, áhrifin sem slík aðild myndi hafa á Ísland, umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu og framvinda innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Rússnesk stjórnvöld hafa hótað því að bregðast við af fullu afli ef Finnar og Svíar sækja um aðild að NATO. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki. Eina sem þeir hafa gefið í skyn að fæli í þessu er að þeir muni kjarnorkuvæðast á Eystrasaltinu og hóta Finnum og Svíum þá kjarnorkuvæðingu Eystrasaltsins. Litháar hafa þó stigið inn í þá umræðu og sagt að þeir hafi nú þegar kjarnorkuvopn þar, Rússarnir,“ segir Baldur. Verðum að huga að þessum málum Baldur sagði að Ísland, sem sé eitt Norðurlandanna og eitt Atlantshafsbandalagsríkja, geti alveg eins orðið fyrir refsiaðgerðum Rússa eins og önnur ríki Norðurlandanna og Atlantshafsbandalagsins. „Þess hegna held ég að það sé mikilvægt fyrir öll ríki í Vestur-Evrópu að huga að því hvað hugsanlega Rússland gæti gert. Og Ísland er ekkert eyland í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að við hugum líka að þessum málum.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að íslensk stjórnvöld myndu styðja aðildarumsókn Finna að NATO, myndi slík berast. Hávær umræða er nú uppi bæði í Finnlandi og Svíþjóð um hvort rétt sé að sækja um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld meti varnarþörfina Baldur hefur meðal annars nefnt í umræðunni um öryggis- og varnarmál Íslands, hvort velta megi fyrir sér hvort Ísland sé veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO. Hvað áttu við með því? Erum við berskjölduð eða berskjaldaðri að einhverju leyti? „Það sem ég á við er að við erum minnsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins,“ segir Baldur. „Við erum eina bandalagsríkið sem er ekki með her, sem er ekki með varnarlið á landinu. Þannig að það gæti einhver litið svo á að við séum veikasti hlekkurinn í þessari keðju, varnarkeðju. Það er mikilvægt að huga að því á meðan svo er, hvort að við þurfum að gera eitthvað enn frekar til að styrkja stöðu okkar. Og ég hef talað fyrir því að það sé mikilvægt að íslensk stjórnvöld byrji sjálf að meta það, hver sé varnarþörfin fyrir Ísland. Og að þeirri vinnu lokinni tökum við upp viðræður við okkar bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli best háttað.“ En gæti það ekki styrkt stöðu Íslands ef öll Norðurlöndin yrðu aðilar að NATO? „Jú, ég er alveg sammála því. Ef Finnar og Svíar ganga í bandalagið, þó að sú ákvörðun að sækja um aðild muni skapa ákveðna óvissu, skapa óöryggi á Norðurlöndunum vegna þessara hótana Rússa, en til lengri tíma litið þá myndi það tvímælalaust styrkja varnir Norðurlandanna og þar á meðal Íslands. Vegna þess að þá munu öll þessi fimm lönd – Norðurlöndin – vera líklegri til að tala einni röddu innan Atlantshafsbandalagsins og leiða til enn nánari varnarsamvinnu á milli ríkjanna fimm heldur en þegar er,“ segir Baldur. Í viðtalinu var einnig meðal annars rætt um Evrópusambandsumsókn Úkraínumanna. Baldur segist þó ekki hafa mikla trú á því að Úkraína geti gengið inn í sambandið með einhverjum flýtileiðum, án þess að uppfylla þau skilyrði um aðild sem sambandið sjálft geri til umsóknarríkja. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Reykjavík síðdegis Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Þetta sagði Baldur í samtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. Þar var möguleg NATO-aðild Svía og Finna meðal annars til umræðu, áhrifin sem slík aðild myndi hafa á Ísland, umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu og framvinda innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Rússnesk stjórnvöld hafa hótað því að bregðast við af fullu afli ef Finnar og Svíar sækja um aðild að NATO. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki. Eina sem þeir hafa gefið í skyn að fæli í þessu er að þeir muni kjarnorkuvæðast á Eystrasaltinu og hóta Finnum og Svíum þá kjarnorkuvæðingu Eystrasaltsins. Litháar hafa þó stigið inn í þá umræðu og sagt að þeir hafi nú þegar kjarnorkuvopn þar, Rússarnir,“ segir Baldur. Verðum að huga að þessum málum Baldur sagði að Ísland, sem sé eitt Norðurlandanna og eitt Atlantshafsbandalagsríkja, geti alveg eins orðið fyrir refsiaðgerðum Rússa eins og önnur ríki Norðurlandanna og Atlantshafsbandalagsins. „Þess hegna held ég að það sé mikilvægt fyrir öll ríki í Vestur-Evrópu að huga að því hvað hugsanlega Rússland gæti gert. Og Ísland er ekkert eyland í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að við hugum líka að þessum málum.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að íslensk stjórnvöld myndu styðja aðildarumsókn Finna að NATO, myndi slík berast. Hávær umræða er nú uppi bæði í Finnlandi og Svíþjóð um hvort rétt sé að sækja um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld meti varnarþörfina Baldur hefur meðal annars nefnt í umræðunni um öryggis- og varnarmál Íslands, hvort velta megi fyrir sér hvort Ísland sé veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO. Hvað áttu við með því? Erum við berskjölduð eða berskjaldaðri að einhverju leyti? „Það sem ég á við er að við erum minnsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins,“ segir Baldur. „Við erum eina bandalagsríkið sem er ekki með her, sem er ekki með varnarlið á landinu. Þannig að það gæti einhver litið svo á að við séum veikasti hlekkurinn í þessari keðju, varnarkeðju. Það er mikilvægt að huga að því á meðan svo er, hvort að við þurfum að gera eitthvað enn frekar til að styrkja stöðu okkar. Og ég hef talað fyrir því að það sé mikilvægt að íslensk stjórnvöld byrji sjálf að meta það, hver sé varnarþörfin fyrir Ísland. Og að þeirri vinnu lokinni tökum við upp viðræður við okkar bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli best háttað.“ En gæti það ekki styrkt stöðu Íslands ef öll Norðurlöndin yrðu aðilar að NATO? „Jú, ég er alveg sammála því. Ef Finnar og Svíar ganga í bandalagið, þó að sú ákvörðun að sækja um aðild muni skapa ákveðna óvissu, skapa óöryggi á Norðurlöndunum vegna þessara hótana Rússa, en til lengri tíma litið þá myndi það tvímælalaust styrkja varnir Norðurlandanna og þar á meðal Íslands. Vegna þess að þá munu öll þessi fimm lönd – Norðurlöndin – vera líklegri til að tala einni röddu innan Atlantshafsbandalagsins og leiða til enn nánari varnarsamvinnu á milli ríkjanna fimm heldur en þegar er,“ segir Baldur. Í viðtalinu var einnig meðal annars rætt um Evrópusambandsumsókn Úkraínumanna. Baldur segist þó ekki hafa mikla trú á því að Úkraína geti gengið inn í sambandið með einhverjum flýtileiðum, án þess að uppfylla þau skilyrði um aðild sem sambandið sjálft geri til umsóknarríkja. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Reykjavík síðdegis Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00