Úrslit næturinnar í NBA Atli Arason skrifar 11. apríl 2022 07:30 Kevin Durant og Kyrie Irving sáu til þess að Nets endar í sjöunda sætinu. EPA-EFE/JASON SZENES Lokaumferðin í deildarkeppni NBA deildarinnar var leikin í nótt þar sem öll lið deildarinnar spiluðu. Hér má sjá öll úrslit austurhluta deildarinnar og hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni. Indiana Pacers 126 – 134 Brooklyn Nets Nets tryggðu sér sjöunda sæti austurdeildar með 8 stiga sigri á Pacers. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Nets með 35 stig en Kevin Durant var einnig frábær með þrefalda tvennu, 20 stig, 10 fráköst og 15 stoðsendingar. Oshae Brissett gerði flest stig fyrir Pacers, 28 stig. Nets mun spila við Cleveland Cavaliers í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Sigurvegarinn mun svo mæta Boston Celtics í úrslitakeppninni. Pacers er komið í sumarfrí en þeir enda tímabilið í 13 sæti austurdeildar. Washington Wizards 108 -124 Charlotte Hornets Corey Kispert var stigahæstur hjá Wizards en Kispert gerði 20 stig. Terry Rozier var hins vegar stigahæsti leikmaður vallarins með 25 stig. Hornets enda tímabilið í 10. sæti og munu því leika við Atlanta Hawks í undankeppninni. Sigurvegari í þeirri viðureign mun mæta því liði sem tapar í viðureign Nets og Cavs um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Tímabilið er aftur á móti búið hjá Wizards en lokaniðurstaða þeirra er 12. sæti austurdeildar. Milwaukee Bucks 115 – 133 Cleveland Cavaliers Meistarar Bucks leyfðu sér að hvíla lykilleikmenn fyrir átökin í úrslitakeppninni þar sem liðið hyggst verja titilinn sinn. Cavaliers riðu á vaðið og unnu 18 stiga sigur sem tryggir þeim áttunda sæti deildarinnar. Kevin Love átti frábæra innkomu af varamannabekk Cavs en hann endaði leikinn stigahæstur með 32 stig ásamt því að rífa niður 10 fráköst. Þetta gerði Love á tæpum 15 mínútum. Sandro Mamukelashvili bætti sitt besta stigaskor í NBA leik þegar hann setti niður 28 stig í leiknum en Mamukelashvili var stigahæsti leikmaður Bucks í nótt. Cavaliers endar eins og nefnt var að ofan í 8. sæti austurdeildar og mæta Nets í undankeppninni. Meistarar Bucks enda tímabilið í þriðja sæti og munu spila við Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Atalanta Hawks 130 – 114 Houston Rockets Trae Young gerði 28 stig í 16 stiga sigri Hawks á Rockets í nótt. Kevin Porter Jr. gerði flest stig fyrir Rockets. Haws endar tímabilið í níunda sæti og mætir Hornets í undankeppninni. Rockets klárar leiktíðina í neðsta sæti vesturdeildar. Boston Celtics 139 – 110 Memphis Grizzlies Jayson Tatum, leikmaður Celtics, gerði 31 stig þegar Celtics tryggði sér annað sæti austurdeildar með 29 stiga sigri á Grizzlies. John Konchar var með þrefalda tvennu í liði Grizzlies, 13 fráköst, 10 stoðsendingar og 17 stig. Grizzlies endar tímabilið í öðru sæti vesturdeildarinnar. Í úrslitakeppninni mun Celtics mun spila gegn sigurvegara í einvígi Nets og Cavs á meðan Grizzlies leikur gegn sigurvegara úr einvígi Timerwolves og Clippers. Toronto Raptors 94 – 105 New York Knicks Obi Toppin bætti sitt persónulega met í stigaskori í NBA leik þegar hann setti niður 42 stig ásamt því að taka 10 fráköst í 11 stiga sigri Knicks á Raptors. Immanuel Quickley var einnig frábær í liði Knicks en hann endaði leikinn með þrefalda tvennu, 34 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Knicks endar tímabilið þó í 11. sæti og fara í snemmbúið sumarfrí. Raptors voru hins vegar búnir að tryggja sér fimmta sæti austurdeildar og mætir Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Miami Heat 111 - 125 Orlando Magic Topplið Heat tapaði með 14 stigum fyrir botnliði Magic þökk sé frábæri liðsframmistöðu hjá Magic. Alls voru sjö leikmenn sem fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori jöfnu liði hjá Magic sem unnu leikinn þrátt fyrir 40 stiga leik Victor Olapido, leikmanni Heat. Leikurinn breytir engu um stöðu liðanna í austurdeildinni. Heat endar tímabilið á toppnum en Magic á botninum. Detroit Pistons 106 – 118 Philadelphia 76ers Sixers unnu 12 stiga sigur á Pistons þrátt fyrir að vera án bæði Joel Embiid og James Harden. Í stað þeirra varð það Shake Milton, leikmaður Sixers, sem steig upp og var stigahæsti maður vallarins með 30 stig. Pistons endar tímabilið í 14. sæti austurdeildar á meðan 76ers taka það fjórða og mæta Raptors í úrslitakeppninni. Chicago Bulls 124 – 120 Minnesota Timberwolves Patrick Williams, leikmaður Bulls, bætti sitt persónulega stigamet þegar hann gerði 35 stig í fjögurra stiga sigri Bulls á Timberwolves. Bulls endar tímabilið í sjötta sæti austurdeildar og mætir Bucks í úrslitakeppninni eins og nefnt var að ofan en Timberwolves mun leika í undankeppni úrslitakeppninnar í vestrinu þar sem þeir spila við LA Clippers. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Indiana Pacers 126 – 134 Brooklyn Nets Nets tryggðu sér sjöunda sæti austurdeildar með 8 stiga sigri á Pacers. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Nets með 35 stig en Kevin Durant var einnig frábær með þrefalda tvennu, 20 stig, 10 fráköst og 15 stoðsendingar. Oshae Brissett gerði flest stig fyrir Pacers, 28 stig. Nets mun spila við Cleveland Cavaliers í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Sigurvegarinn mun svo mæta Boston Celtics í úrslitakeppninni. Pacers er komið í sumarfrí en þeir enda tímabilið í 13 sæti austurdeildar. Washington Wizards 108 -124 Charlotte Hornets Corey Kispert var stigahæstur hjá Wizards en Kispert gerði 20 stig. Terry Rozier var hins vegar stigahæsti leikmaður vallarins með 25 stig. Hornets enda tímabilið í 10. sæti og munu því leika við Atlanta Hawks í undankeppninni. Sigurvegari í þeirri viðureign mun mæta því liði sem tapar í viðureign Nets og Cavs um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Tímabilið er aftur á móti búið hjá Wizards en lokaniðurstaða þeirra er 12. sæti austurdeildar. Milwaukee Bucks 115 – 133 Cleveland Cavaliers Meistarar Bucks leyfðu sér að hvíla lykilleikmenn fyrir átökin í úrslitakeppninni þar sem liðið hyggst verja titilinn sinn. Cavaliers riðu á vaðið og unnu 18 stiga sigur sem tryggir þeim áttunda sæti deildarinnar. Kevin Love átti frábæra innkomu af varamannabekk Cavs en hann endaði leikinn stigahæstur með 32 stig ásamt því að rífa niður 10 fráköst. Þetta gerði Love á tæpum 15 mínútum. Sandro Mamukelashvili bætti sitt besta stigaskor í NBA leik þegar hann setti niður 28 stig í leiknum en Mamukelashvili var stigahæsti leikmaður Bucks í nótt. Cavaliers endar eins og nefnt var að ofan í 8. sæti austurdeildar og mæta Nets í undankeppninni. Meistarar Bucks enda tímabilið í þriðja sæti og munu spila við Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Atalanta Hawks 130 – 114 Houston Rockets Trae Young gerði 28 stig í 16 stiga sigri Hawks á Rockets í nótt. Kevin Porter Jr. gerði flest stig fyrir Rockets. Haws endar tímabilið í níunda sæti og mætir Hornets í undankeppninni. Rockets klárar leiktíðina í neðsta sæti vesturdeildar. Boston Celtics 139 – 110 Memphis Grizzlies Jayson Tatum, leikmaður Celtics, gerði 31 stig þegar Celtics tryggði sér annað sæti austurdeildar með 29 stiga sigri á Grizzlies. John Konchar var með þrefalda tvennu í liði Grizzlies, 13 fráköst, 10 stoðsendingar og 17 stig. Grizzlies endar tímabilið í öðru sæti vesturdeildarinnar. Í úrslitakeppninni mun Celtics mun spila gegn sigurvegara í einvígi Nets og Cavs á meðan Grizzlies leikur gegn sigurvegara úr einvígi Timerwolves og Clippers. Toronto Raptors 94 – 105 New York Knicks Obi Toppin bætti sitt persónulega met í stigaskori í NBA leik þegar hann setti niður 42 stig ásamt því að taka 10 fráköst í 11 stiga sigri Knicks á Raptors. Immanuel Quickley var einnig frábær í liði Knicks en hann endaði leikinn með þrefalda tvennu, 34 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Knicks endar tímabilið þó í 11. sæti og fara í snemmbúið sumarfrí. Raptors voru hins vegar búnir að tryggja sér fimmta sæti austurdeildar og mætir Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Miami Heat 111 - 125 Orlando Magic Topplið Heat tapaði með 14 stigum fyrir botnliði Magic þökk sé frábæri liðsframmistöðu hjá Magic. Alls voru sjö leikmenn sem fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori jöfnu liði hjá Magic sem unnu leikinn þrátt fyrir 40 stiga leik Victor Olapido, leikmanni Heat. Leikurinn breytir engu um stöðu liðanna í austurdeildinni. Heat endar tímabilið á toppnum en Magic á botninum. Detroit Pistons 106 – 118 Philadelphia 76ers Sixers unnu 12 stiga sigur á Pistons þrátt fyrir að vera án bæði Joel Embiid og James Harden. Í stað þeirra varð það Shake Milton, leikmaður Sixers, sem steig upp og var stigahæsti maður vallarins með 30 stig. Pistons endar tímabilið í 14. sæti austurdeildar á meðan 76ers taka það fjórða og mæta Raptors í úrslitakeppninni. Chicago Bulls 124 – 120 Minnesota Timberwolves Patrick Williams, leikmaður Bulls, bætti sitt persónulega stigamet þegar hann gerði 35 stig í fjögurra stiga sigri Bulls á Timberwolves. Bulls endar tímabilið í sjötta sæti austurdeildar og mætir Bucks í úrslitakeppninni eins og nefnt var að ofan en Timberwolves mun leika í undankeppni úrslitakeppninnar í vestrinu þar sem þeir spila við LA Clippers.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira