Verndum Hraun vestan Straumsvíkur Davíð Arnar Stefánsson skrifar 30. mars 2022 14:30 Ég legg til að Hafnarfjarðarbær láti friðlýsa Hraun í Almenningi vestan og sunnan Straumsvíkur. Bærinn getur ekki gert það einn heldur í samvinnu við Umhverfisstofnun, landeigendur og mögulega sveitarfélaginu Vogum ef áhugi er fyrir hendi þar á bæ. En Hafnarfjarðarbær getur látið það gerast. Það er svo ráðherra umhverfismála sem staðfestir friðlýsinguna. Náttúruvernd í Hafnarfirði Í Hafnarfirði eru átta friðlýst svæði. Nærtækast af þeim er líklega Hamarinn og Ástjörn. Auk þess á bærinn hlutdeild í tveimur fólkvöngum, Bláfjallafólkvangi og Reykjanesfólkvangi. Vegna þess að bæjarlandið er ríkt af hrauni felst verndargildi svæðanna helst í jarðminjum en einnig lífríki; gróðri og dýralífi, einkum fuglalífi eins og við Ástjörn. Einnig veitir náttúran ýmsa nauðsynlega þjónustu, s.s. að hreinsa vatn, mynda jarðveg og binda kolefni. Jafnframt er víða að finna fornar minjar um búsetu- og athafnasögu sem hafa varðveislugildi. Þá er fræðslu- og útivistargildi svæðanna einnig talið þeim til tekna. Á friðlýstum svæðum gilda stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir t.t. svæði. Samkvæmt lögum um náttúruvernd ber Umhverfisstofnun (UST) ábyrgð á undirbúningi og gerð áætlananna en þær eru unnar í samvinnu við helstu hagaðila, s.s. landeigendur eins og Hafnarfjarðarbæ. Í þeim er fjallað um landnýtingu, landvörslu, vöktun, uppbyggingu, fræðslu og miðlun upplýsinga, verndaraðgerðir, og aðgengi ferðamanna, þar á meðal aðgengi fatlaðs fólks. Jákvæð áhrif náttúruverndar Friðlýsingar hafa ýmis jákvæð áhrif í för með sér fyrir náttúru og samfélag. Á heimasíðu UST kemur m.a. fram að vernd skapar vettvang þar sem fólk getur notið útiveru í lítt snortinni náttúru en rannsóknir sýna að það hefur ótvírætt jákvæð áhrif á líðan og heilsu. Friðlýsing kemur einnig á skipulagi sem tryggir vernd náttúrunnar á viðkomandi svæði til framtíðar. Þá hafi friðlýsingar jákvæð áhrif á byggðir landsins og efnahag þar sem störf skapast við náttúruferðamennsku á svæðinu. Um þetta má fræðast á heimasíðu Umhverfisstofnunar sem fer með eftirlit með friðlýstum svæðum. Hraun í skipulagi En snúum okkur aftur að Hraunum. Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar er svæðið flokkað sem annars vegar „óbyggt svæði“ og hins vegar sem „opið svæði“. Það þýðir að því hefur ekki verið ráðstafað og landnotkun er óákveðin. Þar er í gildi náttúruvernd líkt og á við um önnur óbyggð svæði, einkum hraun sem runnið hafa eftir ísöld eða nútímahraun sem nýtur sérstakrar verndar. Þá er lítill blettur tekinn til hliðar sem nýtur hverfisverndar. Jafnframt er svæðið að miklu leyti varúðarsvæði álversins og í gildi takmarkanir um landnotkun þess vegna. Hins vegar hefur stór hluti svæðisins verið afmarkaður þar sem skipulagi er frestað. Rætt hefur verið um stórskipahöfn, gámasvæði, iðnaðarsvæði og hvaðeina í því sambandi. Hvað er svona merkilegt við Hraun? Sérstaða hraunanna felst í t.t. lítt röskuðum jarðminjunum eða 6000 ára gömlu og nokkuð víðfeðmu hrauni sem á upptök í Hrútagjárdyngju nærri Sveifluhálsi og fellur fram í sjó í bland við yngri hraunspýjur. Hraunið skiptist í flatt helluhraun og hraunkarga þar sem víða finnast hellar, skútar, klettar, lægðir og lautir ef vel er leitað. Þar eru merkilega margar og heillegar fornleifar og menningarminjar, s.s. Seltóftir, hlaðnir garðar, réttir og uppi standandi veggir. Jafnframt auðugt og sérstætt lífríki á svæðinu. Auðvitað mosi og lyng sem við þekkjum svo vel í hrauninu okkar en einnig leifar gamalla skóga, s.k. Almenningsskóga eða Hraunaskóga, þar sem braggast birki, víðir, einir og reynir sem á síðustu árum hefur víða náð rúmlega tveggja metra hæð. Samkvæmt úttekt sem Skógræktin gerði fyrir nokkrum árum er þetta stærsta samfelda náttúrlega kjarrlendi landsins innan eins og sama sveitarfélagsins. Þá eru Hraunin búsvæði ýmissa fuglategunda sem glæða landið lífi, ekki síst vað-sjófuglarnir. Nú styttist í að þeir fari að láta sjá sig. Auk þess eru í hrauninu ferskvatnstjarnir þar sem gætir sjávarfalla og hýsa sérstætt lífríki sem aðeins þrífst við slíkar aðstæður. Svo hef ég nokkrum sinnum séð ref þarna. Órjúfanlegur hluti af landslaginu eru svo gamlar leiðir og ótal örnefni sem eru ríkur hluti af þeim náttúru- og menningararfi sem Hraun geymir. Af hverju að vernda Hraunin? Hér hefur komið fram að sérstaða og um leið verndargildi Hrauna er ótvírætt. Undir það taka sérfræðingar sem ég hef rætt við. Ljóst er að svæðið er kjörið til friðlýsingar líkt og önnur friðlýst svæði í bænum – vegna jarðminja; vegna lífríkisins; vegna menningarminja; og vegna fræðslugildis svæðisins og möguleika til útivistar. Vel á minnst, það hefur ekki komið fram hér að svæðið er sérlega aðgengilegt yfirferðar - einnig yfir hörðustu vetrarmánuðina. Þegar snjóar að ráði, líkt og undanfarið, þá er svæðið t.t. snjólétt sem er kostur þegar upplandið okkar er óaðgengilegt og erfitt yfirferðar. Jafnvel geta falist tækifæri til ferðaþjónustu á svæðinu og í einhverjum þeirra húsa sem þar standa, t.d. Straumi. Þetta er jú eitt fyrsta hraunið sem ferðafólk sér þegar það kemur til landsins. Óháð verndargildi og tækifærum sem felast í svæðinu vegur hins vegar þyngst skylda okkar Hafnfirðinga til að vernda sérstæða náttúru okkar og menningu fyrir komandi kynslóðir Hafnfirðinga. Gefa þeim tækifæri njóta Hraunanna eins og við gerum nú. Eða kannski bara með sínum hætti sem við sjáum ekki fyrir. Allavegana að þeir fái tækifæri til hlúa að svæðinu eins og við gerum. Þetta svæði er miklu verðmætara í þeirri mynd sem það er núna en sem framtíðar iðnaðarsvæði eða landsvæði fyrir íbúðabyggð. Gleymum ekki þeirri staðreynd að bærinn í hrauninu þarf að hlúa að og vernda hraunin sem enn er lítt eða ósnortin í bæjarlandinu. Höfundur er sérfræðingur hjá Landgræðslunni og skipar fyrsta sæti á lista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Umhverfismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ég legg til að Hafnarfjarðarbær láti friðlýsa Hraun í Almenningi vestan og sunnan Straumsvíkur. Bærinn getur ekki gert það einn heldur í samvinnu við Umhverfisstofnun, landeigendur og mögulega sveitarfélaginu Vogum ef áhugi er fyrir hendi þar á bæ. En Hafnarfjarðarbær getur látið það gerast. Það er svo ráðherra umhverfismála sem staðfestir friðlýsinguna. Náttúruvernd í Hafnarfirði Í Hafnarfirði eru átta friðlýst svæði. Nærtækast af þeim er líklega Hamarinn og Ástjörn. Auk þess á bærinn hlutdeild í tveimur fólkvöngum, Bláfjallafólkvangi og Reykjanesfólkvangi. Vegna þess að bæjarlandið er ríkt af hrauni felst verndargildi svæðanna helst í jarðminjum en einnig lífríki; gróðri og dýralífi, einkum fuglalífi eins og við Ástjörn. Einnig veitir náttúran ýmsa nauðsynlega þjónustu, s.s. að hreinsa vatn, mynda jarðveg og binda kolefni. Jafnframt er víða að finna fornar minjar um búsetu- og athafnasögu sem hafa varðveislugildi. Þá er fræðslu- og útivistargildi svæðanna einnig talið þeim til tekna. Á friðlýstum svæðum gilda stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir t.t. svæði. Samkvæmt lögum um náttúruvernd ber Umhverfisstofnun (UST) ábyrgð á undirbúningi og gerð áætlananna en þær eru unnar í samvinnu við helstu hagaðila, s.s. landeigendur eins og Hafnarfjarðarbæ. Í þeim er fjallað um landnýtingu, landvörslu, vöktun, uppbyggingu, fræðslu og miðlun upplýsinga, verndaraðgerðir, og aðgengi ferðamanna, þar á meðal aðgengi fatlaðs fólks. Jákvæð áhrif náttúruverndar Friðlýsingar hafa ýmis jákvæð áhrif í för með sér fyrir náttúru og samfélag. Á heimasíðu UST kemur m.a. fram að vernd skapar vettvang þar sem fólk getur notið útiveru í lítt snortinni náttúru en rannsóknir sýna að það hefur ótvírætt jákvæð áhrif á líðan og heilsu. Friðlýsing kemur einnig á skipulagi sem tryggir vernd náttúrunnar á viðkomandi svæði til framtíðar. Þá hafi friðlýsingar jákvæð áhrif á byggðir landsins og efnahag þar sem störf skapast við náttúruferðamennsku á svæðinu. Um þetta má fræðast á heimasíðu Umhverfisstofnunar sem fer með eftirlit með friðlýstum svæðum. Hraun í skipulagi En snúum okkur aftur að Hraunum. Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar er svæðið flokkað sem annars vegar „óbyggt svæði“ og hins vegar sem „opið svæði“. Það þýðir að því hefur ekki verið ráðstafað og landnotkun er óákveðin. Þar er í gildi náttúruvernd líkt og á við um önnur óbyggð svæði, einkum hraun sem runnið hafa eftir ísöld eða nútímahraun sem nýtur sérstakrar verndar. Þá er lítill blettur tekinn til hliðar sem nýtur hverfisverndar. Jafnframt er svæðið að miklu leyti varúðarsvæði álversins og í gildi takmarkanir um landnotkun þess vegna. Hins vegar hefur stór hluti svæðisins verið afmarkaður þar sem skipulagi er frestað. Rætt hefur verið um stórskipahöfn, gámasvæði, iðnaðarsvæði og hvaðeina í því sambandi. Hvað er svona merkilegt við Hraun? Sérstaða hraunanna felst í t.t. lítt röskuðum jarðminjunum eða 6000 ára gömlu og nokkuð víðfeðmu hrauni sem á upptök í Hrútagjárdyngju nærri Sveifluhálsi og fellur fram í sjó í bland við yngri hraunspýjur. Hraunið skiptist í flatt helluhraun og hraunkarga þar sem víða finnast hellar, skútar, klettar, lægðir og lautir ef vel er leitað. Þar eru merkilega margar og heillegar fornleifar og menningarminjar, s.s. Seltóftir, hlaðnir garðar, réttir og uppi standandi veggir. Jafnframt auðugt og sérstætt lífríki á svæðinu. Auðvitað mosi og lyng sem við þekkjum svo vel í hrauninu okkar en einnig leifar gamalla skóga, s.k. Almenningsskóga eða Hraunaskóga, þar sem braggast birki, víðir, einir og reynir sem á síðustu árum hefur víða náð rúmlega tveggja metra hæð. Samkvæmt úttekt sem Skógræktin gerði fyrir nokkrum árum er þetta stærsta samfelda náttúrlega kjarrlendi landsins innan eins og sama sveitarfélagsins. Þá eru Hraunin búsvæði ýmissa fuglategunda sem glæða landið lífi, ekki síst vað-sjófuglarnir. Nú styttist í að þeir fari að láta sjá sig. Auk þess eru í hrauninu ferskvatnstjarnir þar sem gætir sjávarfalla og hýsa sérstætt lífríki sem aðeins þrífst við slíkar aðstæður. Svo hef ég nokkrum sinnum séð ref þarna. Órjúfanlegur hluti af landslaginu eru svo gamlar leiðir og ótal örnefni sem eru ríkur hluti af þeim náttúru- og menningararfi sem Hraun geymir. Af hverju að vernda Hraunin? Hér hefur komið fram að sérstaða og um leið verndargildi Hrauna er ótvírætt. Undir það taka sérfræðingar sem ég hef rætt við. Ljóst er að svæðið er kjörið til friðlýsingar líkt og önnur friðlýst svæði í bænum – vegna jarðminja; vegna lífríkisins; vegna menningarminja; og vegna fræðslugildis svæðisins og möguleika til útivistar. Vel á minnst, það hefur ekki komið fram hér að svæðið er sérlega aðgengilegt yfirferðar - einnig yfir hörðustu vetrarmánuðina. Þegar snjóar að ráði, líkt og undanfarið, þá er svæðið t.t. snjólétt sem er kostur þegar upplandið okkar er óaðgengilegt og erfitt yfirferðar. Jafnvel geta falist tækifæri til ferðaþjónustu á svæðinu og í einhverjum þeirra húsa sem þar standa, t.d. Straumi. Þetta er jú eitt fyrsta hraunið sem ferðafólk sér þegar það kemur til landsins. Óháð verndargildi og tækifærum sem felast í svæðinu vegur hins vegar þyngst skylda okkar Hafnfirðinga til að vernda sérstæða náttúru okkar og menningu fyrir komandi kynslóðir Hafnfirðinga. Gefa þeim tækifæri njóta Hraunanna eins og við gerum nú. Eða kannski bara með sínum hætti sem við sjáum ekki fyrir. Allavegana að þeir fái tækifæri til hlúa að svæðinu eins og við gerum. Þetta svæði er miklu verðmætara í þeirri mynd sem það er núna en sem framtíðar iðnaðarsvæði eða landsvæði fyrir íbúðabyggð. Gleymum ekki þeirri staðreynd að bærinn í hrauninu þarf að hlúa að og vernda hraunin sem enn er lítt eða ósnortin í bæjarlandinu. Höfundur er sérfræðingur hjá Landgræðslunni og skipar fyrsta sæti á lista VG í Hafnarfirði.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar