Lífið samstarf

Matseðill vikunnar: Mexíkó veisla þrír réttir

Heimkaup.is
Hér koma uppskriftir að Mexíkó lasagne, Chili con Carne og Mexíkókjúklingarétti. Hráefnið má nálgast með einum smelli á Heimkaup.is
Hér koma uppskriftir að Mexíkó lasagne, Chili con Carne og Mexíkókjúklingarétti. Hráefnið má nálgast með einum smelli á Heimkaup.is

Mexíkó veisla stendur yfir á Heimkaup. Þrjár vinsælustu uppskriftirnar er að finna hér fyrir neðan og hægt að nálgast allt hráefnið með einum smelli.

Mexíkó lasagna

Mexikó lasagna er hættulega góður heimilismatur sem er bæði einfaldur og einstaklega bragðgóður.

Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn.

Innihald

  • 4-5 kjúklingabringur
  • ½ laukur saxaður
  • 1 stór rauð paprika
  • 1 bréf taco krydd
  • 1 stór krukka af salsa sósu ( þið veljið hvort hún eigi að vera mild eða sterk)
  • 150 ml matreiðslurjómi
  • 100 gr rjómaostur
  • Tortillur (1 pakki af minni gerðinni)
  • Mozzarella ostur rifinn
  • Smá kóríander til að setja yfir í lokin ( má sleppa)

Aðferð

Byrjið á að hita ofninn á 180 gráður.

Skerið lauk og papriku fínt og kjúklingabringurnar í litla bita.

Steikið laukinn og paprikuna á pönnu upp úr olíu þar til það fer aðeins að mýkjast.

Bætið svo kjúklingnum á pönnuna og steikið áfram.

Hellið kryddinu yfir og steikið í smá stund til viðbótar.

Hellið salsasósunni og matreiðslurjóma yfir og látið suðuna koma upp.

Hrærið rjómaosti saman við sé hann notaður.

Látið malla á pönnunni saman í nokkrar mínútur.

Setjið tortillaköku í botn á eldföstu formi, það fer aðeins eftir hvernig form þið notið en stundum klippi ég kökurnar til svo að þær passi betur í formið.

Setjið kjúklingablönduna yfir og síðan til skiptis tortillakökur og kjúklingablönduna, passið að hafa nóg af vökva/safa af pönnunni með til að mýkja kökurnar.

Stráið mozzarella osti yfir og setjið svo formið inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður og kominn með fallegan lit.

Mexíkó kjúklingaréttur

Hérna kemur uppskrift að góðum kjúklingarétti. Lítil fyrirhöfn fylgir þessum rétti og hann þykir alltaf jafn góður. Léttur réttur með smá mexíkósku ívafi.

Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn.

Innihald

  • 4-5 kjúklingabringur
  • 1 dós ostasósa úr krukku1
  • 1 dós salsasósa úr krukku
  • 170 g Doritos snakk (veljið ykkar uppáhaldsbragðtegund)
  • 100 g rifinn ostur
  • 1 dós sýrður rjómi

Aðferð

Byrjið á að skera niður kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu á pönnu og kryddið.

Blandið mexíkóskri ostasósu og salsasósu saman í potti við vægann hita.

Leggið helminginn af sósublöndunni í botninn á eldföstu formi, setjið kjúklingabitana ofan á og brjótið niður snakk yfir, endurtakið tvisvar sinnum.

Stráið rifnum osti yfir ásamt því að setja nokkrar klípur af sýrðum rjóma aðeins yfir réttinn.

Eldið í ofni í um 25–30 mínútur á 180 gráðum.

Berið fram með góðu salati og sýrðum rjóma til hliðar.

Chili con Carne - Gott í matinn

Einfaldur réttur þó hráefnin séu mörg. Með chiliréttinum er afbragðsgott að bera fram hrísgrjón, maísbaunir, salat og kalda sósu.

Smelltu hér til að nálgast hráefnið.

Hráefni

  • 2 msk. olía
  • 2 msk. smjör
  • 2 stk. gulir laukar
  • 4 stk. hvítlauksrif
  • 1 msk. kúmen, heilt
  • 1⁄2 stk. gul paprika
  • 1⁄2 stk. rauð paprika
  • 1⁄2 stk. græn paprika
  • 500 g nautahakk
  • Saltflögur, eftir smekk
  • Grófur svartur pipar, eftir smekk
  • Chiliflögur, eftir smekk
  • 1 msk. Worchestershiresósa
  • 2 stk. grænmetiskraftur
  • 1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar
  • 1 dós bakaðar baunir
  • 1 dós nýrnabaunir
  • 1 msk. hunang
  • 1 box rjómaostur með svörtum pipar
  • 100 g suðusúkkulaði
  • Steinselja til að skreyta með

Aðferð

Hitið olíu og smjör á pönnu eða notið djúpan pott.

Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt og bætið við ásamt kúmeni.

Látið laukinn verða glæran og finnið dásamlegan ilminn fylla eldhúsið.

Skerið paprikurnar i teninga og bætið við.

Látið svitna í pottinum.

Setjið nautahakkið saman við og látið það brúnast með grænmetinu.

Kryddið með salti, pipar, chiliflögum og worchestershiresósu.

Farið varlega með chiliflögurnar. Það þarf oftast ekki mikið af þeim.

Opnið dósirnar og setjið innihaldið í pottinn.

Hrærið og látið suðuna koma upp og lækkið þá hitann eitthvað.

Látið malla hægt og rólega í klukkutíma ef hægt er.

Setjið hunangið, rjómaostinn og súkkulaðið út í og látið það bráðna með.

Skreytið með steinselju þegar borið er fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×