Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. apríl 2022 12:20 Konan slasaðist á hné þegar samstarfsmaður hennar hljóp á hana meðan þau spiluðu svokallaðan blöðrubolta, þar sem fólk spilar fótbolta í uppblásnum blöðrum. Getty/Matt McClain Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. Forsaga málsins er sú að konan slasaðist við skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélagsins þar sem starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Í miðjum leik hafði samstarfsmaður hennar hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstri hné, og var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið. Varanleg örorka konunnar var metin 15 prósent eftir slysið og tveimur árum síðar fékk hún bætur samkvæmt reglum um slys í frítíma, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórnendur leikskólans töldu að um frítímaslys hafi verið að ræða þar sem slysið varð eftir að formlegri dagskrá á þeirra vegum lauk og starfsmönnum ekki skylt að taka þátt eftir það. Konan hélt því aftur á móti fram að slysið hafi átt sér stað í starfi hennar við skólann, innan átta tíma vinnudags hennar, og því ætti hún rétt á frekari bótum í samræmi við reglur um vinnuslys. Hún hafi upplifað það að áframhaldandi dagskrá starfsmannafélagsins á lóð leikskólans hafi verið hluti af starfs- og skipulagsdeginum. Ekki ljóst að starfsmenn hafi verið leystir undan skyldum sínum Í dómi héraðsdóms segir að það hafi verið mat leikskólans að „þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldum stefnanda sem leikskólakennara,“ heldu hafi verið um valdfrjálsa þátttöku að ræða. Héraðsdómur féllst á þau rök og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vinnuslys að ræða. Meirihluti dómara við Landsrétt komst að sömu niðurstöðu og staðfesti því dóm Héraðsdóms. Einn af þremur dómurum málsins, Ásmundur Helgason, skilaði þó inn sératkvæði þar sem hann kvaðst ekki sammála niðurstöðu meirihluta dómenda og taldi að verða ætti við kröfum konunnar. Hann vísar til þess að það sé ágreiningslaust að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðveruskyldu hennar lauk og varð slysið á vinnustaðnum í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk og skemmtidagskrá tók við. „Ekki verður ráðið af skýrslum, sem gefnar voru fyrir héraðsdómi, að þar með hafi þeir starfsmenn, sem enn höfðu viðveruskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, verið leystir undan skyldum sínum svo óyggjandi sé,“ segir í sératkvæðinu og því beri að líta svo á að konan hafi enn verið í starfi sínu þegar slysið varð. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konan slasaðist við skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélagsins þar sem starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Í miðjum leik hafði samstarfsmaður hennar hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstri hné, og var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið. Varanleg örorka konunnar var metin 15 prósent eftir slysið og tveimur árum síðar fékk hún bætur samkvæmt reglum um slys í frítíma, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórnendur leikskólans töldu að um frítímaslys hafi verið að ræða þar sem slysið varð eftir að formlegri dagskrá á þeirra vegum lauk og starfsmönnum ekki skylt að taka þátt eftir það. Konan hélt því aftur á móti fram að slysið hafi átt sér stað í starfi hennar við skólann, innan átta tíma vinnudags hennar, og því ætti hún rétt á frekari bótum í samræmi við reglur um vinnuslys. Hún hafi upplifað það að áframhaldandi dagskrá starfsmannafélagsins á lóð leikskólans hafi verið hluti af starfs- og skipulagsdeginum. Ekki ljóst að starfsmenn hafi verið leystir undan skyldum sínum Í dómi héraðsdóms segir að það hafi verið mat leikskólans að „þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldum stefnanda sem leikskólakennara,“ heldu hafi verið um valdfrjálsa þátttöku að ræða. Héraðsdómur féllst á þau rök og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vinnuslys að ræða. Meirihluti dómara við Landsrétt komst að sömu niðurstöðu og staðfesti því dóm Héraðsdóms. Einn af þremur dómurum málsins, Ásmundur Helgason, skilaði þó inn sératkvæði þar sem hann kvaðst ekki sammála niðurstöðu meirihluta dómenda og taldi að verða ætti við kröfum konunnar. Hann vísar til þess að það sé ágreiningslaust að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðveruskyldu hennar lauk og varð slysið á vinnustaðnum í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk og skemmtidagskrá tók við. „Ekki verður ráðið af skýrslum, sem gefnar voru fyrir héraðsdómi, að þar með hafi þeir starfsmenn, sem enn höfðu viðveruskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, verið leystir undan skyldum sínum svo óyggjandi sé,“ segir í sératkvæðinu og því beri að líta svo á að konan hafi enn verið í starfi sínu þegar slysið varð.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent