Golf

Scottie Scheffler vann sitt fyrsta risamót

Atli Arason skrifar
Scottie Scheffler fær græna jakkann.
Scottie Scheffler fær græna jakkann. Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er sigurvegari Masters. Scheffler var þremur höggum á undan Norður-Íranum Rory McIlroy og fékk því græna jakkann eftirsótta í Augusta í gærkvöldi.

„Ég var smá hissa þar sem ég var ekki að búast við því að kúlan færi í holuna,“ sagði Scheffler um framgöngu sína á þriðju holu áður en hann bætti við.

„Það kom öllu á flug og ég spilaði mjög gott golf eftir það. Þetta var langur dagur og ég reyndi að halda haus og framkvæma skotin mín.“

„Ég var heppinn að koma mér í þannig stöðu að ég var í forystu á lokadeginum. Það var ekki fyrr en á föstudaginn þar sem sú hugsun að ég gæti unnið mótið kom fyrst í huga mér.“

„Akkúrat núna langar mér bara að fara heim,“ sagði Scheffler með bros á vör, aðspurður af því hvernig honum leið eftir sigurinn. „Ég er frekar þreyttur og orðlaus akkúrat núna. Fyrst og fremst vil ég þakka fjölskyldunni minni fyrir allan stuðningin í gegnum árin,“ sagði Scottie Scheffler.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×