Nýja Árborg, við elskum þig! Tómas Ellert Tómasson og Ari Már Ólafsson skrifa 17. apríl 2022 09:00 M-listi Miðflokksins bauð fram í fyrsta sinni í sveitarfélaginu Árborg fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar sem haldnar voru í maí 2018. Við buðum þá fram undir kjörorðinu „Nýtt upphaf í Árborg“, með því var tónninn sleginn fyrir kjörtímabilið sem nú er senn á enda. Nú bjóðum við fram undir kjörorðinu „Nýja Árborg“. Verkin tala Verkefnin sem biðu meirihluta bæjarstjórnar sem myndaður var í kjölfar kosninganna 2018 í sveitarfélaginu Árborg, eftir átta ára valdatíð D-lista Sjálfstæðisflokksins, voru risavaxin. Fáir óska eftir því nú að slík staða banki aftur uppá í sveitarfélaginu, nema þá kannski helst fáir útvaldir. Úrlausnarefnin kröfðust skynsamlegra lausna og stjórnmálamanna sem voru tilbúnir til að berjast fyrir bestu og skynsamlegustu lausnunum. Það er alls ekki sjálfgefið að slíkir stjórnmálamenn séu til staðar þegar á þarf að halda. Og það er heldur ekki sjálfgefið að svo vel hafi heppnast til við uppbyggingu og endurreisn sveitarfélags eins og raun ber vitni í sveitarfélaginu Árborg. Undanfarin fjögur ár hefur sveitarfélgið Árborg tekið algerum stakkaskiptum. Hugmyndirnar sem settar voru fram og áætlanirnar sem gerðar voru í upphafi kjörtímabilsins og unnið var eftir hafa nú risið og raungerst hver af annarri. Um allt land er eftir því tekið hve vel hefur heppnast til. Umframeftirspurn eftir húsnæði og hin fordæmalausa íbúafjölgun í sveitarfélaginu segir sína sögu um hve eftirsóknarvert það er orðið að búa í sveitarfélaginu. Nýja Árborg Sveitarfélagið Árborg er langfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi og á sem slíkt að vera í fararbroddi sveitarfélaga á svæðinu í að bjóða íbúum sínum upp á bestu mögulegu aðstöðu á öllum sviðum. Endurreisnar- og uppbyggingarstarfið sem hófst um vorið 2018 er nú komið vel af stað sem lýsir sér meðal annars í því að stjórnsýslan hefur umbreyst úr steinaldarvinnubrögðum mælt í tölvuárum í nútímavinnubrögð. Hvert sem litið er til innan stjórnsýslunnar nú að þá vekja snjöll og nútímaleg vinnubrögð starfsmanna eftirtekt og öfund annarra sveitarfélaga. Samvinna allra og frumkvæði starfsmanna er þar aðalsmerki. Þær fjárfestingar sem ráðist hefur verið í og er ýmist lokið, eru í framkvæmd eða að komast til framkvæmdar hafa svo gert sveitarfélagið að einum eftirsóttasta búsetukosti landsins - enda þjónusta við fjölskyldur í forgangi. Nýr grunnskóli, Stekkjaskóli hefur verið stofnaður, starfsemi komin í gang og nýbygging hans verður tekin í notkun í haust, nýr sex deilda leikskóli Goðheimar er kominn í notkun auk þess sem að vinna er farin af stað með það fyrir augum að auka við leikskólapláss í sveitarfélaginu með nýbyggingu. Vinna er hafin við að koma blómlegri skólastarfsemi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í viðunandi húsnæði til framtíðar. Blásið hefur verið til sóknar í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Selfosshöllin nýtt 6500 fermetra fjölnota íþróttahús var tekið í notkun á haustmánuðum. Sveitarfélagið hefur svo komið myndarlega að framkvæmd nýs 18 holu golfvallar sem nú er að verða að veruleika við bakka Ölfusár auk þess sem vinna er hafin við að klára skipulag hestaíþróttasvæðis Sleipnis á Brávöllum, Selfossi. Hreinsistöð fráveitu á Selfossi fer svo loks í framkvæmd með vorinu, eftir ríflega 40 ára undirbúning. Aðsend Áherslur bæjarstjórnarmeirihlutans að laða hingað aukna atvinnustarfsemi hefur meðal annars borið þann ávöxt að fjölmörg fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu hafa ýmist fært sínar höfuðstöðvar eða hluta af starfsemi sinni austur fyrir fjall. Einnig er mikill áhugi drottnandi fyrirtækja á markaði að koma upp atvinnustarfsemi í tengslum við framkvæmdir Vegagerðarinnar við Selfoss. Með tilkomu nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá verða til ein verðmætustu gatnamót landsins beggja vegna brúar. Ný bæjarstjórn verður að hafa í huga að við val á lóðarhöfum þar, sé horft til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækjanna sem úthlutað verður lóðum við þessi gatnamót. Sveitarfélgið Árborg kom að því með myndarlegu framlagi ásamt ríki og Samtökum atvinnulífsins að „Bankinn vinnustofa“ varð að veruleika. Vinnustofan er eign öflugra einkaaðila í sveitarfélaginu sem koma einnig að uppbyggingu nýja miðbæjarins á Selfossi, þar sem fjöldamörg störf hafa orðið til. Við erum sannfærðir um að vinnustofan verði suðupottur hugmynda sem muni leiða af sér stofnun fjölda fyrirtækja á öllum mögulegum sviðum og verða þegar fram líða stundir tekjuaukandi fyrir sveitarfélagið. Þess má svo geta hér að fasteignaskattur á fyrirtæki var í fyrsta sinn í sögu sveitarfélagsins lækkaður á kjörtímabilinu. Gleymum því svo ekki að öll þessi vinna var unnin á meðan heimsfaraldur Covid-19 gekk yfir. Það var magnað að sjá hvernig starfsfólk sveitarfélagsins tókst á við heimsfaraldurinn og vinna á sama tíma að þessum umbótum á sveitarfélaginu. Risa læk á það! Bestum Árborg Við sem skipum framboðslista M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra munum halda áfram því endurreisnar- og uppbyggingarstarfi sem hófst árið 2018, nú undir kjörorðinu „Nýja Árborg“. Á undanförnum dögum og vikum höfum við hitt fjölda íbúa til skrafs og ráðagerða um hvernig það sjái sveitarfélagið fyrir sér til framtíðar og hvernig skuli standa að því verki. Allflestum ber saman um að halda eigi áfram á sömu braut og mörkuð var vorið 2018. Sveitarfélagið Árborg hefur á síðustu árum verið að umbreytast úr samfélagi fábreytileikans í samfélag fjölbreytileikans. Við munum halda áfram að ýta undir að fjölbreytileiki samfélagsins vaxi og dafni og halda fast í þá stefnu að sveitarfélagið Árborg eigi alla daga að leitast við að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins ásamt íbúum finni saman bestu lausnirnar, bestu lausnirnar á viðfangsefnum samfélagsins hverju sinni. Kæru íbúar í Svf. Árborg, bestum Árborg! Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og formaður bæjarráðs. Skipar 1. sæti á framboðslista M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Árborg Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari og nefndarfulltrúi í skipulags- og byggingarnefnd. skipar 2. sæti á framboðslista M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
M-listi Miðflokksins bauð fram í fyrsta sinni í sveitarfélaginu Árborg fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar sem haldnar voru í maí 2018. Við buðum þá fram undir kjörorðinu „Nýtt upphaf í Árborg“, með því var tónninn sleginn fyrir kjörtímabilið sem nú er senn á enda. Nú bjóðum við fram undir kjörorðinu „Nýja Árborg“. Verkin tala Verkefnin sem biðu meirihluta bæjarstjórnar sem myndaður var í kjölfar kosninganna 2018 í sveitarfélaginu Árborg, eftir átta ára valdatíð D-lista Sjálfstæðisflokksins, voru risavaxin. Fáir óska eftir því nú að slík staða banki aftur uppá í sveitarfélaginu, nema þá kannski helst fáir útvaldir. Úrlausnarefnin kröfðust skynsamlegra lausna og stjórnmálamanna sem voru tilbúnir til að berjast fyrir bestu og skynsamlegustu lausnunum. Það er alls ekki sjálfgefið að slíkir stjórnmálamenn séu til staðar þegar á þarf að halda. Og það er heldur ekki sjálfgefið að svo vel hafi heppnast til við uppbyggingu og endurreisn sveitarfélags eins og raun ber vitni í sveitarfélaginu Árborg. Undanfarin fjögur ár hefur sveitarfélgið Árborg tekið algerum stakkaskiptum. Hugmyndirnar sem settar voru fram og áætlanirnar sem gerðar voru í upphafi kjörtímabilsins og unnið var eftir hafa nú risið og raungerst hver af annarri. Um allt land er eftir því tekið hve vel hefur heppnast til. Umframeftirspurn eftir húsnæði og hin fordæmalausa íbúafjölgun í sveitarfélaginu segir sína sögu um hve eftirsóknarvert það er orðið að búa í sveitarfélaginu. Nýja Árborg Sveitarfélagið Árborg er langfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi og á sem slíkt að vera í fararbroddi sveitarfélaga á svæðinu í að bjóða íbúum sínum upp á bestu mögulegu aðstöðu á öllum sviðum. Endurreisnar- og uppbyggingarstarfið sem hófst um vorið 2018 er nú komið vel af stað sem lýsir sér meðal annars í því að stjórnsýslan hefur umbreyst úr steinaldarvinnubrögðum mælt í tölvuárum í nútímavinnubrögð. Hvert sem litið er til innan stjórnsýslunnar nú að þá vekja snjöll og nútímaleg vinnubrögð starfsmanna eftirtekt og öfund annarra sveitarfélaga. Samvinna allra og frumkvæði starfsmanna er þar aðalsmerki. Þær fjárfestingar sem ráðist hefur verið í og er ýmist lokið, eru í framkvæmd eða að komast til framkvæmdar hafa svo gert sveitarfélagið að einum eftirsóttasta búsetukosti landsins - enda þjónusta við fjölskyldur í forgangi. Nýr grunnskóli, Stekkjaskóli hefur verið stofnaður, starfsemi komin í gang og nýbygging hans verður tekin í notkun í haust, nýr sex deilda leikskóli Goðheimar er kominn í notkun auk þess sem að vinna er farin af stað með það fyrir augum að auka við leikskólapláss í sveitarfélaginu með nýbyggingu. Vinna er hafin við að koma blómlegri skólastarfsemi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í viðunandi húsnæði til framtíðar. Blásið hefur verið til sóknar í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Selfosshöllin nýtt 6500 fermetra fjölnota íþróttahús var tekið í notkun á haustmánuðum. Sveitarfélagið hefur svo komið myndarlega að framkvæmd nýs 18 holu golfvallar sem nú er að verða að veruleika við bakka Ölfusár auk þess sem vinna er hafin við að klára skipulag hestaíþróttasvæðis Sleipnis á Brávöllum, Selfossi. Hreinsistöð fráveitu á Selfossi fer svo loks í framkvæmd með vorinu, eftir ríflega 40 ára undirbúning. Aðsend Áherslur bæjarstjórnarmeirihlutans að laða hingað aukna atvinnustarfsemi hefur meðal annars borið þann ávöxt að fjölmörg fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu hafa ýmist fært sínar höfuðstöðvar eða hluta af starfsemi sinni austur fyrir fjall. Einnig er mikill áhugi drottnandi fyrirtækja á markaði að koma upp atvinnustarfsemi í tengslum við framkvæmdir Vegagerðarinnar við Selfoss. Með tilkomu nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá verða til ein verðmætustu gatnamót landsins beggja vegna brúar. Ný bæjarstjórn verður að hafa í huga að við val á lóðarhöfum þar, sé horft til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækjanna sem úthlutað verður lóðum við þessi gatnamót. Sveitarfélgið Árborg kom að því með myndarlegu framlagi ásamt ríki og Samtökum atvinnulífsins að „Bankinn vinnustofa“ varð að veruleika. Vinnustofan er eign öflugra einkaaðila í sveitarfélaginu sem koma einnig að uppbyggingu nýja miðbæjarins á Selfossi, þar sem fjöldamörg störf hafa orðið til. Við erum sannfærðir um að vinnustofan verði suðupottur hugmynda sem muni leiða af sér stofnun fjölda fyrirtækja á öllum mögulegum sviðum og verða þegar fram líða stundir tekjuaukandi fyrir sveitarfélagið. Þess má svo geta hér að fasteignaskattur á fyrirtæki var í fyrsta sinn í sögu sveitarfélagsins lækkaður á kjörtímabilinu. Gleymum því svo ekki að öll þessi vinna var unnin á meðan heimsfaraldur Covid-19 gekk yfir. Það var magnað að sjá hvernig starfsfólk sveitarfélagsins tókst á við heimsfaraldurinn og vinna á sama tíma að þessum umbótum á sveitarfélaginu. Risa læk á það! Bestum Árborg Við sem skipum framboðslista M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra munum halda áfram því endurreisnar- og uppbyggingarstarfi sem hófst árið 2018, nú undir kjörorðinu „Nýja Árborg“. Á undanförnum dögum og vikum höfum við hitt fjölda íbúa til skrafs og ráðagerða um hvernig það sjái sveitarfélagið fyrir sér til framtíðar og hvernig skuli standa að því verki. Allflestum ber saman um að halda eigi áfram á sömu braut og mörkuð var vorið 2018. Sveitarfélagið Árborg hefur á síðustu árum verið að umbreytast úr samfélagi fábreytileikans í samfélag fjölbreytileikans. Við munum halda áfram að ýta undir að fjölbreytileiki samfélagsins vaxi og dafni og halda fast í þá stefnu að sveitarfélagið Árborg eigi alla daga að leitast við að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins ásamt íbúum finni saman bestu lausnirnar, bestu lausnirnar á viðfangsefnum samfélagsins hverju sinni. Kæru íbúar í Svf. Árborg, bestum Árborg! Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og formaður bæjarráðs. Skipar 1. sæti á framboðslista M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Árborg Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari og nefndarfulltrúi í skipulags- og byggingarnefnd. skipar 2. sæti á framboðslista M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Árborg
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar