Jón Páll krafði Víkinga um 26 milljónir en þarf sjálfur að borga Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 08:00 Jón Páll Pálmason brosti í kampinn er hann var kynntur sem þjálfari Víkings Ólafsvík. Víkingur Ólafsvík Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þjálfarans Jóns Páls Pálmasonar sem krafði félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Jón Páll taldi uppsögn sína árið 2020 ólögmæta en samkvæmt dómi Héraðsdóms fékk hann full laun greidd frá því að vinnuframlag hans var afþakkað í júlí 2020, og fram til 1. október þegar uppsagnarákvæði í samningnum var nýtt. Niðurstaða héraðsdóms var því sú að Jón Páll þyrfti að greiða Víkingi Ólafsvík 1,5 milljón króna í málskostnað. Í samtali við Vísi kvaðst Jón Páll vera að skoða það að áfrýja dómnum en að ákvörðun um það lægi ekki fyrir. Jón Páll, sem nú þjálfar yngri flokka hjá FH, var ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings síðla árs 2019 og tók við af Ejub Purisevic sem stýrt hafði liðinu um langt árabil. Auk þess að stýra Víkingum í 1. deildinni átti Jón Páll að hafa yfirumsjón með 2. flokki karla og gegna stöðu yfirþjálfara hjá félaginu, og var samningurinn til þriggja ára. Óánægja hjá foreldrum og vegna utanlandsferðar Störfum Jóns Páls í Ólafsvík lauk hins vegar í júlí 2020, eftir að hann hafði aðeins stýrt karlaliði Víkings í fimm deildarleikjum. Samkvæmt dómnum hafði óánægju þá gætt með störf hans, bæði hjá stjórn knattspyrnudeildar Víkings sem og hjá foreldrum iðkenda. Í því samhengi er nefnd utanlandsferð sem Jón Páll fór í án samþykkis félagsins og í máli forráðamanna þess segir að Jón Páll hafi ekki skilað sextíu klukkustunda vinnu á mánuði. Krafa Jóns Páls nam nákvæmlega 25.940.000 krónum. Hann taldi sig eiga inni 26-föld mánaðarlaun upp á 700.000 krónur, og jafnmargar greiðslur vegna íbúðarkostnaðar (80.000 krónur á mánuði), eldsneytis (30.000 krónur á mánuði) og matarúttektar (30.000 krónur á mánuði). Við það bættist krafa um bætur fyrir röskun á stöðu og högum, upp á þrjár milljónir króna, og miskabætur upp á eina milljón króna þar sem Jón Páll taldi að á hann hefðu verið bornar alvarlegar ávirðingar sem hefðu verið meiðandi og til þess fallnar að valda álitshnekki, eins og segir í dómnum. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Dómsmál Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Jón Páll taldi uppsögn sína árið 2020 ólögmæta en samkvæmt dómi Héraðsdóms fékk hann full laun greidd frá því að vinnuframlag hans var afþakkað í júlí 2020, og fram til 1. október þegar uppsagnarákvæði í samningnum var nýtt. Niðurstaða héraðsdóms var því sú að Jón Páll þyrfti að greiða Víkingi Ólafsvík 1,5 milljón króna í málskostnað. Í samtali við Vísi kvaðst Jón Páll vera að skoða það að áfrýja dómnum en að ákvörðun um það lægi ekki fyrir. Jón Páll, sem nú þjálfar yngri flokka hjá FH, var ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings síðla árs 2019 og tók við af Ejub Purisevic sem stýrt hafði liðinu um langt árabil. Auk þess að stýra Víkingum í 1. deildinni átti Jón Páll að hafa yfirumsjón með 2. flokki karla og gegna stöðu yfirþjálfara hjá félaginu, og var samningurinn til þriggja ára. Óánægja hjá foreldrum og vegna utanlandsferðar Störfum Jóns Páls í Ólafsvík lauk hins vegar í júlí 2020, eftir að hann hafði aðeins stýrt karlaliði Víkings í fimm deildarleikjum. Samkvæmt dómnum hafði óánægju þá gætt með störf hans, bæði hjá stjórn knattspyrnudeildar Víkings sem og hjá foreldrum iðkenda. Í því samhengi er nefnd utanlandsferð sem Jón Páll fór í án samþykkis félagsins og í máli forráðamanna þess segir að Jón Páll hafi ekki skilað sextíu klukkustunda vinnu á mánuði. Krafa Jóns Páls nam nákvæmlega 25.940.000 krónum. Hann taldi sig eiga inni 26-föld mánaðarlaun upp á 700.000 krónur, og jafnmargar greiðslur vegna íbúðarkostnaðar (80.000 krónur á mánuði), eldsneytis (30.000 krónur á mánuði) og matarúttektar (30.000 krónur á mánuði). Við það bættist krafa um bætur fyrir röskun á stöðu og högum, upp á þrjár milljónir króna, og miskabætur upp á eina milljón króna þar sem Jón Páll taldi að á hann hefðu verið bornar alvarlegar ávirðingar sem hefðu verið meiðandi og til þess fallnar að valda álitshnekki, eins og segir í dómnum.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Dómsmál Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira