Elsku seðlabankastjóri... Vilhjálmur Birgisson skrifar 30. mars 2022 13:01 Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel! En í Lífskjarasamningnum var samið um svokallaðan hagvaxtarauka og nú liggur fyrir að hagvöxtur pr. mann hækkaði fyrir árið 2021 um 2,53% milli ára. Þessi hækkun á hagvexti tryggir hækkun samkvæmt lífskjarasamningnum á mánaðarlaunataxta um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. áðurnefndum samningi. Það er svo grátbroslegt að sjá seðlabankastjóra agnúast yfir 10.500 kr. launahækkun hjá lágtekjufólki en segja nánast ekkert yfir stjarnfræðilegum hækkunum á mánaðarlaunum hjá hinum ýmsu forstjórum. En samkvæmt frétt frá Kjarnanum frá 3. mars á þessu ári þá hækkuðu mánaðarlaun forstjóra þeirra 20 félaga sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallar Íslands á síðasta ári að meðaltali um 444 þúsund krónur og voru þeir með rúmlega 5,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Hvernig á verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði að takast á við verðlagshækkanir á öllum sviðum og sem dæmi þá hefur aðili á leigumarkaði sem leigir á 250 þúsund á mánuði þurft að þola 16.750 króna hækkun á leigu vegna hækkunar á vísitölunni. Ég tel að seðlabankastjóri eigi að byrja á því að gagnrýna af krafti þær gríðarlegu launahækkanir hjá efri lögum samfélagsins áður en hann gagnrýnir örlitlar launahækkanir sem verkafólk er að fá sem hrökkva skammt upp í allar þær kostnaðarhækkanir sem dynja á almenningi um þessar mundir. Einnig væri ráðlegt að gagnrýna þær gríðarlegu arðgreiðslur sem nú eiga sér stað til eigenda og fjárfesta fyrirtækja en áætlað er að þær muni nema 200 milljörðum í ár. Elsku Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, byrjaðu að gagnrýna þessa þætti áður en þú finnur að 10.500 kr. hækkun til handa launafólki. Meðan þú ekki gerir það er ekki hægt annað en að segja að öll þín gagnrýni á hagvaxtaraukann sé grátbrosleg hræsni! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel! En í Lífskjarasamningnum var samið um svokallaðan hagvaxtarauka og nú liggur fyrir að hagvöxtur pr. mann hækkaði fyrir árið 2021 um 2,53% milli ára. Þessi hækkun á hagvexti tryggir hækkun samkvæmt lífskjarasamningnum á mánaðarlaunataxta um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. áðurnefndum samningi. Það er svo grátbroslegt að sjá seðlabankastjóra agnúast yfir 10.500 kr. launahækkun hjá lágtekjufólki en segja nánast ekkert yfir stjarnfræðilegum hækkunum á mánaðarlaunum hjá hinum ýmsu forstjórum. En samkvæmt frétt frá Kjarnanum frá 3. mars á þessu ári þá hækkuðu mánaðarlaun forstjóra þeirra 20 félaga sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallar Íslands á síðasta ári að meðaltali um 444 þúsund krónur og voru þeir með rúmlega 5,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Hvernig á verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði að takast á við verðlagshækkanir á öllum sviðum og sem dæmi þá hefur aðili á leigumarkaði sem leigir á 250 þúsund á mánuði þurft að þola 16.750 króna hækkun á leigu vegna hækkunar á vísitölunni. Ég tel að seðlabankastjóri eigi að byrja á því að gagnrýna af krafti þær gríðarlegu launahækkanir hjá efri lögum samfélagsins áður en hann gagnrýnir örlitlar launahækkanir sem verkafólk er að fá sem hrökkva skammt upp í allar þær kostnaðarhækkanir sem dynja á almenningi um þessar mundir. Einnig væri ráðlegt að gagnrýna þær gríðarlegu arðgreiðslur sem nú eiga sér stað til eigenda og fjárfesta fyrirtækja en áætlað er að þær muni nema 200 milljörðum í ár. Elsku Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, byrjaðu að gagnrýna þessa þætti áður en þú finnur að 10.500 kr. hækkun til handa launafólki. Meðan þú ekki gerir það er ekki hægt annað en að segja að öll þín gagnrýni á hagvaxtaraukann sé grátbrosleg hræsni! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar