Hafnarfjörður, bær framfara og uppbyggingar Ó. Ingi Tómasson skrifar 12. apríl 2022 09:01 Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“ Rifjum upp staðreyndir Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir. Það sem skiptir máli Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“ Rifjum upp staðreyndir Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir. Það sem skiptir máli Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar