Handbolti

Hand­bolta­kappar kepptu í nýjustu Heiðurs­stúkunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson og Björgvin Páll Gústavsson voru léttir þegar þeir mættu í Heiðursstúkuna.
Ásbjörn Friðriksson og Björgvin Páll Gústavsson voru léttir þegar þeir mættu í Heiðursstúkuna. Vísir

Hvað vita tveir af mestu reynsluboltum Olís-deildar karla í handbolta um deildina sína? Það kom í ljós í nýjasta þætti spurningsleiksins á Vísi.

Heiðursstúkan er þáttur sem er einu sinni í viku á Vísi en áttundi þátturinn er nú kominn inn á vefinn.

Um er að ræða spurningaþátt sem tengist leikjum og mótum sem eru á Stöð 2 Sport. Heiðursstúkan verður sýnd á Vísi alla föstudaga. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum.

Þema sjötta þáttarins er Olís-deild karla í handbolta en lokaumferðirnar eru á næstu dögum.

Gestir þáttarins að þessu sinni eru handboltamennirnir Björgvin Páll Gústavsson hjá Val og Ásbjörn Friðriksson hjá FH.

En eru þeir tilbúnir í léttan spurningaleik? „Nei, ég er eiginlega ekki tilbúinn,“ sagði Björgvin Páll léttur en leit svo á úrið sitt. „Púlsinn segir það enn þá þannig að ég trúi því bara að ég sé klár,“ sagði Björgvin.

Ásbjörn og Björgvin Páll fóru aðeins yfir lokasprettinn í deildinni en fóru svo á fullum krafti í spurningaleikinn.

Nú er bara að sjá hvað þeir félagar vita um deildina sem þeir hafa spilað svo lengi í. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan.

Klippa: Heiðursstúkan: Þáttur 8 - Olís deild karla í handbolta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×