Segir risastórt afrek að vinna Íslendinga sem séu samt ekki sterkbyggðir Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2022 12:00 Strákarnir okkar spila í dag sinn fyrsta landsleik eftir að hafa orðið í 6. sæti á EM í janúar. Getty/Sanjin Strukic Nikola Bilyk, skærasta stjarna Austurríkismanna, segir að það yrði gríðarlegt afrek að vinna íslenska landsliðið í dag enda sé Ísland eitt af fimm bestu handboltalandsliðum Evrópu. Austurríki tekur á móti Íslandi í Bregenz klukkan 16, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar. Seinni umspilsleikurinn verður á Íslandi á laugardaginn. Bilyk segir íslenska liðið einfaldlega afar gott þó að það hafi samt ákveðna galla sem Austurríkismenn þurfi að nýta. „Fyrir mér eru þeir leynt og ljóst sigurstranglegi aðilinn. Það yrði risastórt afrek að vinna Íslendinga. Þeir eru sem stendur eitt af fimm bestu landsliðum Evrópu,“ sagði Bilyk sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Nikola Bilyk í leik í Meistaradeildinni með Kiel.Getty Þjálfarinn Ales Pajovic sagði Íslendinga með góða leikmenn í öllum stöðum og því þyrfti 6-0 vörn heimamanna að vera mjög öflug og hjálpast að. Bilyk tók í sama streng. „Þeir eru mjög góðir í „1 á 1“-stöðu og tekst að halda boltanum gangandi um leið og þeir draga til sín mann, jafnvel með mann í sér. Íslendingarnir eru miklir alhliða leikmenn,“ sagði Bilyk sem sér þó ákveðna möguleika fyrir Austurríki: „Þeir eru ekki sterkbyggðir, byggja meira á „1 á 1“-stöðu í vörninni, koma snemma út til að trufla okkur og skilja eftir pláss í 3-3 vörn. Við verðum að finna lausnir þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna einvígin og vinna vel með línumanninum. Það er allt hægt í handbolta. Við getum klárlega unnið ef við trúum því en Ísland er svo sannarlega erfiðasti mótherji okkar í umspili á síðustu árum,“ sagði Bilyk. Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 16. Vísir er með fulltrúa á staðnum og mun gera leiknum góð skil. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Austurríki tekur á móti Íslandi í Bregenz klukkan 16, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar. Seinni umspilsleikurinn verður á Íslandi á laugardaginn. Bilyk segir íslenska liðið einfaldlega afar gott þó að það hafi samt ákveðna galla sem Austurríkismenn þurfi að nýta. „Fyrir mér eru þeir leynt og ljóst sigurstranglegi aðilinn. Það yrði risastórt afrek að vinna Íslendinga. Þeir eru sem stendur eitt af fimm bestu landsliðum Evrópu,“ sagði Bilyk sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Nikola Bilyk í leik í Meistaradeildinni með Kiel.Getty Þjálfarinn Ales Pajovic sagði Íslendinga með góða leikmenn í öllum stöðum og því þyrfti 6-0 vörn heimamanna að vera mjög öflug og hjálpast að. Bilyk tók í sama streng. „Þeir eru mjög góðir í „1 á 1“-stöðu og tekst að halda boltanum gangandi um leið og þeir draga til sín mann, jafnvel með mann í sér. Íslendingarnir eru miklir alhliða leikmenn,“ sagði Bilyk sem sér þó ákveðna möguleika fyrir Austurríki: „Þeir eru ekki sterkbyggðir, byggja meira á „1 á 1“-stöðu í vörninni, koma snemma út til að trufla okkur og skilja eftir pláss í 3-3 vörn. Við verðum að finna lausnir þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna einvígin og vinna vel með línumanninum. Það er allt hægt í handbolta. Við getum klárlega unnið ef við trúum því en Ísland er svo sannarlega erfiðasti mótherji okkar í umspili á síðustu árum,“ sagði Bilyk. Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 16. Vísir er með fulltrúa á staðnum og mun gera leiknum góð skil.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01