Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. apríl 2022 07:00 Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. Þó svo nánast öll börn í Reykjavík fari í leikskóla, eru það ekki öll. Viðreisn í Reykjavík vill því fella niður alla þröskulda fyrir leikskólanám fimm ára barna. Við viljum betri borg fyrir öll börn og að þau fari ekki á mis við mikilvægt nám og stað til að efla félagslegan þroska sinn. Við teljum sérstaklega mikilvægt að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess sem leikskólar hafa upp á bjóða og að inngilding hefjist í leikskólum. Því vill Viðreisn að leikskólagjöld fimm ára barna, fyrir allt að sex klukkustunda vistun á dag, verði felld niður í Reykjavík. Við teljum að endurgjaldslaus vistun fimm ára barna á leikskólum styðji við jafna þátttöku á vinnumarkaði, treysti stöðu leikskólans sem fyrsta skólastigsins og ýti undir félagslega blöndun með því að fækka þeim börnum sem ekki sækja leikskóla. Ef það er vilji mennta- og barnamálaráðherra að tengja betur leik- og grunnskóla, með því að hefja skólaskyldu fimm ára barna á forsendum leikskólastarfsins, er Viðreisn tilbúin að taka þátt í því samtali. Bættar starfsaðstæður á leikskólum Við í Viðreisn höfum unnið ötullega að því að bæta leikskólana, í þágu barna og fjölskyldna. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því að brúa bilið, þannig að börn komist í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Og að þau komist að í þeim hverfum þar sem foreldrar vilja pláss, hvort sem það er í nálægð við heimili eða vinnustað. Í ár verða 850 ný leikskólarými opnuð, með því að fjölga rýmum í þeim leikskólum sem fyrir eru og með því að opna 7 nýja leikskóla. Á næstu þremur árum verður rýmum fjölgað um 1680, í takt við fjölgun barna í Reykjavík. Við vitum að til að brúa bilið og fjölga börnum í leikskóla þarf fleira starfsfólk. Fyrir síðustu kosningar höfðum við verulegar áhyggjur af brottfalli leikskólakennara og lögðum því áherslu á að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Kerfisbundið hefur verið unnið að því markmiði á síðustu fjórum árum, m.a. með því að fækka börnum á hvern starfsmann, stytta vinnuvikuna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við höfum fjölgað verulega starfsfólki á leikskólum og þannig dregið úr álagi á hvern starfsmann. Það eru fleiri tillögur á teikniborðinu um hvernig hægt er að gera starf í leikskólum að aðlaðandi valkosti og að þeim munum við vinna á komandi kjörtímabili. Faglegt starf, rammað inn af óformlegri leik og stuðning Ein tillaga, sem varð til í samtali við leikskólakennara, er að endurskipuleggja starf leikskóla borgarinnar, þannig að meginþungi faglegs starfs sem byggir á aðalnámskrá leikskóla, stefnu, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og menntastefnu Reykjavíkurborgar, hefjst innan hvers leikskóla á sama tíma, svo það sé hægt að ganga að því skipulagi vísu. Faglegt starf sé svo rammað inn af óformlegra skipulagi, sem einkennist af frjálsum leik, með áherslu á grunnþarfir barna og einstaklingsbundna aðstoð. Hið óformlega skipulag sé í upphafi dags, á meðan börnin koma á leikskólann og svo seinnipartinn, þar til þau fara heim. Klukkan hvað faglega starfið hefst getur verið sveigjanlegt á milli leikskóla. Það gæti hentað sumum leikskólum að hefja þennan meginþunga faglegs starfs fyrr á daginn eða ljúka honum síðar. Þar sem þetta er sá hluti menntastarfsins í leikskólanum sem er mikilvægast fyrir hvert barn er það tillaga Viðreisnar að hann verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn. Þannig getum við tryggt að sem flest börn fái að njóta þessa faglega og góða starfs sem leikskólar hafa upp á að bjóða. Þannig byggjum betri borg fyrir börn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Leikskólar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. Þó svo nánast öll börn í Reykjavík fari í leikskóla, eru það ekki öll. Viðreisn í Reykjavík vill því fella niður alla þröskulda fyrir leikskólanám fimm ára barna. Við viljum betri borg fyrir öll börn og að þau fari ekki á mis við mikilvægt nám og stað til að efla félagslegan þroska sinn. Við teljum sérstaklega mikilvægt að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess sem leikskólar hafa upp á bjóða og að inngilding hefjist í leikskólum. Því vill Viðreisn að leikskólagjöld fimm ára barna, fyrir allt að sex klukkustunda vistun á dag, verði felld niður í Reykjavík. Við teljum að endurgjaldslaus vistun fimm ára barna á leikskólum styðji við jafna þátttöku á vinnumarkaði, treysti stöðu leikskólans sem fyrsta skólastigsins og ýti undir félagslega blöndun með því að fækka þeim börnum sem ekki sækja leikskóla. Ef það er vilji mennta- og barnamálaráðherra að tengja betur leik- og grunnskóla, með því að hefja skólaskyldu fimm ára barna á forsendum leikskólastarfsins, er Viðreisn tilbúin að taka þátt í því samtali. Bættar starfsaðstæður á leikskólum Við í Viðreisn höfum unnið ötullega að því að bæta leikskólana, í þágu barna og fjölskyldna. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því að brúa bilið, þannig að börn komist í leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Og að þau komist að í þeim hverfum þar sem foreldrar vilja pláss, hvort sem það er í nálægð við heimili eða vinnustað. Í ár verða 850 ný leikskólarými opnuð, með því að fjölga rýmum í þeim leikskólum sem fyrir eru og með því að opna 7 nýja leikskóla. Á næstu þremur árum verður rýmum fjölgað um 1680, í takt við fjölgun barna í Reykjavík. Við vitum að til að brúa bilið og fjölga börnum í leikskóla þarf fleira starfsfólk. Fyrir síðustu kosningar höfðum við verulegar áhyggjur af brottfalli leikskólakennara og lögðum því áherslu á að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Kerfisbundið hefur verið unnið að því markmiði á síðustu fjórum árum, m.a. með því að fækka börnum á hvern starfsmann, stytta vinnuvikuna og auka undirbúningstíma leikskólakennara. Við höfum fjölgað verulega starfsfólki á leikskólum og þannig dregið úr álagi á hvern starfsmann. Það eru fleiri tillögur á teikniborðinu um hvernig hægt er að gera starf í leikskólum að aðlaðandi valkosti og að þeim munum við vinna á komandi kjörtímabili. Faglegt starf, rammað inn af óformlegri leik og stuðning Ein tillaga, sem varð til í samtali við leikskólakennara, er að endurskipuleggja starf leikskóla borgarinnar, þannig að meginþungi faglegs starfs sem byggir á aðalnámskrá leikskóla, stefnu, hugmyndafræði og námskrá leikskólans og menntastefnu Reykjavíkurborgar, hefjst innan hvers leikskóla á sama tíma, svo það sé hægt að ganga að því skipulagi vísu. Faglegt starf sé svo rammað inn af óformlegra skipulagi, sem einkennist af frjálsum leik, með áherslu á grunnþarfir barna og einstaklingsbundna aðstoð. Hið óformlega skipulag sé í upphafi dags, á meðan börnin koma á leikskólann og svo seinnipartinn, þar til þau fara heim. Klukkan hvað faglega starfið hefst getur verið sveigjanlegt á milli leikskóla. Það gæti hentað sumum leikskólum að hefja þennan meginþunga faglegs starfs fyrr á daginn eða ljúka honum síðar. Þar sem þetta er sá hluti menntastarfsins í leikskólanum sem er mikilvægast fyrir hvert barn er það tillaga Viðreisnar að hann verði gjaldfrjáls fyrir fimm ára börn. Þannig getum við tryggt að sem flest börn fái að njóta þessa faglega og góða starfs sem leikskólar hafa upp á að bjóða. Þannig byggjum betri borg fyrir börn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun