Raunhæft að svæðið við Smáralind verði gjörbreytt eftir tíu ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2022 22:01 Fyrir - og kannski eftir. Bæjarstjórinn í Kópavogi telur raunhæft að hefja framkvæmdir á þessu ári við nýjan miðbæ sem gjörbreyti ásýnd bæjarins. Rúmlega níu þúsund íbúar gætu verið fluttir í hverfið eftir fimmtán ár. Til vinstri á myndinni fyrir ofan sést svæðið sem um ræðir eins og það er núna. Reykjanesbrautin í miðið og Fífuhvammsvegur þverar. Smáralind til vesturs - og mikið malbik. Og til hægri má sjá vinningshugmynd ASK-arkítekta og fleiri um framtíðarskipulag svæðisins, studd af öllum flokkum í bæjarstjórn. Um kílómetri af Reykjanesbraut í stokk, græn svæði og fullt af nýrri, lágreistri byggð. Við austurenda Smáralindar og alveg við Reykjanesbrautina er reiknað með Kópavogstorgi svokölluðu, borgarlínustöð og tengingu við Keflavík, kannski með lest. „Þannig að umferðin hér ofanjarðar verður miklu miklu rólegri og mun þannig fyrst og fremst byggjast á almenningssamgöngum þar sem Reykjanesbrautin er í dag,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Egill Samkvæmt hugmyndinni gætu allt að 3700 nýjar íbúðir risið á svæðinu þegar yfir lýkur - og inn í þær flutt rúmlega níu þúsund íbúar. Ármann telur raunhæft að byrja á fyrsta áfanga framkvæmdanna á þessu ári. „Þetta eru svona tvö til þrjú ný skólahverfi þannig að það á að vera hægt að gera þetta á tíu til fimmtán árum,“ segir Ármann. Hugmynd að nýju Kópavogstorgi með tengingu við Keflavík. Hann telur hugmyndina algjöra byltingu í bæjarskipulagi. „Við erum ekki að ryðjast inn í byggðina. Við erum að fara að nýta það land sem er til staðar að stórum hluta en að sjálfsögðu fylgir þessu einhver þétting líka en það munu koma mikil lífsgæði á móti.“ Skipulag Kópavogur Smáralind Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Til vinstri á myndinni fyrir ofan sést svæðið sem um ræðir eins og það er núna. Reykjanesbrautin í miðið og Fífuhvammsvegur þverar. Smáralind til vesturs - og mikið malbik. Og til hægri má sjá vinningshugmynd ASK-arkítekta og fleiri um framtíðarskipulag svæðisins, studd af öllum flokkum í bæjarstjórn. Um kílómetri af Reykjanesbraut í stokk, græn svæði og fullt af nýrri, lágreistri byggð. Við austurenda Smáralindar og alveg við Reykjanesbrautina er reiknað með Kópavogstorgi svokölluðu, borgarlínustöð og tengingu við Keflavík, kannski með lest. „Þannig að umferðin hér ofanjarðar verður miklu miklu rólegri og mun þannig fyrst og fremst byggjast á almenningssamgöngum þar sem Reykjanesbrautin er í dag,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Egill Samkvæmt hugmyndinni gætu allt að 3700 nýjar íbúðir risið á svæðinu þegar yfir lýkur - og inn í þær flutt rúmlega níu þúsund íbúar. Ármann telur raunhæft að byrja á fyrsta áfanga framkvæmdanna á þessu ári. „Þetta eru svona tvö til þrjú ný skólahverfi þannig að það á að vera hægt að gera þetta á tíu til fimmtán árum,“ segir Ármann. Hugmynd að nýju Kópavogstorgi með tengingu við Keflavík. Hann telur hugmyndina algjöra byltingu í bæjarskipulagi. „Við erum ekki að ryðjast inn í byggðina. Við erum að fara að nýta það land sem er til staðar að stórum hluta en að sjálfsögðu fylgir þessu einhver þétting líka en það munu koma mikil lífsgæði á móti.“
Skipulag Kópavogur Smáralind Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira