Atvinnumál í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 7. apríl 2022 12:01 „Við viljum leggja okkar að mörkum til að laða að nýjan rekstur í sveitarfélagi“, „renna sterkari stoðum undir fjölbreyttan rekstur í sveitarfélaginu“, „fjölga nýsköpunarfyrirtækjum í sveitarfélaginu“. Ef þessi orð hljóma kunnulega, þá kemur það ekki á óvart. Allt eru þetta tilvitnanir í stefnuskrár hinna ýmsu flokka í hinum ýmsu sveitarfélögum varðandi atvinnumál í gegnum árin. Óneitanlega er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf ein af undirstöðum þess að samfélag geti verið blómlegt og dafnað og þar að leiðandi ekki furða að þeir sem sækjast eftir setu í sveitarstjórnum víðs vegar um landið vilji leggja áherslu á þann risastóra málaflokk sem atvinnumálin eru. En hvernig má ná markmiðum í atvinnumálum? Hvernig fáum við nýjan rekstur í sveitarfélagið? Sterkari stoðir? Nýsköpunarfyrirtæki? Án efa koma upp í hugann hlutir eins og framboð atvinnulóða, hófleg fasteignagjöld o.s.frv, en það er eitt sem virðist oft gleymast í umræðunni um atvinnumál og það er hverjir standa á bakvið atvinnulífið. Á bak við blómlegt atvinnulíf stendur fólk. Á bak við allan þann fjölbreytta rekstur og nýsköpunarfyrirtæki er fólk eins og ég og þú. Fólkið sem er í rekstri er ekkert öðruvísi en aðrir. Fólk vill barnvænt samfélag, fólk vill trausta innviði, fólk vill öflugt íþróttalíf og fólk vill fjölskylduvænt samfélag. Að efla atvinnulífið felst í því að ráðast að rótunum. Það er röng nálgun stjórnmálamanna að horfa á það hvernig megi laða fyrirtæki í sveitarfélagið. Það er rétt nálgun að horfa á það hvernig megi laða fólk í sveitarfélagið. Forsenda öflugs atvinnulífs er fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Sjá meira
„Við viljum leggja okkar að mörkum til að laða að nýjan rekstur í sveitarfélagi“, „renna sterkari stoðum undir fjölbreyttan rekstur í sveitarfélaginu“, „fjölga nýsköpunarfyrirtækjum í sveitarfélaginu“. Ef þessi orð hljóma kunnulega, þá kemur það ekki á óvart. Allt eru þetta tilvitnanir í stefnuskrár hinna ýmsu flokka í hinum ýmsu sveitarfélögum varðandi atvinnumál í gegnum árin. Óneitanlega er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf ein af undirstöðum þess að samfélag geti verið blómlegt og dafnað og þar að leiðandi ekki furða að þeir sem sækjast eftir setu í sveitarstjórnum víðs vegar um landið vilji leggja áherslu á þann risastóra málaflokk sem atvinnumálin eru. En hvernig má ná markmiðum í atvinnumálum? Hvernig fáum við nýjan rekstur í sveitarfélagið? Sterkari stoðir? Nýsköpunarfyrirtæki? Án efa koma upp í hugann hlutir eins og framboð atvinnulóða, hófleg fasteignagjöld o.s.frv, en það er eitt sem virðist oft gleymast í umræðunni um atvinnumál og það er hverjir standa á bakvið atvinnulífið. Á bak við blómlegt atvinnulíf stendur fólk. Á bak við allan þann fjölbreytta rekstur og nýsköpunarfyrirtæki er fólk eins og ég og þú. Fólkið sem er í rekstri er ekkert öðruvísi en aðrir. Fólk vill barnvænt samfélag, fólk vill trausta innviði, fólk vill öflugt íþróttalíf og fólk vill fjölskylduvænt samfélag. Að efla atvinnulífið felst í því að ráðast að rótunum. Það er röng nálgun stjórnmálamanna að horfa á það hvernig megi laða fyrirtæki í sveitarfélagið. Það er rétt nálgun að horfa á það hvernig megi laða fólk í sveitarfélagið. Forsenda öflugs atvinnulífs er fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun