Umfjöllun og viðtöl: Grótta 33-28 KA | Grótta sótti sigur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2022 17:15 Grótta tekur á móti KA. Vísir/Hulda Margrét 22. og jafnframt síðasta umferð í Olís-deildar karla í handbolta fór fram í kvöld. Út á Seltjarnesi tók Grótta á móti KA. Lauk leiknum með fimm marka sigri heimamanna eftir sveiflukenndan leik, 33-28. Ljóst var fyrir leikinn að KA væri komið í úrslitakeppnina eftir úrslit síðustu umferðar, en úrslitakeppnin hefst eftir u.þ.b. tvær vikur. Grótta missti þó af þeim möguleika í síðustu umferð á grátlegan og umdeildan hátt þegar liðið tapaði með einu marki fyrir ÍBV. Leikurinn í kvöld hafði því einungis þá þýðingu hvort Grótta myndi enda í tíunda eða níunda sæti deildarinnar og hvort KA myndi enda í áttunda eða sjöunda sæti. KA náði yfirhöndinni í leiknum í byrjun og leiddi mest með þrem mörkum þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, staðan 5-8. KA var með nokkuð góð tök á leiknum sama hvað Grótta reyndi að keyra upp hraðann í leiknum. Heimamenn náðu svo mjög góðum kafla þar sem liðið skoraði fjögur mörk í röð á fjórum mínútum og komust í forystu í leiknum. KA tók þá leikhlé, enda leikurinn búinn að kollvarpast á augabragði. Gerði það þó lítið gagn þar sem Grótta hélt í sína forystu og bætti bara í. Á 27. mínútu varð umdeilt atvik þar sem Birgir Steinn Jónsson, stórskytta Gróttu, fékk að líta rauða spjaldið. Slæmdi hann hendi í andlitið á Allan Norðberg, leikmanni KA. Umdeildur dómur þar sem Ólafur Guðmundsson, leikmaður KA, fékk aðeins tveggja mínútna brottvísun fyrir álíka brot skömmu seinna. Staðan í hálfleik 18-14, heimamönnum í vil. Það sást strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks að Grótta saknaði Birgis Steins örlítið og KA nýtti sér það og náði að minnka munin í tvö mörk. Nýja útilínan hjá Gróttu var þó fljót að fóta sig eftir það og skoraði liðið fjögur mörk í röð undir góðri leikstjórn Ívars Loga Styrmissonar í sókninni. Staðan 25-18 fyrir heimamönnum og sautján mínútur eftir. KA fór eftir það að minnka muninn hægt og bítandi og var frábær frammistaða Nicholas Satchwell á um tíu mínútna kafla risa þáttur í því að KA náði að komast í seilingar fjarlægð við Gróttu. Staðan 28-26 og þrjár mínútur eftir. Nær komst KA ekki þrátt fyrir að hafa spilað megnið af síðasta korteri leiksins sjö á sex í sókninni. Lokatölur 33-28 Gróttu í vil. Af hverju vann Grótta? Mikill baráttuvilji og dugnaður hjá heimamönnum skóp þennan sigur þrátt fyrir að hafa mist sinn allra besta leikmann á tímabilinu út af með rautt spjald. Liðið spilaði einnig fjölbreyttan sóknarleik sem KA réð illa við á köflum. Sama sinnis virtist lið KA oft á tíðum eilítið andlaust. Hverjir stóðu upp úr? Akimasa Abe steig heldur betur upp í dag og skoraði sex mörk, þar af fjögur úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Japaninn var einnig gríðarlega öflugur í vörn fyrir heimamenn. Hans besti leikur sennilega á tímabilinu. Hjá KA endaði Ólafur Gústafsson með átta mörk og var markahæsti maður vallarins. Hvað gekk illa? Andleysi og/eða einbeitingarleysi KA á köflum fór með leikinn. Grótta einfaldlega keyrði yfir KA þegar þessi einkenni voru á leik liðs gestanna. Hvað gerist næst? Nú er komið landsleikjahléi og hefst úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir það, eða eftir u.þ.b. tvær vikur. Grótta er komin í sumarfrí en KA mætir Haukum í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni. „Gott fyrir okkur að vera búnir með deildarkeppnina og komnir í þessa úrslitakeppni“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst þetta vera flatt hjá okkur, eins og við ætluðum ekki að gera. Við ætluðum að koma hérna og vinna þennan leik og tryggja okkur þetta sjöunda sæti sjálfir. Við náðum því ekki og mér fannst vanta allan kraft í þetta hjá okkur í dag,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA. „Mér finnst við allavegana slakað svolítið á í ákveðnum hlutum sem við viljum standa fyrir eftir bikarhelgina. Við náðum í sigur gegn Fram, það er eini sigurinn okkar eftir bikarhelgina. Þannig að ég held að það sé gott fyrir okkur að vera búnir með deildarkeppnina og komnir í þessa úrslitakeppni, því núna er ný keppni og við þurfum að finna meiri anda. Þannig erum við bestir, þar sem við erum með meiri kraft og leggjum meira í leikina. Að því sögðu vorum við klárir inn í úrslitakeppnina og kannski öfugt við Gróttu sem að þetta var síðasti leikurinn hjá þeim. Nú er þetta komið, þar að segja nú getum við farið að einbeita okkur að næsta verkefni.“ KA mætir Haukum í úrslitakeppninni. „Mér líst frábærlega að spila á móti Haukum, mér hlakkar gríðarlega til. Þeir eru með frábært lið og frábæra umgjörð. Við spiluðum náttúrulega þessa bikarhelgi í þeirra umgjörð og spiluðum leik við þá um daginn. Hrikalega flottur og stór klúbbur, bara mjög spenntur að takast á við þá og svo fyrir utan það höfum við verið að spila hörku leiki. Þessi viðureign verður gríðarlega spennandi og við ætlum að vinna hana.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Grótta KA Olís-deild karla
22. og jafnframt síðasta umferð í Olís-deildar karla í handbolta fór fram í kvöld. Út á Seltjarnesi tók Grótta á móti KA. Lauk leiknum með fimm marka sigri heimamanna eftir sveiflukenndan leik, 33-28. Ljóst var fyrir leikinn að KA væri komið í úrslitakeppnina eftir úrslit síðustu umferðar, en úrslitakeppnin hefst eftir u.þ.b. tvær vikur. Grótta missti þó af þeim möguleika í síðustu umferð á grátlegan og umdeildan hátt þegar liðið tapaði með einu marki fyrir ÍBV. Leikurinn í kvöld hafði því einungis þá þýðingu hvort Grótta myndi enda í tíunda eða níunda sæti deildarinnar og hvort KA myndi enda í áttunda eða sjöunda sæti. KA náði yfirhöndinni í leiknum í byrjun og leiddi mest með þrem mörkum þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, staðan 5-8. KA var með nokkuð góð tök á leiknum sama hvað Grótta reyndi að keyra upp hraðann í leiknum. Heimamenn náðu svo mjög góðum kafla þar sem liðið skoraði fjögur mörk í röð á fjórum mínútum og komust í forystu í leiknum. KA tók þá leikhlé, enda leikurinn búinn að kollvarpast á augabragði. Gerði það þó lítið gagn þar sem Grótta hélt í sína forystu og bætti bara í. Á 27. mínútu varð umdeilt atvik þar sem Birgir Steinn Jónsson, stórskytta Gróttu, fékk að líta rauða spjaldið. Slæmdi hann hendi í andlitið á Allan Norðberg, leikmanni KA. Umdeildur dómur þar sem Ólafur Guðmundsson, leikmaður KA, fékk aðeins tveggja mínútna brottvísun fyrir álíka brot skömmu seinna. Staðan í hálfleik 18-14, heimamönnum í vil. Það sást strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks að Grótta saknaði Birgis Steins örlítið og KA nýtti sér það og náði að minnka munin í tvö mörk. Nýja útilínan hjá Gróttu var þó fljót að fóta sig eftir það og skoraði liðið fjögur mörk í röð undir góðri leikstjórn Ívars Loga Styrmissonar í sókninni. Staðan 25-18 fyrir heimamönnum og sautján mínútur eftir. KA fór eftir það að minnka muninn hægt og bítandi og var frábær frammistaða Nicholas Satchwell á um tíu mínútna kafla risa þáttur í því að KA náði að komast í seilingar fjarlægð við Gróttu. Staðan 28-26 og þrjár mínútur eftir. Nær komst KA ekki þrátt fyrir að hafa spilað megnið af síðasta korteri leiksins sjö á sex í sókninni. Lokatölur 33-28 Gróttu í vil. Af hverju vann Grótta? Mikill baráttuvilji og dugnaður hjá heimamönnum skóp þennan sigur þrátt fyrir að hafa mist sinn allra besta leikmann á tímabilinu út af með rautt spjald. Liðið spilaði einnig fjölbreyttan sóknarleik sem KA réð illa við á köflum. Sama sinnis virtist lið KA oft á tíðum eilítið andlaust. Hverjir stóðu upp úr? Akimasa Abe steig heldur betur upp í dag og skoraði sex mörk, þar af fjögur úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Japaninn var einnig gríðarlega öflugur í vörn fyrir heimamenn. Hans besti leikur sennilega á tímabilinu. Hjá KA endaði Ólafur Gústafsson með átta mörk og var markahæsti maður vallarins. Hvað gekk illa? Andleysi og/eða einbeitingarleysi KA á köflum fór með leikinn. Grótta einfaldlega keyrði yfir KA þegar þessi einkenni voru á leik liðs gestanna. Hvað gerist næst? Nú er komið landsleikjahléi og hefst úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir það, eða eftir u.þ.b. tvær vikur. Grótta er komin í sumarfrí en KA mætir Haukum í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni. „Gott fyrir okkur að vera búnir með deildarkeppnina og komnir í þessa úrslitakeppni“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst þetta vera flatt hjá okkur, eins og við ætluðum ekki að gera. Við ætluðum að koma hérna og vinna þennan leik og tryggja okkur þetta sjöunda sæti sjálfir. Við náðum því ekki og mér fannst vanta allan kraft í þetta hjá okkur í dag,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA. „Mér finnst við allavegana slakað svolítið á í ákveðnum hlutum sem við viljum standa fyrir eftir bikarhelgina. Við náðum í sigur gegn Fram, það er eini sigurinn okkar eftir bikarhelgina. Þannig að ég held að það sé gott fyrir okkur að vera búnir með deildarkeppnina og komnir í þessa úrslitakeppni, því núna er ný keppni og við þurfum að finna meiri anda. Þannig erum við bestir, þar sem við erum með meiri kraft og leggjum meira í leikina. Að því sögðu vorum við klárir inn í úrslitakeppnina og kannski öfugt við Gróttu sem að þetta var síðasti leikurinn hjá þeim. Nú er þetta komið, þar að segja nú getum við farið að einbeita okkur að næsta verkefni.“ KA mætir Haukum í úrslitakeppninni. „Mér líst frábærlega að spila á móti Haukum, mér hlakkar gríðarlega til. Þeir eru með frábært lið og frábæra umgjörð. Við spiluðum náttúrulega þessa bikarhelgi í þeirra umgjörð og spiluðum leik við þá um daginn. Hrikalega flottur og stór klúbbur, bara mjög spenntur að takast á við þá og svo fyrir utan það höfum við verið að spila hörku leiki. Þessi viðureign verður gríðarlega spennandi og við ætlum að vinna hana.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti