Saman erum við óstöðvandi Hilda Jana Gísladóttir skrifar 19. apríl 2022 11:01 Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Eftir áralangar tilraunir tókst okkur að sameina krafta landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga beggja vegna Vaðlaheiðarinnar. Það kostaði þrotlausa vinnu en afrakstur erfiðisins hefur nú birst okkur í kröftugu og markvissu starfi SSNE, þökk sé góðu samstarfi og frábæru starfsfólki. SSNE hefur tekið þátt í fjölbreyttu samstarfi og staðið fyrir og styrkt fjölmörg verkefni. Svo nokkur dæmi séu tekin þá má nefna: Niceair; nýtt flugfélag, uppbyggingu velferðartækniklasa, Norðurslóðamiðstöð Íslands, Eimur; fyrir sjálfbæru samfélagi, listnám á háskólastigi og fjárfestahátíð á Siglufirði. Við hjá SSNE höfum tekið hlutverki okkar alvarlega er varðar samráð, aðhald og samstarf við ríkisvaldið, þar sem margvíslegur árangur hefur náðst. Þá hafa sveitarfélög nýtt sameiginlegan vettvang SSNE vegna ýmissa verkefna og má nefna að nú er unnið að gerð samgöngustefnu og innviðagreiningu, svæðisáætlun um meðhöndlun sorps, samstarfi safna og hagkvæmnimati á uppbyggingu líforkuvers. Sem stjórnarformaður SSNE hef ég frá upphafi lagt ríka áherslu á sameiginlega hagsmuni í landshlutanum, samhliða því að taka tillit til ólíkra aðstæðna. Ómálefnanlegur hrepparígur þarf að heyra sögunni til, enda sjáum við að með því að nýta sameiginlegan slagkraft landshlutans þá erum við óstöðvandi. Það er hreinlega nauðsynlegt að á næsta kjörtímabili haldist pólitísk samstaða um að byggja ofan á þann trausta grunn sem við höfum lagt og býð ég fram krafta mína til að halda því verkefni áfram. Höfundur er stjórnarformaður SSNE og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Akureyri Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Eftir áralangar tilraunir tókst okkur að sameina krafta landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga beggja vegna Vaðlaheiðarinnar. Það kostaði þrotlausa vinnu en afrakstur erfiðisins hefur nú birst okkur í kröftugu og markvissu starfi SSNE, þökk sé góðu samstarfi og frábæru starfsfólki. SSNE hefur tekið þátt í fjölbreyttu samstarfi og staðið fyrir og styrkt fjölmörg verkefni. Svo nokkur dæmi séu tekin þá má nefna: Niceair; nýtt flugfélag, uppbyggingu velferðartækniklasa, Norðurslóðamiðstöð Íslands, Eimur; fyrir sjálfbæru samfélagi, listnám á háskólastigi og fjárfestahátíð á Siglufirði. Við hjá SSNE höfum tekið hlutverki okkar alvarlega er varðar samráð, aðhald og samstarf við ríkisvaldið, þar sem margvíslegur árangur hefur náðst. Þá hafa sveitarfélög nýtt sameiginlegan vettvang SSNE vegna ýmissa verkefna og má nefna að nú er unnið að gerð samgöngustefnu og innviðagreiningu, svæðisáætlun um meðhöndlun sorps, samstarfi safna og hagkvæmnimati á uppbyggingu líforkuvers. Sem stjórnarformaður SSNE hef ég frá upphafi lagt ríka áherslu á sameiginlega hagsmuni í landshlutanum, samhliða því að taka tillit til ólíkra aðstæðna. Ómálefnanlegur hrepparígur þarf að heyra sögunni til, enda sjáum við að með því að nýta sameiginlegan slagkraft landshlutans þá erum við óstöðvandi. Það er hreinlega nauðsynlegt að á næsta kjörtímabili haldist pólitísk samstaða um að byggja ofan á þann trausta grunn sem við höfum lagt og býð ég fram krafta mína til að halda því verkefni áfram. Höfundur er stjórnarformaður SSNE og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar