Umfjöllun: Austurríki - Ísland 30-34 | Gott veganesti fyrir heimaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson og Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifa 13. apríl 2022 18:30 Bjarki Már Elísson skoraði ellefu mörk gegn Austurríki í Bregenz. getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur, 30-34, á því austurríska í fyrri leik liðanna um sæti á HM 2023 í Bregenz í dag. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á laugardaginn. Sigurinn var góður en hefði átt að vera miklu stærri. Ísland var með yfirhöndina framan af leik og var mun sterkari aðilinn. Íslenska liðið náði mest sjö marka forskoti, 20-27, en þá kom slæmi kaflinn bölvaði. Austurríki skoraði sjö mörk gegn einu og minnkaði muninn í eitt mark, 27-28. Íslenska liðið náði blessunarlega áttum, skoraði þrjú mörk gegn einu og bjó sér til smá andrými. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 30-34. Bjarki Már Elísson fór á kostum og skoraði ellefu mörk úr þrettán skotum. Óðinn Þór Ríkharðsson, markakóngur Olís-deildarinnar, nýtti tækifærið í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar vel og skoraði sjö mörk úr níu skotum úr hinu horninu. Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu fjögur mörk hvor. Aron gaf auk þess sex stoðsendingar líkt og Ómar Ingi Magnússon sem skoraði þrjú mörk. Þetta var fyrsti leikur Íslands síðan á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu og úrslitin og frammistaðan að mestu leyti voru jákvætt framhald af því. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var listaverk. Það skoraði nánast í hverri í sókn og klikkaði bara á fjórum skotum. Á tíma skoraði Ísland úr ellefu skotum í röð. Bjarki Már fór mikinn og skoraði átta mörk úr átta skotum. Óðinn var einnig öflugur og skilaði fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Íslenska liðið var alltaf með frumkvæðið en vantaði herslumun í vörn og betri markvörslu til að ná nokkurra marka forskot. Skytturnar Mykola Bilyk og Boris Zikovic reyndust íslensku vörninni erfiðir og skoruðu níu af þrettán mörkum Austurríkis í fyrri hálfleik. Í stöðunni 9-10 tók Guðmundur Guðmundsson leikhlé og Ísland skoraði í kjölfarið fimm mörk gegn tveimur og náði fjögurra marka forskoti, 12-16. Í hálfleik munaði svo fimm mörkum á liðunum, 13-18. Sóknin var áfram góð í seinni hálfleik en vörnin full opin og Austurríkismenn áttu helst til of auðvelt með að skora. Leikurinn var gríðarlega hraður í upphafi seinni hálfleiks og mörkunum rigndi inn. Íslenska vörnin þéttist smám og saman og eftir 5-2 kafla komst Ísland sjö mörkum yfir í fyrsta sinn, 20-27. En Austurríki svaraði þessu með sjö mörkum gegn einu og minnkaði muninn í eitt mark, 27-28. Íslenska liðið gerði of mörg sóknarmistök á þessum kafla og það austurríska refsaði með mörkum eftir hraðaupphlaup. En eftir að Austurríkismenn minnkuðu muninn í eitt mark steig íslenska liðið aftur á bensíngjöfina og og vann síðustu átta mínútur leiksins, 6-3. Aron steig þá upp, skoraði tvö mörk og stal boltanum einu sinni. Gísli Þorgeir skoraði síðasta mark leiksins og sá til þess að Ísland fer með fjögurra marka forskot í seinni leikinn, 30-34. Íslenska liðið hefur komist á sex heimsmeistaramót í röð og miðað við úrslitin í dag eru mun meiri líkur en minni á að það komist á það sjöunda í röð. Ekki má sofa á verðinum eins og sást í dag en íslenska liðið er mun sterkara en það austurríska og ætti að öllu eðlilegu að tryggja sér HM-farseðilinn á Ásvöllum á laugardaginn. Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur, 30-34, á því austurríska í fyrri leik liðanna um sæti á HM 2023 í Bregenz í dag. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á laugardaginn. Sigurinn var góður en hefði átt að vera miklu stærri. Ísland var með yfirhöndina framan af leik og var mun sterkari aðilinn. Íslenska liðið náði mest sjö marka forskoti, 20-27, en þá kom slæmi kaflinn bölvaði. Austurríki skoraði sjö mörk gegn einu og minnkaði muninn í eitt mark, 27-28. Íslenska liðið náði blessunarlega áttum, skoraði þrjú mörk gegn einu og bjó sér til smá andrými. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 30-34. Bjarki Már Elísson fór á kostum og skoraði ellefu mörk úr þrettán skotum. Óðinn Þór Ríkharðsson, markakóngur Olís-deildarinnar, nýtti tækifærið í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar vel og skoraði sjö mörk úr níu skotum úr hinu horninu. Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu fjögur mörk hvor. Aron gaf auk þess sex stoðsendingar líkt og Ómar Ingi Magnússon sem skoraði þrjú mörk. Þetta var fyrsti leikur Íslands síðan á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu og úrslitin og frammistaðan að mestu leyti voru jákvætt framhald af því. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var listaverk. Það skoraði nánast í hverri í sókn og klikkaði bara á fjórum skotum. Á tíma skoraði Ísland úr ellefu skotum í röð. Bjarki Már fór mikinn og skoraði átta mörk úr átta skotum. Óðinn var einnig öflugur og skilaði fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Íslenska liðið var alltaf með frumkvæðið en vantaði herslumun í vörn og betri markvörslu til að ná nokkurra marka forskot. Skytturnar Mykola Bilyk og Boris Zikovic reyndust íslensku vörninni erfiðir og skoruðu níu af þrettán mörkum Austurríkis í fyrri hálfleik. Í stöðunni 9-10 tók Guðmundur Guðmundsson leikhlé og Ísland skoraði í kjölfarið fimm mörk gegn tveimur og náði fjögurra marka forskoti, 12-16. Í hálfleik munaði svo fimm mörkum á liðunum, 13-18. Sóknin var áfram góð í seinni hálfleik en vörnin full opin og Austurríkismenn áttu helst til of auðvelt með að skora. Leikurinn var gríðarlega hraður í upphafi seinni hálfleiks og mörkunum rigndi inn. Íslenska vörnin þéttist smám og saman og eftir 5-2 kafla komst Ísland sjö mörkum yfir í fyrsta sinn, 20-27. En Austurríki svaraði þessu með sjö mörkum gegn einu og minnkaði muninn í eitt mark, 27-28. Íslenska liðið gerði of mörg sóknarmistök á þessum kafla og það austurríska refsaði með mörkum eftir hraðaupphlaup. En eftir að Austurríkismenn minnkuðu muninn í eitt mark steig íslenska liðið aftur á bensíngjöfina og og vann síðustu átta mínútur leiksins, 6-3. Aron steig þá upp, skoraði tvö mörk og stal boltanum einu sinni. Gísli Þorgeir skoraði síðasta mark leiksins og sá til þess að Ísland fer með fjögurra marka forskot í seinni leikinn, 30-34. Íslenska liðið hefur komist á sex heimsmeistaramót í röð og miðað við úrslitin í dag eru mun meiri líkur en minni á að það komist á það sjöunda í röð. Ekki má sofa á verðinum eins og sást í dag en íslenska liðið er mun sterkara en það austurríska og ætti að öllu eðlilegu að tryggja sér HM-farseðilinn á Ásvöllum á laugardaginn.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti