Ótækt að innheimtufyrirtæki græði á skuldavanda borgarbúa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2022 13:09 Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur til að Reykjavíkurborg hætti að nota innheimtufyrirtæki og taki upp manneskjulegri nálgun. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir harðlega að Reykjavíkurborg noti innheimtufyrirtæki til að innheimta reikninga og gjöld. Það sé ómanneskjuleg aðferð sem auki á vanda fólks í fátækt. Í gær fékk Sanna svar við fyrirspurn sinni í borgarráði en hún spurðu hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtuferli frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022. Svarið kom henni í opna skjöldu en 58.800 reikningar borgarbúa voru sendir í innheimtuferli á þessu tímabili. Sanna hafði áður gert svipaða fyrirspurn og þegar allt er tekið saman þá hafa 107.384 reikningar farið í innheimtuferli frá 1. janúar 2018 til 2. febrúar 2022. Af þeim fóru 7.667 í löginnheimtu. „Þetta er svo rosalegt af því að þegar þú átt ekki fyrir reikningum, þegar þú ert fátækur og getur ekki greitt þá er þetta peningur sem bætist ofan á reikninginn. Það er svo harkalegt að borgin sé að nota innheimtufyrirtæki til að reyna að fá fátæka borgarbúa til að greiða fyrir reikninga og við erum að tala um gjöld í skólum eins og fyrir mataráskrift barna, leikskólagjöld, gjöld á skóla-og frístundasviði.“ Fyrirtæki í eigu borgarinnar eins og Orkuveitan og Félagsbústaðir nota líka innheimtufyrirtæki. „Sumarið 2020 var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum út af vanskilum. Þannig að þetta er þessi grunnþjónusta sem við erum að tala um. Það er mjög mikilvægt að borgin sé með manneskjulegar aðferðir þegar hún er að innheimta reikninga þannig að þetta sé ekki svona harkalegt og innheimtufyrirtæki séu ekki að hagnast á skuldavanda borgarbúa.“ Það sé ekki forsvaranlegt að Reykjavíkurborg útvisti verkefninu til innheimtufyrirtækja. Það sé aðeins til að auka á vanda fólks sem skuldi. „Einu sinni var Reykjavíkurborg með þetta innanhús og ég er með tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja og færi það inn á sitt svið og verði með lausnir sem hentar borgarbúum í viðkvæmri fjárhagslegri og félagslegri stöðu af því að það hjálpar engum að vera með þessar harkalegu aðferðir. Þetta verður að snjóbolta sem bara rúllar og rúllar og rúllar.“ Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Í gær fékk Sanna svar við fyrirspurn sinni í borgarráði en hún spurðu hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtuferli frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022. Svarið kom henni í opna skjöldu en 58.800 reikningar borgarbúa voru sendir í innheimtuferli á þessu tímabili. Sanna hafði áður gert svipaða fyrirspurn og þegar allt er tekið saman þá hafa 107.384 reikningar farið í innheimtuferli frá 1. janúar 2018 til 2. febrúar 2022. Af þeim fóru 7.667 í löginnheimtu. „Þetta er svo rosalegt af því að þegar þú átt ekki fyrir reikningum, þegar þú ert fátækur og getur ekki greitt þá er þetta peningur sem bætist ofan á reikninginn. Það er svo harkalegt að borgin sé að nota innheimtufyrirtæki til að reyna að fá fátæka borgarbúa til að greiða fyrir reikninga og við erum að tala um gjöld í skólum eins og fyrir mataráskrift barna, leikskólagjöld, gjöld á skóla-og frístundasviði.“ Fyrirtæki í eigu borgarinnar eins og Orkuveitan og Félagsbústaðir nota líka innheimtufyrirtæki. „Sumarið 2020 var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum út af vanskilum. Þannig að þetta er þessi grunnþjónusta sem við erum að tala um. Það er mjög mikilvægt að borgin sé með manneskjulegar aðferðir þegar hún er að innheimta reikninga þannig að þetta sé ekki svona harkalegt og innheimtufyrirtæki séu ekki að hagnast á skuldavanda borgarbúa.“ Það sé ekki forsvaranlegt að Reykjavíkurborg útvisti verkefninu til innheimtufyrirtækja. Það sé aðeins til að auka á vanda fólks sem skuldi. „Einu sinni var Reykjavíkurborg með þetta innanhús og ég er með tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja og færi það inn á sitt svið og verði með lausnir sem hentar borgarbúum í viðkvæmri fjárhagslegri og félagslegri stöðu af því að það hjálpar engum að vera með þessar harkalegu aðferðir. Þetta verður að snjóbolta sem bara rúllar og rúllar og rúllar.“
Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira