Úrslitin ráðast í Framhaldsskólaleikunum í kvöld: „Elska allir gott underdog story“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2022 15:30 Tækniskólinn og Framhaldsskóli Vesturlands á Akranesi mætast í úrslitum FRÍS í kvöld. Meta Productions Úrslitaviðureign Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands fer fram í kvöld þegar Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi mætir Tækniskólanum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir, eða einfaldlega FRÍS, eru haldnir. Tækniskólinn bar sigur úr býtum í fyrra og liðið á því titil að verja. Fyrir þá sem ekki þekkja nákvæmlega í hverju er keppt á FRÍS þá etja skólarnir kappi í þremur tölvuleikjum. Leikirnir sem keppt er í eru CS:GO, Rocket League og FIFA og það lið sem hefur betur í fleiri leikjum vinnur. Hingað til hefur verið sýnt frá FRÍS í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 eSport og hér á Vísi og í kvöld verður engin breyting þar á. Bein útsending hefst stundvíslega klukkan 19:30. Tæknsikólinn sigurstanglegri en ekki vanmeta FVA Donna Cruz hefur séð um umfjöllun um FRÍS ásamt öðrum.Stöð 2 eSport Donna Cruz hefur staðið vaktina yfir FRÍS og séð um umfjöllun í kringum mótið ásamt góðu teymi. Hún segir að búast megi við spennandi úrslitaviðureign. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega spennt,“ sagði Donna í samtali við Vísi. „Þetta er annað árið hjá okkur í FRÍS og þetta er auðvitað í stöðugri þróun og það er alltaf eitthvað nýtt. En úrslitin í fyrra voru ótrúlega skemmtileg þannig ég býst bara við að þau verði það líka í ár.“ Eins og áður hefur komið fram er þetta í annað skipti sem FRÍS er haldið og Donna segist finna fyrir mikilli aukningu í áhuga milli ára. „Já, algjörlega. Við erum líka bara að sjá að áhorfið er meira og skólarnir spenntari fyrir þessu. Þetta var kannski aðeins öðruvísi í fyrra þegar þetta var bara nýbyrjað, en fólk er að átta sig á þessu og kynnast þessu betur. Það er ótrúlega gaman að sjá skólana styðja við bakið á liðunum sínum og peppa þau áfram,“ sagði Donna. En eru Tækniskólinn og FVA skólarnir sem Donna sá fyrir sér að myndu mætast í úrslitum? „Tækniskólinn er náttúrulega ríkjandi meistari og liðið á því titil að verja. Þeir eru búnir að standa sig ótrúlega vel. FVA er líka búið að vera mjög skemmtilegt lið.“ „Mér datt það svo sem alveg í hug að Tækniskólinn myndi komast áfram en FVA kom kannski aðeins meira á óvart, en það kom kannski skemmtilega á óvart samt sem áður. Ég er bara mjög spennt að sjá hvernig þetta fer, ég verð bara að viðurkenna það.“ Að lokum vildi Donna ekki gefa of mikið upp um hvaða skóli hún heldur að muni vinna titilinn. Hún segir að þrátt fyrir það að Tækniskólinn sé sterkur skóli þá geti verið hættulegt að vanmeta andstæðinginn. „Tækniskólinn er sterkur skóli, en maður má ekki vanmeta FVA. Það sést á þeim að þeir vilja þetta. Svo elska allir gott „underdog story“ og ég er mjög spennt fyrir því.“ „Ég er alveg viss um að Tækniskólinn mun gera sitt allra besta til að verja titilinn, en svo sést alveg á þeim í FVA hvað þeir eru graðir í titilinn,“ sagði Donna og hló að lokum. „Klárlega ekki mikil pressa á okkur“ Kristinn Benediktsson, liðsmaður FVA, ræddi við Vísi í gær og hann segist vera spenntur fyrir úrslitaviðureigninni. Hann gerir sér þó grein fyrir því að Tækniskólinn er ekkert lamb að leika sér við. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum auðvitað á móti Tækniskólanum og þeir eru ríkjandi meistarar. Þeir eru með sterkt lið og þá sérstaklega í CS:GO og við byrjum í honum. En við erum öruggari í hinum leikjunum og það er góð stemning í liðinu. Við sjáum hvernig fer,“ sagði Kristinn hógvær. Hann segir að þrátt fyrir að liðið sé komið í úrslit FRÍS mætti stemningin í skólanum vera betri. Liðið er vissulega að taka þátt í fyrsta sinn og því kannski ekki allir sem eru búnir að kveikja á því hvað sé að gerast. „Ég tek ekki mikið eftir því að fólkið í skólanum sé að pæla í þessu. Það er kannski meira fólkið í kringum mann. Við erum náttúrulega tíu í liðinu og öll með fólk á bakvið okkur þannig að vinir okkar og aðrir í kringum okkur hafa verið að styðja okkur áfram.“ Eins og áður hefur komið fram er Tækniskólinn ríkjandi meistari, en Kristinn segir pressuna vera á þeim. „Þetta er náttúrulega fyrsta árið okkar og ég reyndi fyrir mér í CS-liðinu bara upp á gamanið en endaði svo bara í liðinu. Það er klárlega ekki mikil pressa á okkur því þeir eru mjög góðir, en við sjáum hvað gerist,“ sagði Kristinn að lokum. Finnur á sér að sigurinn sé þeirra Sigurður Steinar Gunnarsson, liðsmaður Tækniskólans, ræddi einnig við Vísi fyrir viðureignina. Hann segist finna fyrir mikilli spennu í skólanum enda sé lið Tækniskólans sterkt í ár. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Við erum búin að æfa í marga mánuði fyrir þetta og við erum með mjög sterkt lið. Við erum gríðarlega spennt fyrir þessu,“ sagði Sigurður. „Ég finn alveg 100 prósent fyrir mikilli stemningu í skólanum fyrir þessu. Það eru margir að fylgjast með og við erum að fá hrós á göngunum og allir búnir að vera mjög sáttir með okkar frammistöðu og hvernig við erum búin að tækla mótið.“ Sigurður sagði að lokum að þrátt fyrir að liðið sé ríkjandi meistari og að þeim hafi verið spáð í úrslit finni hann ekki fyrir pressu fyrir úrslitaviðureignina í kvöld. „Nei, ég finn ekki fyrir neinni pressu. Við erum búin að æfa mjög vel og erum að æfa oft í viku. Ég finn það á mér að allavega við í CS-liðinu erum að fara að vinna þetta,“ sagði Sigurður. Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn
Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir, eða einfaldlega FRÍS, eru haldnir. Tækniskólinn bar sigur úr býtum í fyrra og liðið á því titil að verja. Fyrir þá sem ekki þekkja nákvæmlega í hverju er keppt á FRÍS þá etja skólarnir kappi í þremur tölvuleikjum. Leikirnir sem keppt er í eru CS:GO, Rocket League og FIFA og það lið sem hefur betur í fleiri leikjum vinnur. Hingað til hefur verið sýnt frá FRÍS í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 eSport og hér á Vísi og í kvöld verður engin breyting þar á. Bein útsending hefst stundvíslega klukkan 19:30. Tæknsikólinn sigurstanglegri en ekki vanmeta FVA Donna Cruz hefur séð um umfjöllun um FRÍS ásamt öðrum.Stöð 2 eSport Donna Cruz hefur staðið vaktina yfir FRÍS og séð um umfjöllun í kringum mótið ásamt góðu teymi. Hún segir að búast megi við spennandi úrslitaviðureign. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega spennt,“ sagði Donna í samtali við Vísi. „Þetta er annað árið hjá okkur í FRÍS og þetta er auðvitað í stöðugri þróun og það er alltaf eitthvað nýtt. En úrslitin í fyrra voru ótrúlega skemmtileg þannig ég býst bara við að þau verði það líka í ár.“ Eins og áður hefur komið fram er þetta í annað skipti sem FRÍS er haldið og Donna segist finna fyrir mikilli aukningu í áhuga milli ára. „Já, algjörlega. Við erum líka bara að sjá að áhorfið er meira og skólarnir spenntari fyrir þessu. Þetta var kannski aðeins öðruvísi í fyrra þegar þetta var bara nýbyrjað, en fólk er að átta sig á þessu og kynnast þessu betur. Það er ótrúlega gaman að sjá skólana styðja við bakið á liðunum sínum og peppa þau áfram,“ sagði Donna. En eru Tækniskólinn og FVA skólarnir sem Donna sá fyrir sér að myndu mætast í úrslitum? „Tækniskólinn er náttúrulega ríkjandi meistari og liðið á því titil að verja. Þeir eru búnir að standa sig ótrúlega vel. FVA er líka búið að vera mjög skemmtilegt lið.“ „Mér datt það svo sem alveg í hug að Tækniskólinn myndi komast áfram en FVA kom kannski aðeins meira á óvart, en það kom kannski skemmtilega á óvart samt sem áður. Ég er bara mjög spennt að sjá hvernig þetta fer, ég verð bara að viðurkenna það.“ Að lokum vildi Donna ekki gefa of mikið upp um hvaða skóli hún heldur að muni vinna titilinn. Hún segir að þrátt fyrir það að Tækniskólinn sé sterkur skóli þá geti verið hættulegt að vanmeta andstæðinginn. „Tækniskólinn er sterkur skóli, en maður má ekki vanmeta FVA. Það sést á þeim að þeir vilja þetta. Svo elska allir gott „underdog story“ og ég er mjög spennt fyrir því.“ „Ég er alveg viss um að Tækniskólinn mun gera sitt allra besta til að verja titilinn, en svo sést alveg á þeim í FVA hvað þeir eru graðir í titilinn,“ sagði Donna og hló að lokum. „Klárlega ekki mikil pressa á okkur“ Kristinn Benediktsson, liðsmaður FVA, ræddi við Vísi í gær og hann segist vera spenntur fyrir úrslitaviðureigninni. Hann gerir sér þó grein fyrir því að Tækniskólinn er ekkert lamb að leika sér við. „Þetta leggst bara vel í mig. Við erum auðvitað á móti Tækniskólanum og þeir eru ríkjandi meistarar. Þeir eru með sterkt lið og þá sérstaklega í CS:GO og við byrjum í honum. En við erum öruggari í hinum leikjunum og það er góð stemning í liðinu. Við sjáum hvernig fer,“ sagði Kristinn hógvær. Hann segir að þrátt fyrir að liðið sé komið í úrslit FRÍS mætti stemningin í skólanum vera betri. Liðið er vissulega að taka þátt í fyrsta sinn og því kannski ekki allir sem eru búnir að kveikja á því hvað sé að gerast. „Ég tek ekki mikið eftir því að fólkið í skólanum sé að pæla í þessu. Það er kannski meira fólkið í kringum mann. Við erum náttúrulega tíu í liðinu og öll með fólk á bakvið okkur þannig að vinir okkar og aðrir í kringum okkur hafa verið að styðja okkur áfram.“ Eins og áður hefur komið fram er Tækniskólinn ríkjandi meistari, en Kristinn segir pressuna vera á þeim. „Þetta er náttúrulega fyrsta árið okkar og ég reyndi fyrir mér í CS-liðinu bara upp á gamanið en endaði svo bara í liðinu. Það er klárlega ekki mikil pressa á okkur því þeir eru mjög góðir, en við sjáum hvað gerist,“ sagði Kristinn að lokum. Finnur á sér að sigurinn sé þeirra Sigurður Steinar Gunnarsson, liðsmaður Tækniskólans, ræddi einnig við Vísi fyrir viðureignina. Hann segist finna fyrir mikilli spennu í skólanum enda sé lið Tækniskólans sterkt í ár. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Við erum búin að æfa í marga mánuði fyrir þetta og við erum með mjög sterkt lið. Við erum gríðarlega spennt fyrir þessu,“ sagði Sigurður. „Ég finn alveg 100 prósent fyrir mikilli stemningu í skólanum fyrir þessu. Það eru margir að fylgjast með og við erum að fá hrós á göngunum og allir búnir að vera mjög sáttir með okkar frammistöðu og hvernig við erum búin að tækla mótið.“ Sigurður sagði að lokum að þrátt fyrir að liðið sé ríkjandi meistari og að þeim hafi verið spáð í úrslit finni hann ekki fyrir pressu fyrir úrslitaviðureignina í kvöld. „Nei, ég finn ekki fyrir neinni pressu. Við erum búin að æfa mjög vel og erum að æfa oft í viku. Ég finn það á mér að allavega við í CS-liðinu erum að fara að vinna þetta,“ sagði Sigurður.
Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn