Handbolti

Kristján Örn framlengir í Frakklandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu.
Kristján Örn Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/ANNE-CHRISTINE POUJOULAT

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur framlengt samningi sínum við franska úrvalsdeildarliðið Aix.

Félagið greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag. Kristján hefur verið á mála hjá liðinu síðan sumarið 2020, en hann fór þangað frá ÍBV. Hann verður hjá Aix til ársins 2024 samkvæmt nýja samningnum.

Kristján er 24 ára gömul hægri skytta og hefur verið í lykilhlutverki hjá Aix síðustu tvö ár. Hann hefur skoraði 107 mörk fyrir liðið á yfirstandandi leiktíð og er í 12. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar.

Aix situr í þriðja sæti frönsku deildarinnar með 32 stig, tíu stigum minna en topplið PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×