Van Nistelrooy verður næsti knattspyrnustjóri PSV Eindhoven Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 17:46 Ruud van Nistelrooy hefur starfað hjá PSV Eindhoven undanfarin ár sem þjálfari unglingaliða félagsins. EPA/VICTOR LERENA Ruud van Nistelrooy verður nýjasti fyrrum lærisveinn Sir Alex Ferguson sem reynir fyrir sér sem knattspyrnustjóri. Hollenska félagið PSV Eindhoven hefur gefið það út að Van Nistelrooy verði knattspyrnustjóri félagsins frá og með næstu leiktíð. Van Nistelrooy tekur við starfinu af Roger Schmidt sem hættir eftir þetta tímabil. Former Man Utd forward Ruud van Nistelrooy has signed a three-year deal to become PSV's head coach from this summer! pic.twitter.com/Ieuqb1Qigq— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 30, 2022 Van Nistelrooy lék sjálfur með PSV á árunum 1998 til 2001 en hann fór þaðan til Manchester United þar sem hann skoraði 95 mörk í aðeins 150 deildarleikjum. Hollenski framherjinn spilaði einnig með Real Madrid, Hamburger SV og Málaga áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2012. Van Nistelrooy, sem er nú 45 ára gamall, hefur síðustu ár verið í þjálfarateymi hollenska landsliðsins sem og að þjálfa yngri lið PSV. Þetta verður hins vegar hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Van Nistelrooy skrifaði undir samning við PSV sem nær til ársins 2025. Official. Ruud van Nistelrooy has been appointed as new PSV Eindhoven manager, starting from next season. Contract until June 2025, statement confirms. #PSV pic.twitter.com/WjSexGbVgc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 30, 2022 „Nokkrir hlutir hafa gengið upp síðustu mánuði. Ráðningin á Marcel Brand sem framkvæmdastjóra PSV og samtöl okkar í kjölfarið gerðu mér á endanum kleift að stíga þetta skref,“ sagði Ruud van Nistelrooy í fréttatilkynningu frá PSV Eindhoven. „PSV ætlar að fara nýja slóð í sumar og ég er tilbúinn að gera mitt. Viðræður við stjórnina hafa stutt þá sýn mína að við erum metnaðarfullir og ætlum að búa til eitthvað sérstakt í framtíðinni. Ég er spenntur fyrir þessu verkefni hjá PSV,“ sagði Van Nistelrooy. PSV U19 Assistant coach @OnsOranje & PSV Jong PSVReady for the next step: .— PSV (@PSV) March 30, 2022 Hollenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Hollenska félagið PSV Eindhoven hefur gefið það út að Van Nistelrooy verði knattspyrnustjóri félagsins frá og með næstu leiktíð. Van Nistelrooy tekur við starfinu af Roger Schmidt sem hættir eftir þetta tímabil. Former Man Utd forward Ruud van Nistelrooy has signed a three-year deal to become PSV's head coach from this summer! pic.twitter.com/Ieuqb1Qigq— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 30, 2022 Van Nistelrooy lék sjálfur með PSV á árunum 1998 til 2001 en hann fór þaðan til Manchester United þar sem hann skoraði 95 mörk í aðeins 150 deildarleikjum. Hollenski framherjinn spilaði einnig með Real Madrid, Hamburger SV og Málaga áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2012. Van Nistelrooy, sem er nú 45 ára gamall, hefur síðustu ár verið í þjálfarateymi hollenska landsliðsins sem og að þjálfa yngri lið PSV. Þetta verður hins vegar hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Van Nistelrooy skrifaði undir samning við PSV sem nær til ársins 2025. Official. Ruud van Nistelrooy has been appointed as new PSV Eindhoven manager, starting from next season. Contract until June 2025, statement confirms. #PSV pic.twitter.com/WjSexGbVgc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 30, 2022 „Nokkrir hlutir hafa gengið upp síðustu mánuði. Ráðningin á Marcel Brand sem framkvæmdastjóra PSV og samtöl okkar í kjölfarið gerðu mér á endanum kleift að stíga þetta skref,“ sagði Ruud van Nistelrooy í fréttatilkynningu frá PSV Eindhoven. „PSV ætlar að fara nýja slóð í sumar og ég er tilbúinn að gera mitt. Viðræður við stjórnina hafa stutt þá sýn mína að við erum metnaðarfullir og ætlum að búa til eitthvað sérstakt í framtíðinni. Ég er spenntur fyrir þessu verkefni hjá PSV,“ sagði Van Nistelrooy. PSV U19 Assistant coach @OnsOranje & PSV Jong PSVReady for the next step: .— PSV (@PSV) March 30, 2022
Hollenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira