Krefjumst aðgerða vegna Suðurfjarðarvegar Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm og Bryngeir Ágúst Margeirsson skrifa 15. apríl 2022 22:00 Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. Lítið hefur þokast málum og vorum við sem og margir íbúar Suðurfjarða Austurlands slegnir að sjá að áætlun endurbóta er ekki fyrr en árið 2032! Fagnaðarefni var því að sjá tillögu að þingsályktun Njáls Trausta Friðbertssonar og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um að flýta uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Vegkaflinn frá Breiðdalsvík að Fáskrúðsfirði er talinn sá hættulegasti samkvæmt úttektum EuroRap, samtaka um gæðamat á vegakerfi Evrópu. Einbreiðar brýr eru börn síns tíma og eiga ekki að tilheyra nútíma samfélagi og á vegakaflanum eru þrjár slíkar, þar með talið brúin yfir Sléttuá á Reyðarfirði sem ber þyngsta umferð einbreiðra brúa á Austurlandi. Yfir hana komast ekki stór vinnutæki og þurfa að bíða eftir vaði í ánni til að ferðast á milli fjarða. Eykur það vandann að farsímasamband er þar mjög slitrótt, og því meiri hætta á manntjóni við slys á þessum vegi. Í greinagerð áðurnefndrar þingsályktunartillögu kemur fram að umferðarþungi hefur þar stóraukist síðustu ár og mun halda áfram með kraftmikilli uppbyggingu Fjarðabyggðar. Vegurinn er lykilatriði í sameinaðu sveitarfélagi. Skólaakstur frá Breiðdalsvík til Stöðvarfjarðar er hluta vikunnar. Íbúar á suðurfjörðum Fjarðabyggðar sækja þjónustu, atvinnu, félagsstarf og íþrótta- og æskulýðsstarf fara um þennan slæma veg daglega. Við getum aldrei starfað sem ein heild meðan sveitarfélagið er slitið í sundur með þessum hættulega vegi. Við þurfum sem samfélag að vera dugleg að minna á þetta og krefjast þess að uppbyggingunni verði flýtt. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð mun ekki þagna varðandi uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Hann krefst endurbóta, kjósum Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð. Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm, Fáskrúðsfirðingur, og skipar 7. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Bryngeir Ágúst Margeirsson, Stöðfirðingur, og skipar 9. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. Lítið hefur þokast málum og vorum við sem og margir íbúar Suðurfjarða Austurlands slegnir að sjá að áætlun endurbóta er ekki fyrr en árið 2032! Fagnaðarefni var því að sjá tillögu að þingsályktun Njáls Trausta Friðbertssonar og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um að flýta uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Vegkaflinn frá Breiðdalsvík að Fáskrúðsfirði er talinn sá hættulegasti samkvæmt úttektum EuroRap, samtaka um gæðamat á vegakerfi Evrópu. Einbreiðar brýr eru börn síns tíma og eiga ekki að tilheyra nútíma samfélagi og á vegakaflanum eru þrjár slíkar, þar með talið brúin yfir Sléttuá á Reyðarfirði sem ber þyngsta umferð einbreiðra brúa á Austurlandi. Yfir hana komast ekki stór vinnutæki og þurfa að bíða eftir vaði í ánni til að ferðast á milli fjarða. Eykur það vandann að farsímasamband er þar mjög slitrótt, og því meiri hætta á manntjóni við slys á þessum vegi. Í greinagerð áðurnefndrar þingsályktunartillögu kemur fram að umferðarþungi hefur þar stóraukist síðustu ár og mun halda áfram með kraftmikilli uppbyggingu Fjarðabyggðar. Vegurinn er lykilatriði í sameinaðu sveitarfélagi. Skólaakstur frá Breiðdalsvík til Stöðvarfjarðar er hluta vikunnar. Íbúar á suðurfjörðum Fjarðabyggðar sækja þjónustu, atvinnu, félagsstarf og íþrótta- og æskulýðsstarf fara um þennan slæma veg daglega. Við getum aldrei starfað sem ein heild meðan sveitarfélagið er slitið í sundur með þessum hættulega vegi. Við þurfum sem samfélag að vera dugleg að minna á þetta og krefjast þess að uppbyggingunni verði flýtt. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð mun ekki þagna varðandi uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Hann krefst endurbóta, kjósum Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð. Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm, Fáskrúðsfirðingur, og skipar 7. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Bryngeir Ágúst Margeirsson, Stöðfirðingur, og skipar 9. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar