Steinunn vildi fara fyrr af stað en sjúkraþjálfarinn hélt aftur af henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 15:30 Steinunn Björnsdóttir hefur verið einn allra besta leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin ár og endurkoma hennar eflir Framliðið til muna. stöð 2 sport Fram fékk heldur betur búbót fyrir lokasprett tímabilsins þegar Steinunn Björnsdóttir sneri aftur á völlinn í stórsigri liðsins á Aftureldingu, 20-39. Steinunn hefur ekkert spilað í tæpt ár eftir að hafa slitið krossband í hné. Lítið ryð var í henni í fyrsta leiknum eftir þetta langa hlé og hún skoraði sex mörk gegn Aftureldingu. „Þetta var æðisleg tilfinning og ég trúi því eiginlega ekki að það sé komið ár síðan ég sleit. Ég ótrúlega þakklát hvað þetta gekk vel. Mér líður ótrúlega vel og líkaminn svaraði vel,“ sagði Steinunn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Þurfti að hlusta á sérfræðingana Hún segir að hún hafi getað snúið aftur á völlinn fyrr en engin áhætta hafi verið tekin vegna hættunar á bakslagi. „Það er svolítið síðan en maður þarf að hlusta á sérfræðingana sína. Þannig ég þurfti aðeins að bíða lengur og láta tímann líða því maður er líklegri til að slíta eftir því sem maður fer fyrr af stað. En ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara sem hélt aftur af mér. Hann hleypti mér núna af stað og ég held að þetta hafi verið réttur tími,“ sagði Steinunn. Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn Björnsdóttir Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Liðin mætast í næstu umferð í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn næsta laugardaginn. Steinunn verður með í þeim leik. „Ég ætla ekki að stoppa núna,“ sagði Steinunn brosandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir laugardeginum. Það var gott að fá þennan leik í gær [á laugardaginn] til að fá smá sjálfstraust og tilfinningu fyrir þessu. Leikurinn á laugardaginn verður hörkuleikur og ég hlakka hrikalega mikið til.“ Útilokar ekki landsleikina Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Steinunn vonast til að vera með í leikjunum enda á Ísland enn möguleika á að komast á EM. „Ég viðurkenni að ég hef hugsað um það og pælt í því. Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] hefur sýnt mér smá áhuga en ég ætla ekki að taka neina ákvörðun strax. Ég ætla að sjá hvernig Valsleikurinn fer og hvernig dagarnir á næstunni verða. Ég upplifi mig að einhverju leyti tilbúna en það verður gaman að máta sig við Valsliðið sem er að spila ótrúlega vel,“ sagði Steinunn. „Ég ætla bara sjá hvar styrkurinn manns liggur og nákvæmlega hvernig formi maður er í. Það er kannski ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en eftir þann leik.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Steinunn hefur ekkert spilað í tæpt ár eftir að hafa slitið krossband í hné. Lítið ryð var í henni í fyrsta leiknum eftir þetta langa hlé og hún skoraði sex mörk gegn Aftureldingu. „Þetta var æðisleg tilfinning og ég trúi því eiginlega ekki að það sé komið ár síðan ég sleit. Ég ótrúlega þakklát hvað þetta gekk vel. Mér líður ótrúlega vel og líkaminn svaraði vel,“ sagði Steinunn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Þurfti að hlusta á sérfræðingana Hún segir að hún hafi getað snúið aftur á völlinn fyrr en engin áhætta hafi verið tekin vegna hættunar á bakslagi. „Það er svolítið síðan en maður þarf að hlusta á sérfræðingana sína. Þannig ég þurfti aðeins að bíða lengur og láta tímann líða því maður er líklegri til að slíta eftir því sem maður fer fyrr af stað. En ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara sem hélt aftur af mér. Hann hleypti mér núna af stað og ég held að þetta hafi verið réttur tími,“ sagði Steinunn. Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn Björnsdóttir Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Liðin mætast í næstu umferð í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn næsta laugardaginn. Steinunn verður með í þeim leik. „Ég ætla ekki að stoppa núna,“ sagði Steinunn brosandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir laugardeginum. Það var gott að fá þennan leik í gær [á laugardaginn] til að fá smá sjálfstraust og tilfinningu fyrir þessu. Leikurinn á laugardaginn verður hörkuleikur og ég hlakka hrikalega mikið til.“ Útilokar ekki landsleikina Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Steinunn vonast til að vera með í leikjunum enda á Ísland enn möguleika á að komast á EM. „Ég viðurkenni að ég hef hugsað um það og pælt í því. Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] hefur sýnt mér smá áhuga en ég ætla ekki að taka neina ákvörðun strax. Ég ætla að sjá hvernig Valsleikurinn fer og hvernig dagarnir á næstunni verða. Ég upplifi mig að einhverju leyti tilbúna en það verður gaman að máta sig við Valsliðið sem er að spila ótrúlega vel,“ sagði Steinunn. „Ég ætla bara sjá hvar styrkurinn manns liggur og nákvæmlega hvernig formi maður er í. Það er kannski ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en eftir þann leik.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira