Einlæg og barnsleg gleði þegar einræðisherra skaut upp eldflaug Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 21:01 Það slær enginn þjóðarleiðtogi einræðisherranum Kim Jong-un við í töffaraskap. AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Kim Jong-un einræðisherra Norður- Kóreu og meðreiðarsveinar hans ætluðu hreinlega að rifna úr stolti þegar risastórri eldflaug var skotið upp í landinu í gær. Önnur eins tær gleði er sjaldséð í heimi stjórnmálanna. Einaræðisherranum Kim Jong-un barnabarni „hins dásamlega mikla leiðtoga“ og stofnanda Norður Kóreu Kim Il-sung er er mikið í mun hvernig hinn sveltandi og kúgaði almenningur og umheimurinn sjá hann. Hann var til að mynda ekki upprifinn af því hvernig hann var sýndur í kvikmyndinni The Interview. Þar sást Kim Jong-un fara að skæla í viðtali við bandarískan þáttastjórnanda af verri endanum og skíta síðan á sig í beinni útsendingu. Hinn mikli leiðtogi fylgdi eldflauginni alla leið að skotpallinum til að fullvissa sig um að allt fær rétt fram.AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Nei, einræðisherrann hefur heldur betur ekki húmor fyrir þessu. Þegar Kim lét skjóta á loft risavaxinn langdrægri eldflaug í gær, dugði ekkert annað en Hollywood útgáfa af atburðinum í and Tom Cruse í kvikmyndinni Top Gun. Hann er jú mesti leiðtogi í heimi. Leiðtoginn birtist í leðurjakka með sólgleraugu bendandi hershöfðingjum í allar áttir eins og maðurinn sem allt veit og það betur en allir aðrir. Eldflaugin ægilega á að geta tortímt Bandaríkjunum og öllum öðrum óvinum. Það er best að hafa tímasetninguna rétta og allir samstilla úrin sín með hinum mikla leiðtoga skömmu fyrir flugskotið. Og auðvitað er engum öðrum treystandi til að fylgja eldflauginni að skotpallinum en einræðisherranum sjálfum. Gleðin var barnsleg og einlæg þegar eldflauginni sem borið getur gereyðingarvopn var skotið á loft í gær.AP/Fréttaþjónusta Norður Kóreu Þegar hann hefur séð til þess að allt sé klárt labbar hann frá flauginni. Það er talið niður, ljósin blikka, allir eru að rifna úr stolti . Og þegar skaufalaga flaug þessarar sveltandi þjóðar leggur af stað þarf að sýna það frá mörgum sjónarhornum. Allir eru stórkostlega glaðir og fagna hinum mikla og glaðlynda leiðtoga eins og saklaus börn í barnaafmæli. Norður-Kórea Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Einaræðisherranum Kim Jong-un barnabarni „hins dásamlega mikla leiðtoga“ og stofnanda Norður Kóreu Kim Il-sung er er mikið í mun hvernig hinn sveltandi og kúgaði almenningur og umheimurinn sjá hann. Hann var til að mynda ekki upprifinn af því hvernig hann var sýndur í kvikmyndinni The Interview. Þar sást Kim Jong-un fara að skæla í viðtali við bandarískan þáttastjórnanda af verri endanum og skíta síðan á sig í beinni útsendingu. Hinn mikli leiðtogi fylgdi eldflauginni alla leið að skotpallinum til að fullvissa sig um að allt fær rétt fram.AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Nei, einræðisherrann hefur heldur betur ekki húmor fyrir þessu. Þegar Kim lét skjóta á loft risavaxinn langdrægri eldflaug í gær, dugði ekkert annað en Hollywood útgáfa af atburðinum í and Tom Cruse í kvikmyndinni Top Gun. Hann er jú mesti leiðtogi í heimi. Leiðtoginn birtist í leðurjakka með sólgleraugu bendandi hershöfðingjum í allar áttir eins og maðurinn sem allt veit og það betur en allir aðrir. Eldflaugin ægilega á að geta tortímt Bandaríkjunum og öllum öðrum óvinum. Það er best að hafa tímasetninguna rétta og allir samstilla úrin sín með hinum mikla leiðtoga skömmu fyrir flugskotið. Og auðvitað er engum öðrum treystandi til að fylgja eldflauginni að skotpallinum en einræðisherranum sjálfum. Gleðin var barnsleg og einlæg þegar eldflauginni sem borið getur gereyðingarvopn var skotið á loft í gær.AP/Fréttaþjónusta Norður Kóreu Þegar hann hefur séð til þess að allt sé klárt labbar hann frá flauginni. Það er talið niður, ljósin blikka, allir eru að rifna úr stolti . Og þegar skaufalaga flaug þessarar sveltandi þjóðar leggur af stað þarf að sýna það frá mörgum sjónarhornum. Allir eru stórkostlega glaðir og fagna hinum mikla og glaðlynda leiðtoga eins og saklaus börn í barnaafmæli.
Norður-Kórea Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 1830.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira