Vaktin: Óbreyttir borgarar myrtir í Donetsk Fanndís Birna Logadóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 9. apríl 2022 19:25 Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar voru myrtir í Donetsk-héraði í dag. Andrea Carrubba/Anadolu Agency via Getty Images Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir 44 dögum hefur rússneskum hersveitum orðið lítið ágengt. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu á næstu dögum beita sér fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn taki fyrir mögulega stríðsglæpi Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Nýr hersforingi hefur tekið við skipulagningu innrásarinnar en gert er ráð fyrir auknum árásum í austurhluta Úkraínu á næstu dögum og vikum. Samið hefur verið um að opna öruggar flóttaleiðir á tíu stöðum, þar á meðal Mariupol. Yfirvöld í austurhluta landsins hvetja íbúa til að yfirgefa svæðið. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa ráðist á lestarstöð í Kramatorsk þar sem 52 létust. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að réttað verði yfir Rússum fyrir stríðsglæpi en yfirvöld í Rússlandi neita alfarið sök. Forsetinn kallar eftir auknum refsiaðgerðum gegn Rússum og vill að Vesturlandin leggi algert bann á rússneska orku, olíu og gas. Þá hefur hann kallað eftir fleiri vopnum. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir Rússa vísvitandi ráðast á almenna borgara og telur ljóst að þeir muni á næstu dögum og vikum einblína á Donbas, Mariupol og Mykolaiv. Ríkisstjórnir og bankar víða um heim hafa heitið fjárstuðningi við mannúðar- og flóttamannaaðstoð í og við Úkraínu, upp á meira en tíu milljarða evra, eða um 1.390 milljarða króna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Helstu vendingar: Nýr hersforingi hefur tekið við skipulagningu innrásarinnar en gert er ráð fyrir auknum árásum í austurhluta Úkraínu á næstu dögum og vikum. Samið hefur verið um að opna öruggar flóttaleiðir á tíu stöðum, þar á meðal Mariupol. Yfirvöld í austurhluta landsins hvetja íbúa til að yfirgefa svæðið. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa ráðist á lestarstöð í Kramatorsk þar sem 52 létust. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að réttað verði yfir Rússum fyrir stríðsglæpi en yfirvöld í Rússlandi neita alfarið sök. Forsetinn kallar eftir auknum refsiaðgerðum gegn Rússum og vill að Vesturlandin leggi algert bann á rússneska orku, olíu og gas. Þá hefur hann kallað eftir fleiri vopnum. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir Rússa vísvitandi ráðast á almenna borgara og telur ljóst að þeir muni á næstu dögum og vikum einblína á Donbas, Mariupol og Mykolaiv. Ríkisstjórnir og bankar víða um heim hafa heitið fjárstuðningi við mannúðar- og flóttamannaaðstoð í og við Úkraínu, upp á meira en tíu milljarða evra, eða um 1.390 milljarða króna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira