Rúmlega fjórar milljónir flúið frá upphafi innrásar Heimsljós 31. mars 2022 10:29 UNHCR/Valerio Muscella Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúmlega fjórar milljónir Úkraínumanna hafi flúið land undan innrás Rússa til nágrannaríkja. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, eða um 2,3 milljónir manna. Innan Úkraínu eru 6,5 milljónir manna á vergangi. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar hafa komið 900 þúsund manns til hjálpar í Úkraínu með lífsnauðsynlegri aðstoð frá upphafi innrásarinnar, 24. febrúar. Að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) er bílalest Sameinuðu þjóðanna komin til Kharkiv í norður Úkraínu sem barist hefur verið um. Flutningabílarnir komu matvælum, hjúkrunargögnum og öðrum nauðsynjum til þúsunda manna. Úkraínski Rauði krossinn sér um að dreifa gögnunum til þeirra samfélaga sem minnst mega sín í borginni og úthverfum hennar. UNRIC segir að nú hafi tekist að safna andvirði 505 milljóna Bandaríkjadala til hjálparstarfs í Úkraínu, eða sem nemur 44 prósentum af þeirri upphæð sem talin er nauðsynleg til að koma bágstöddum Úkraínubúum til hjálpar. #Football4Ukraine UNRIC segir líka frá því að sex þekktir einstaklingar úr heimi knattspyrnunnar hvetji almenning til að láta fé af hendi rakna í þágu flóttamanna og annarra bágstaddra Úkraínumanna. Myllumerki átaksins er #Football4Ukraine og því er ætlað að safna fé fyrir Flóttamannastofnun SÞ (UNCHR) og Matvælaáætlun SÞ (WFP) í þágu íbúa Úkraínu. Leikmennirnir leika í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi og hafa komið fram í myndbandi, sem dreift er á samfélagsmiðlum. Sum þeirra þekkja af eigin reynslu að vera flóttamenn, þar á meðal Alphonso Davies (Bayern München), Mahmoud Dahoud (Borussia Dortmund) og markvörðurinn Asmir Begovic (Everton). Auk þeirra eru í framvarðarsveitinni Lucy Bronze, knattspyrnukona ársins 2020 (Manchester City), Ada Hegerberg (Lyon) og Juan Mata (Manchester United). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent
Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar hafa komið 900 þúsund manns til hjálpar í Úkraínu með lífsnauðsynlegri aðstoð frá upphafi innrásarinnar, 24. febrúar. Að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) er bílalest Sameinuðu þjóðanna komin til Kharkiv í norður Úkraínu sem barist hefur verið um. Flutningabílarnir komu matvælum, hjúkrunargögnum og öðrum nauðsynjum til þúsunda manna. Úkraínski Rauði krossinn sér um að dreifa gögnunum til þeirra samfélaga sem minnst mega sín í borginni og úthverfum hennar. UNRIC segir að nú hafi tekist að safna andvirði 505 milljóna Bandaríkjadala til hjálparstarfs í Úkraínu, eða sem nemur 44 prósentum af þeirri upphæð sem talin er nauðsynleg til að koma bágstöddum Úkraínubúum til hjálpar. #Football4Ukraine UNRIC segir líka frá því að sex þekktir einstaklingar úr heimi knattspyrnunnar hvetji almenning til að láta fé af hendi rakna í þágu flóttamanna og annarra bágstaddra Úkraínumanna. Myllumerki átaksins er #Football4Ukraine og því er ætlað að safna fé fyrir Flóttamannastofnun SÞ (UNCHR) og Matvælaáætlun SÞ (WFP) í þágu íbúa Úkraínu. Leikmennirnir leika í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi og hafa komið fram í myndbandi, sem dreift er á samfélagsmiðlum. Sum þeirra þekkja af eigin reynslu að vera flóttamenn, þar á meðal Alphonso Davies (Bayern München), Mahmoud Dahoud (Borussia Dortmund) og markvörðurinn Asmir Begovic (Everton). Auk þeirra eru í framvarðarsveitinni Lucy Bronze, knattspyrnukona ársins 2020 (Manchester City), Ada Hegerberg (Lyon) og Juan Mata (Manchester United). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent