„Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2022 08:02 KA-menn fagna sigri á Selfossi og sæti í bikarúrslitaleiknum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson tók KA fyrir í nýjasta Eina innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Gaupi ræddi þá við Heimi Örn Árnason sem hefur spilað fyrir KA, þjálfað KA sem og stjórnað málunum utan vallar hjá KA í gegnum tíðina. „Á tíunda áratugnum var KA eina stórveldið utan af landi í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1997 og aftur árið 2002. KA varð síðan bikarmeistari 1995 og 1996 og síðan aftur árið 2004. Hallaði hratt undan fæti hjá félaginu „Í framhaldinu á bikarmeistaratitlinum 2004 þá hallaði hratt undan fæti hjá félaginu,“ sagði Guðjón. Guðjón fékk Heimi Örn Árnason til að reyna útskýra hvað gerðist hjá KA á þessum tímapunkti. „Það sem að gerðist. Það er ekki hægt að útskýra það á einn eða annan hátt. Peningar skipta máli og hvort að það sé rétta fólkið í þessu sem hefur réttan áhuga og ástríðu fyrir klúbbnum. Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna,“ sagði Heimir Örn Árnason. Fengu ótrúlega sendingu heim „Við tókum gríðarlegan sjens fyrir fimm árum síðan. Við fengum ótrúlega sendingu heim í Jónatani Magnússyni frá Noregi. Ég tók við sem formaður unglingaráðs og við ákváðum að búa til fullt starf fyrir Jónatan. Við réðum síðan Stefán Árnason með honum fyrir fjórum árum og þetta er búið að versa gríðarlega vel heppnað,“ sagði Heimir Örn. „Við tókum áhættu því þetta voru menn í fullri vinnu fyrir klúbbinn. Með þessu þá fór þetta upp á miklu, miklu hærra plan. Allar æfingar, allar aukæfingar og allt saman. Þetta var ágætlega gert á árum áður og frændi minn Jóhannes Bjarnason stjórnaði því. Hann er búinn að leggja þjálfaraskóna á hilluna. Einhvern veginn þurftum við að endurvekja þetta og það gerðust með Jonna,“ sagði Heimir Örn. Allir eiga að vera kurteisir „Við erum ótrúlega stoltir af okkar starfi, mjög stoltir, byggjum rosalega upp á mikill gleði með góðum aga inn á milli. Á öllum ferðalögum viljum við að við skiljum allt eftir hreint og fínt og að allir séu kurteisir. Það er það sem skiptir máli að ala upp, ekki bara góða handboltamenn heldur góðar manneskjur,“ sagði Heimir Örn. Það má horfa á allt innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina um KA Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
„Á tíunda áratugnum var KA eina stórveldið utan af landi í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1997 og aftur árið 2002. KA varð síðan bikarmeistari 1995 og 1996 og síðan aftur árið 2004. Hallaði hratt undan fæti hjá félaginu „Í framhaldinu á bikarmeistaratitlinum 2004 þá hallaði hratt undan fæti hjá félaginu,“ sagði Guðjón. Guðjón fékk Heimi Örn Árnason til að reyna útskýra hvað gerðist hjá KA á þessum tímapunkti. „Það sem að gerðist. Það er ekki hægt að útskýra það á einn eða annan hátt. Peningar skipta máli og hvort að það sé rétta fólkið í þessu sem hefur réttan áhuga og ástríðu fyrir klúbbnum. Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna,“ sagði Heimir Örn Árnason. Fengu ótrúlega sendingu heim „Við tókum gríðarlegan sjens fyrir fimm árum síðan. Við fengum ótrúlega sendingu heim í Jónatani Magnússyni frá Noregi. Ég tók við sem formaður unglingaráðs og við ákváðum að búa til fullt starf fyrir Jónatan. Við réðum síðan Stefán Árnason með honum fyrir fjórum árum og þetta er búið að versa gríðarlega vel heppnað,“ sagði Heimir Örn. „Við tókum áhættu því þetta voru menn í fullri vinnu fyrir klúbbinn. Með þessu þá fór þetta upp á miklu, miklu hærra plan. Allar æfingar, allar aukæfingar og allt saman. Þetta var ágætlega gert á árum áður og frændi minn Jóhannes Bjarnason stjórnaði því. Hann er búinn að leggja þjálfaraskóna á hilluna. Einhvern veginn þurftum við að endurvekja þetta og það gerðust með Jonna,“ sagði Heimir Örn. Allir eiga að vera kurteisir „Við erum ótrúlega stoltir af okkar starfi, mjög stoltir, byggjum rosalega upp á mikill gleði með góðum aga inn á milli. Á öllum ferðalögum viljum við að við skiljum allt eftir hreint og fínt og að allir séu kurteisir. Það er það sem skiptir máli að ala upp, ekki bara góða handboltamenn heldur góðar manneskjur,“ sagði Heimir Örn. Það má horfa á allt innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina um KA
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira